Vikan


Vikan - 23.06.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 23.06.1960, Blaðsíða 25
„Beizk uppskera*' yar fyrsta kvikmynd Silvönu. Ilér er hún að dansa við Vittorio Gasaman. tíð verða fátæka en lífsglaða hrísgrjónastúlkan frá sléttum Norður-Ítalíu — klædd í stutl pils og háa svarta sokka. Silvana varð þrjátíu ára nú fyrir skömmu — það var hinn 23. apríl 1930 að hún sá dagsins ljós í Rómaborg, Þegar hún var fjórtán ára fór hún í dansskóla. Henni sóttist námið mjög vel, enda tók hún það alvarlega eins og raunar allt annað, sem liún tekur sér fyrir hendur. Og í „Beizk uppskera“ mátti sjá, að liún hafði einhvern tíma áður stigið dansspor. Og Silvana liefði áreiðanlega getað orðið dansmær á heims- mælikvarða hefði hún haldið áfram á þeirri Ijraut. En árið 1947 fengu nokkrir kunningjar hana til þess að taka þátt í keppni um titilinn „Ungfrú Róm“. Silvana bar sigur úr býtum, þótt keppnin væri geysihörð. Einn harðasti keppinauturinn var dökkhærð stúlka að nafni Gina Lollobrigida ... En þegar átti að fara að velja „Ungfrú Ítalíu“, dró Silvana sig til baka, — lnin hafði ekki meiri áhuga á fegurðarsamkeppnum. Þess ístað lau khún við dansskólann og starfaði um skeið sem sýningarstúlka. Hún fékk einnig nokkur smáhlutverk i fræðslu- kvikmyndum, sem amariska lijálparstofnunin C.A.E.E. y'crði. ÞAÐ var um þetta leyti sem ítalski leikstjórinn Giuscppe De Santis var að leita með logandi ljósi að stúlku til að leika aðalhlutvrekið i kvikmyndinni „Beizk uppskera'*. Honum voru sýndar nokkrar myndir af Silvönu og þar með var málið leyst. Silvana var ráðin á stundinni. Og hvorki hún eða De Santis hafa þurft að sjá eftir því! Eftir sigurinn i „Beizk uppskera“, streymdu auðvitað kvik- myndatilboðin úr öllum áttum til Silvönu. Hún gerði margra ára samning við „Lux film“. Af þeim myndum sem Silvana lék í næstu árin munum við bezt eftir „Önnu“, en þar þurfti Silvana á allri sinni dans- og söngkunnáttu að halda. Meðan verið var að taka kvikmyndina hitti Silvana ungan kvikmyndafram.eiðanda, Dino De Laurentiis að nafni. Og 7. júlí 1949 gengu þau í heilagt hjóna- band. De Laurentiis vildi auðvitað reyna að finna hlutverk, sem hæfði hinni ungu og fögru konu sinni, í sínum eigin kvikmyndum, og það fann hann i myndinni „Sjóhetjan" (Ulysses). Þar leikur Silvana tvö lilutverk — leikur bæði hina lokkandi seiðkonu Circe og hina tryggu eiginkonu Ulysses, Penelope. Silvana skilaði báð- um þessum verkefnum með ágætum. Áður cn hún tók til við næstu mynd sína, „Mambo“, fór hún á fimm mánaða dansnámskeið til liinnar þekktu danskonu Katherine Dunham. Eftir það fannst hcnni lnin geta tekið við hlutverkinu — stúlkan sem var „fædd til að dansa“. SILVANA hefur komist lijá því að lenda í ákveðnum „hlut- verkabás", eins og oft vill koma fyrir leikkonur, sem verða snögglega frægar. Hún hefur liaft til meðferðar hin ólíkustu hlutverk. í mynd Vittorio de Sicas, „Gold of Naples", lék hún t. d. litið, en mjög erfitt hlutverk. En meðferð Silvönu á því hlut- verki skipaði henni í fremstu röð ítalskra skapgerðarleikkvenna. í myndinni „Menn og úlfar“ leikur lnin á móti Yves Mortand hinum franska, á móti Antony Perkins í „Heitu árin“, og í „Hið • mikla stríð“ á móti Vittorio Gassman. Hún hefur einnig verið driffjöður i kvikmyndaiðnaði eiginmanns síns og gert margar hans myndir heimsfrægar. Ein af þeim, „Dóttir hershöfðingjans“, verður sýnd í Tjarnarbíó núna á næstunni og er stuttur efnis- úrdráttur úr myndinni á bls. 34 hérna i blaðinu. Þrátt fyrir alla sína leiksigra vill Silvana alls ekki láta kalla sig „stjörnu“. Ég er aðeins leikkona, segir hún. Henni finnst allir ljósmyndarar — utan kvikmyndaversins — vera plága og neitar að stilla sér upp fyrir framan myndavélar þeirra. Svo þeir verða að hafa fyrir þvi að ná myndum af lienni án hennar hjálpar. Hún liatar einnig að sýna sig sérstaklega á opinberum stöðum, og að taka þátt i veizlum „fina fólksins". Fram yfir allt annað tekur Silvana heimilislífið. Hún er mjög lieimakær og miðpunktur tilveru hennar eru jjau Dino, Rafaella. Veronica og Frederico. — Mér þykir mjög gaman að leika, segir Silvana. — En ég álít að staður konunnar sé fyrst og fremst heimilið og uppeldi barna hennar sé stærsta verkefnið. Ég læt starfið við kvikmyndirnar aldrei ganga út yfir börnin mín. Mitt stærsta hlutverk mun ávallt verða hlutverk móðurinnar. ★ Silvana fórnaði sínu fagra hóri, er hún tók við nðalhlutverkinu í „Jovanka“, sem er áhrifamikil kvikmynd um skæruhernað í Júgóslavíu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.