Vikan


Vikan - 23.06.1960, Qupperneq 21

Vikan - 23.06.1960, Qupperneq 21
I næsta blaði hefst ný, spennandi framhaldssaga sem gerist á Islandi og Irlandi á landnáms- ðld. Þar er sagt frá heitum ástum og grimmum örlögum. Sagan er eftir Davíð Askelsson og heitir „Þú verður að deyja“ ráðast aftan að Mick, um leið og það gafst. En þess var líka að gæta, að Bonito var bæði særður og eldri og kraftaminni en Mick, og loks var hann óvopnaður, en Mick með byssuna. Og Mick hafði byssuna í miði á Karen — það var þess vegna, að Bonito hikaði; nú skildi Douglas það allt. Það var hann, Douglas, sem varð að eiga frumkvæðið. svo Bonito gæfist tækifæri. Klukkuna vantaði tvær mínútur í tvö ... Mick tók til máls. „Þú þarna, sjóliði, vertu ekki að þessu bölvuðu rangli. Seztu niður," skipaði hann. Douglas tók sér sæti. Studdi olnbogunum á kné sér, hafði hendur fyrir andliti en horfði á Mick milli fingra sér. Þegar stundin kemur, hugsaði hann, drepur hann okkur með fjórum byssuskot- um, eða fleiri ef Þess þarf með. Stökkvi ég á hann núna, er hins vegar ekki víst að honum fakist að myrða okkur öll En fyrst verð ég að fá hann til að beina byssunni annað en að Karen, svo er að reyna hvernig japönsku brögðin duga. Douglas stóð á fætur. Lét sem ekkert væri og teygði úr sér. Mick spratt á fætur og beindi byssuhlaupinu að honum. „Ég sagði þér að sitja kyrrum," urraði hann. Og klukkuna vantaði aðeins eina mínútu i tvö. Lily gaf honum merki um að láta til skarar skríða. Bonito kreppti sig eins og köttur, sem býst, til að stökkva. Karen brosti við Douglas. Hann sá að hún varð að kreppa hnefana, en hins vegar furðaði hann á því, hve rödd hennar var eðlileg og róleg, þegar hún mælti: „Það er einhver að koma ...“ Greindari maður en Mick mundi hafa séð við brellunni. En hann lét byssuna síga eitt andar- tak, og það dugði Douglas. Hann stökk á hann, skothvellur kvað við, Douglas kenndi ekki sárs- auka, en fann að hægri arm hans þraut mátt. Hann barði snöggt og hart með jarka vinstri handar, eins og honum hafði verið kennt, og byss- an féll úr hendi Micks. Um leið greip Mick hann hörðu kverkataki. Douglas féll í gólfið, en hafði Mick niður með sér. Honum tókzt með snöggu átaki að ná veltu, svo að nú var það Mick, sem var undir og Douglas tökzt að losa sig úr takinu. Um leið og hann reis á fætur, greip Mick um ökla honum og kastaSi honum aftur í gólfið. Douglas fann svo stingandi sársauka í hægri arm- inum. þeim, sem máttvana var eftir skotið, að hann varð að taka á öllu, sem hann átti til svo að hann félli ekki í ómegin. Um leið og Mick ætlaði að leggjast ofan á hann, beitti hann því bragði, sem hann hafði þjálfað til fullnustu í hernum; keyrði hnéð af afli í kvið honum, en það bar engan árangur, vöðvar Mivks voru svo sterkir, að það var eins og hnéskelinn lenti á grjóti. Hann fann Mick stara á sig nærsýnum augum og það var eins og þau loguðu, slík var heipt hans. Það leyndi sér ekki, að hann ætiaði sér að drepa Douglas. Og enn leitaði hanri taks á kverkum hans. Douglas teygði út vinstri hendina eftir byss- unni. Hann náði taki á skeptinu, neytti sinnar síðustu orku til að lyfta benni að gagnauga Micks og þrýsta á gikkinn. Skothvellurinn bergmálaði í veggjunum og Mick féll dauður og máttvana á hann ofan. Klukkan var tvö. Rödd þularins rauf þögnina: „Frá Will til Micks. Flugvélinni hefur seinkað. Gerðu ekki neitt fyrr en ég kem til baka.