Vikan


Vikan - 23.06.1960, Side 16

Vikan - 23.06.1960, Side 16
Wfl BARNAGAMAN Brosandi asninn Hann fteddisl í afar lirörlegn hesthúsi einhvers staðar í Suður- Portúgal. Foreldrar hans voru eins og aðrir asnar, staðir, þrjózkulegir og mjög mæðulegir á svip. Það var skinandi gott veður, ]>egar sá litli sá dagsins Ijós, og himinninn fagur og blár. Það var dálítil gola, svo að hitans gætti ekki eins mikið, og trén breiddu laufskrúð sitt í allar áttir, sem bærðist léttileg i vind- inum. — Það var drengur, hneggjaði i asnapabba. Hann skalf svolítið eftir hina æsandi bið. — Það var drengur, mjög föngulegur og fagur. En þetta var mikil þiiiiut fyrir konu mína. Hinir asnárnir hneggjuðu til að samgleðjast asnapabba og vöknuðu um granirnar. Ef einhver annar en asni hefði séð þetta, hefði hann mátt halda, að eitthvað leiðinlegt hefði komið fyrir. En þannig sýna asnarnar gleði sína. — Hvað á hann að heita? hróp- uðu þeir svþ hver upp í annan. Asnapabbi hrukkaði ennið hugsandi á svip, og eyfíu hans stóðu upp í loft- ið eins og tvsér gríðarstórar agúrkur. Asnarnir þyrptust forvitnislegir í kringum hanp. í þessu kgm bóndinn á bænum inn í hesthúsið. Er hann sá hið nýfædda folald, strauk hann þvi um hálsinn brosandi og sagði um leið: — Angelo. Qg það var litli asninn látinn heita. ' Asnamamman lá og sleikti af- kvæmi sitt. ,Hún var lítið eitt vot- eygð og það höfðu setzf flugur i augu hennar. Það var eitthvað við hinn ný- fa;dda asna, sem ekki var svo auð- velt að skýra, eitthvað sérstakt, jafnvel þótt þann hefði þessi Iftngu eyru og værj grár á Jitinn eins og allir aðrir asnar og hefði hala, lang- an og mjóan eins og rúllugardínu- snúru. Og afturfæturna gat hann rekið niður í moldargólfið, þannig að ómögulegt væri að mjaka honum til. Það var fátt, er gat komið ösn- itnmi* úr jafnvægi, og þrjózkan fannst þeim vera göfugust allra kennda. En það var eitthvað yfir Angelo, sem gat e. t. v. útskýrzt með orðunum, að liann hefði fæðzt vel upp alinn. Það voru einkanlega aug- un, sem vöktu athygli manns. Það var eins og fælist í þeim einhver máttur. Og svo var eins og flugur flögruðu í augnkrókunum á honum. Dag nokkurn, cr Angelo rölti um í túninu rekandi nefið ofan i allt, sem hann sá, og veltandi um mjólk- urskjólum, heykvíslum og ljám kom óttalegt fyrir. Langi rúllugardínu- halinn hans hafnaði ofan i tjöru- fötu bóndans og síðan veifaði Angelo halanum í allar áttir með þeim afleiðingum að hann hafnaði á hvítkölkuðum veggjum bóndabæj- arins og varð hann allur útataður alla vegana skrítnum svörtum myndum. Bóndinn varð æfareiður, reifst og skammaðist og hótaði að lumbra á aumingja litla asnanum. Hann tútnaði af bræði og varð rauð- ur i framan sem kvöldsólin og aug- un ranghvolfdust í honum. Þá brosti Angelo. Og aldrei höfðu flugurnar flogið fjörlegar í augnkrókunum á honum ... í þessu lá falið þetta undarlega, sem hvorki menn né asn- ar gátu skilið. Hann virtist ekkert skammast sin. Aftur á móti virtisf hann hinn ánægðasti með tilveruna og brosti bara. — Bannsettur bjálf- inn þinn, heldurðu að þú getir bara brosað framan í mig eftir þessi skemmdarverk þinV hvæsti bóndinn út úr sér. Hann varð jafnframt ótta- sleginn og krossaði sig, því asni, sem gat brosað, var eitthvað óttalegt í hans augum. Þetta hlaut að