Vikan


Vikan - 23.06.1960, Síða 23

Vikan - 23.06.1960, Síða 23
 Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábnu) AuglýsiuKastjóri: Ásbjörn Magnússon Framk vœmdastj óri; Hiiroar A. Kristjánsson il: H.F. Hitstjórn og auglýsijagar; Skipholti 33. Símar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifingr Blaðadreifing, Miklubraut 15, sími 15017 Verð í lausasölu kr. 15. Áskriflarverð er Prentun: Hilmir h.f. 200 kr, ársþriðjungslega, greiðist fyrírfram Myndamót: Myndamót h.f. Þið fáið Vikuna / hverri viku í næsta blaði verður meðal annars: ♦ Komir þú á Grænlands grund. — Grein um Græn- land og Grænlendinga — ríkulega myndskreytt. ♦ Sumarstúlka Vikunnar 1960. — Sú. f jórða í röðinni: Ágústa Guðmundsdóttir, forsíðumynd og ein síða með viðtali og myndum. ♦ Verðlaunakeppnin — 2. þáttur. Þrenn glæsileg verð- laun. ♦ Benni var erfiður. — Viðtal við Ævar R. Kvaran leikara. ♦ Brúðkaupsdagur unga mannsins, — smásaga. ♦ Siðgæði æskunnar og atómsprengjan. — Eftir Dr. Matthías Jónasson. ♦ Þrjár verur í einum klefa — saga. * f I V — Þetta hefði nú verið kölluð hryggspenna í mínu ungdæmi. V I K A N Hrúts.nerkið (21. marz—20. apr.): Reyndu að vera sem bezt búinn undir þá breytingu, sem þú átt i vændum, annars getur illa farið. Undanfarnar vikur hafa kunningjar þínir verið með dálítið einkennilegt á prjónunum, án þess að þú hefðir hugmynd um, en nú mun ráðabrugg þeirra loks bera ávöxt, og nýtur þú góðs af. Sunnudagurinn verður konum til mikilla heilla. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Þú færist nokkuð rnikið i fang í vikunni, og þú mátt ekki fyllast óþol- inmæði, þótt þú getir ekki framkvæmt allt í einu. Orðrómur gæti komið illindum af stað, ef þú reynir ekki að komast að hinu sanna í málinu. Líklega rætist ein ósk þin um eða eftir helgina, og átt þú það ein- göngu einum í fjölskyldunni að þakka. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Það er sannar- lega brevtinga þörf á högum þínum, og ætti það að vera þér hægðarleikur, þótt ekki líti það þannig út. Gamall kunningi þinn veldur því, að nokkur breyt- ing verður á áformum þínum, en líklega máttu vel við una. Þú munt þurfa að velja milli tveggja kosta í vikunni, og skaltu hugsa þig vel um, áður en þú tekur nokkra ákvörðun Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú hefur farið rétt af stað í máli, sem þér er mjög annt um, en hætt er við að einhver komi þér af réttri braut, ef Þú gáir ekki vel að þér. Þú munt lifa margar ánægjustundir á vinnustað. Lofaðu ekki meiru en unnt er að efna, ef einhver biður þig um aðstoð. Þú munt skemmta þér talsvert miklu meira í þessari viku en undanfarnar vikur. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þú ert allt of hlé- drægur og vantreystir sjálfum þér til svo mikilla muna, að þegar þér berst ómetanlegt tilboð í vik- unni, er hætt við að þú hafnir því einungis sakir þessa. Hér er sannarlega breytinga þörf. Á miðviku- dag ferð þú á stað, sem þú hefur aldrei komið á áður og kemur um leið viðkomandi þægilega á óvart. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þótt þér sé um- hugað um að ná marki því sem þú hefur sett þér, verður þú að muna, að frístundir þinar eru þér bráðnauðsynlegar og ekki ætlaðar til strits. Maður, sem veit ekki hvað hann á að gera við tíma sinn getur orðið þér til ama, og skaltu reyna að bægja honum frá þér með kænsku, án þess þó að hann móðgist. Heillatala 4. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): 1 vikunni verða gerðar miklar kröfur til þin, og bendir allt til þess að þú standist þær kröfur. Þú munt komast að þvi áþreifanlega í vikunni, að þú átt bæði vini og óvini, en til allrar hamingju eru vinirnir yfirsterkari. Eftir helgina ferð þú í heimsókn, og þá er hætt við að þú lendir i einhverjum erjum, en kunningi þinn getur einn komið á sætt- um. Heillatala 6. Heillalitur blátt. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Þú gætir notið lífsins miklu betur, ef þú lærðir að koma auga á hinar jákvæðu hliðar þess í stað þess að þrá í sífellu löngu liðnar gleðistundir. Gerðu strax áætlanir um framtið þina og reyndu að gera kröfurnar sem strangastar, þá blessast allt. Kvöldin verða með allt öðrum blæ en undanfarið, og kvöld eitt eftir helgina ferð þú þangað, sem þig hefur lengi langað til að komast. BogmaÖurinn (23. nóv,—21. des.): Þú verður að fara að öllu með gát í vikunni, því að eitt lítið víxlspor gæti komið þér illilega í koll. Þetta gildir á vinnu- stað jafnt sem heima við. Kunningi þinn, sem í fyrri viku gerði þér rangt til vill reyna að bæta þér þetta, þess vegna skaltu ekki sýna honum þennan kulda. Bréf, sem þér eða einhverjum í fjölskyldunni berst, getur skipt framtið þína miklu. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þú munt þurfa að gera breytingu á vinnuaðferðum þínum, því að þú ert orðinn allt of vélrænn við vinnu þína. Reyndu að fá sem mest út úr vinnu þinni og skapa þér eins mikla tilbreytingu og þér er unnt, annars getur svo farið að þú færð andstyggð á vinnu þinni, og er það miður. Þú ert allt oí hirðulaus i peningamálum. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þú ert að verða allt of þröngsýnn og átt orðið erfitt með að vega og meta skoðanir annarra. Þú Þarft á umhverfisbreyt- ingu að halda, þvi að dapur hversdagsleikinn er far- inn að skilja eftir sig leiðinlega drætti í lunderni þínu. Laugardagur verður konum til heilla en mánudagur körl- um. 1 sambandi við trúlofun kemst allt á annan endann. Fiskmerköi (20. feb.—20. marz): Þessi bölsvni er al- ElTo(J| gerlega óþörf. Reyndu að lita á meðbræður þína. Ekki eru þeir neitt. betur settir en þú. Þú verður að Tir læra að gera þér mat úr þeim gleðistundum, sem dagurinn hefur upp á að bjóða. Þú hefðir gott af því að fara í ferðalag, og skaltu nota fyrsta tækifæri til þess. Seinni hluta vikunnar munt þú finna mikla gleði, ef þú sýnir sjálf- stjórn. Heillalitur karla rautt en kvenna gult. *v!vlv!v*vlv5v!**v!v%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% «♦%%%:

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.