“ NÆSTA kvöld skein fullur máni á eyjar og haf. Enn var hátið á torginu. Það leyndi sér ekki, að aðkomufólkið var nokkuð tekið að þreytast á þessu sífellda hátiðarhaldi, en hins vegar voru eyjarskeggjar í fullu fjöri og skemmtu sér kon- unglega. Ungir sem gamlir þökkuðu kalypsosöngv- ara úr næstu ey með dynjandi lófataki. Þetta var feitlaginn, miðaldra maður, sem brosti breitt svo skein í hvítar tennurnar. Hann var víðkunnur fyrir list sína, ekki hvað sízt það, að honum var gefin sú gáfa, að hann gat orkt textana jafnótt og hann söng, og átti það þá til að skjóta inn i hendingum, sem miðaðar voru við aðstæður og vöktu mikla hrifningu og hlátur með áheyrendum. Bonito stóð hjá Lily yzt í mannþrönginni. Höfuð hans var reifað og hann var venju fremur hljóður og stilltur í fasi. „Hvernig líður Hosmer?“ spurði hún. „Þeir i fangelsinu vildu ekki leyfa mér að tala við hann.“ „Hann er eitthvað að átta sig á hlutunum," svaraði Bonito. „Fyrst í stað var hann ekki við- mælandi; hló og hló og talaði í sífellu við þennan náunga, sem hann hafði myrt. En þegar honum var sagt að frænka hans hefði ekki orðið fyrir neinu, var eins og hann kæmist til sjálfs sin aftur. Lögfræðingur hans frá New York er þegar kominn honum til aðstoðar, og liingað til hefur Hosmer harðneitað að láta nokkuð uppskátt varðandi þessa atburði. Hann hefur aðeins farið þess á leit, að ljósaauglýsing sú, sem hann hafði við Breiðgötu í New York verði tafarlaust tekin niður. Eg fæ ekki skilið hvað það kemur þessu við.“ „Vesalings Hosmer." i „Þér ætlið að halda tryggð við hann? Enda þótt hann sitji i fangelsi, ákærður fyrir morð og þátttöku í mannráni — sennilega reynist hann líka sekur um stórfelld fjársvik áður en lýkur." „Heldurðu að mér þyki því aðeins vænt um kunningja mína, að þeir séu ríkir og rati ekki í nein vandræði?" spurði Lily. „Hosmer Smith hefur ratað í vandræði, það er orða sannast. Það getur vel farið svo að hann verði hengdur; að minnsta kosti má telja víst að hann verði dæmdur til langrar fengelsisvistar. En hann hefur verið heppinn að einu leyti — í vali vina sinna.“ „Hosmer vildi aldrei gera neinum mein. Hann mundi ekki sitja í fangelsi núna, ef hann hefði ekki lagt sjálfan sig í hættu til að bjarga vinum sínum. Hvað heldurðu að verði gert við hann?“ „Þér takið ekkert tillit til okkar, senóra. Þetta er stórhættulegt fyrir okkur, sem höfum miklar tekjur af ferðamönnum. Þegar þetta berst út skiljið þér — afleitt, senóra, afleitt. Hvað dómar- arnir gera — hvað get ég sagt um það. Ég er þó heldur vantrúaður á, að hann verði dæmdur fyrir morð. Það er sannað, að Will Roth var vopn- aður skammbyssu, þegar hann gekk á fund hans, og að hann réðist á Hosmer að fyrra bragði. Auk þess er harla líklegt að Will Roth hafi kafnað vegna sjúkdóms, sem hann gekk með, frekar en hitt að Hosmer hafi kyrkt hann til bana. Og hvað fjársvikin varðar, þá hefur Karen lýst yfir þvi, að hún muni ekki höfða mál á hendur honum. Og svo er það með mannránið — svo framarlega sem Hosmer tekur ekki upp á því að bera þar vitni gegn sjálfum sér, verður þar harla fátt á hann sannað, þar sem bæði aðalvitnin, Mick og Will Roth, eru dauðir.“ Lily létti sýnilega. „Kannski það komi þá ekki til þess, að ég heimsæki hann í Sing Sing á hverj- um sunnudegi, þangað til við erum bæði komin á áttræðisaldurinn.“ „Ég vona ekki, senóra.“ „Verði það, þá er að taka því. Það er ekki nein skynsemi i þessu lífi, það er það, sem gerir.“ „Fangelsi," sagði Bonito, „ættu eingöngu að vera fyrir þá, sem ekki hafa lært af reynslunni. Ég geri ráð fyrir að Hosmer Smith hafi lært a£ reynslunni. Hann er maður ákaflega aðlaðandi, og vaflaust er hann bæði duglegur maður og hug- rakkur, þótt hann kunni að vera helzt til metii- aðargjarn. Væri honum enn gefið tækifæri, er vísast að hann reyndist heiðarlegur borgari cg endurgreiddi þá peninga, sem hann hefta- sólundað.“ Framhald á bls. 28. ‘M Ám L VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.