vera einskis nýtt vinnudýr. — En blddu hægur, kall minn, ég skal kenna þér til verka, þusaði hann fokreiður, — og ég skal koma þér í skilning um, að þér ber að vera þungbúinn og sorgmæddur á svip. Nú l'ór í hönd erfiður tfmi fyrir Angelo. Eldsnemma morguns var hann drifinn upp og rekinn út úr stallinum sínum. Mamma hans horfði eftir honum sorgmæddum augum. Svona snenuna fóru ekki asnar á fælur. f túnjaðrinum var Angelo siðan hlaðinn með níðþung- um sekkjum. Siðan var hann rekinn af stað og leiðin var afar löng og erfið, sem haiin varð að ganga. Sjálfur sat bón.iinn á efsta pokan- um á baki hans og danglaði, eða Framliald í næsta blaði. Ráð sem duga Þvottapoki Hér kemur mjög skemmtilegur þvottapoki, sem er tilbreytni frá þeim venjulega. Efnið er meðalgróft bómullargarn, sem má vera í hvaða lit sem fyr- ir hendi er, gjarnan má vinda saman tvo liti. Prjónar nr. 4—5. Viljum við hafa þvottapokann grófan, vindum við saman 4 þræði, þá er stærðin á 6—8 ára og 12—14 ára. Byrjið neðst og fitjið upp 45 (60) I. og prjónið með garðaprjóni 30 umf. Prjónið næstu umferð þannig að prjóna fyrstu 30 (40) 1., en snúa síðan við og prjóna til baka yfir þessar 30 (40) 1., 24 (30) umferðir. í næstu umferð eru lykkjurnar prjónaðar saman tvær og tvær um leið og þær eru felldar af. Dragið nú garnið i gegn um lykkjurnar, sem eftir eru og gangið frá endanum. j Prjónið nú áfram lykkjurnar, sem geymdar voru, 34 (40) 1. (frá þumalfingri). Fellið af, gangið frá á sama hátt og saumið pokann saman á röngu. Afjjurrkunarklútarnir. — Næst þegar þér þvoið afþurrkunar- klútana, skuluð þér setja 2 matsk. glyserin í 1 líter af vatni og skola klútana upp úr. Þegar þeir eru orðnir þurrir er mjög gott að nota þá, því þeir sjúga rykið svo vel 1 sig. Baðkör. — Emaleruð baðkör sem eru orðin blettótt og Ijót, er auðvelt að hreinsa vel upp úr trinatriumfosfati. Setjið það á bursta eða votan klút, eins og um skúriduft væri að ræða. Venjulegt skúriduft má aldrei nota á emaleraða hluti. Salatblöð. — Græn salaíblöð haldast mikið lengur fersk, ef þér geymið þau i loftþéttri niðursuðukrukku án þess að þvo þau. Smjörrúllur. - Ef þér hafið ekki rifflaða tréskeið til þess að búa til smjörrúllurnar, |iá getið þér auðveldlega notað osta hefilinn, svo framarlega sem smjörið er ekki of lint. Suða á mjólk. — Næsl þegar þér sjóðið mjólk skuluð þér prófa að strá muldum sykri yfir mjólkina um leið og þér setjið pottinn yfir. Það má ekki hræra í mjólkinni fyrr en grjónin eru sett út i. Þessi aðferð útilokar að mjólkin brenni við. Ef neglurnar vilja brotna ÁÖur fyrr voru neglurnar á mér svo brothættar, að þær þoldu ekld einu sinni að það væri horft á þær. En núna er þetta liðin tíð — þökk sé þessum góðu ráðum, sem ég hef fylgt af mikiili nákvæmni: 1) Lakkið neglurnar aldrei al- veg út í kantana, skiljið mjóa rönd eftir. Annars geta þær ekki „andað“. 2) Notið sem minnst naglalakk, ef nöglunum hættir til að brotna langsum. 3) Smyrjið alltaf feitu og nær- andi kremi á neglurnar, þeg- ar þér hafið notað nagla- lakkseyði, því hann þurrkar svo neglurnar. 4) Kaupið hin nýju vítamín- naglakrem, sem komin eru á markaðinn. Þau eru að visu dýr, en það borgar sig, neglurnar vaxa svo fallega, »f þau «ru notuð.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.