Vikan


Vikan - 23.06.1960, Side 33

Vikan - 23.06.1960, Side 33
Sumarstúlka Framh. af bls. 6. kannski segja, að það sé að \era í sveit, að vera í skóla á Núpi í Dýra- firði. Það er að minnsta kosti ekki í kaupstað. — Hefur þú auðgað anda þinn þar vestra? — Ég var þar i vetur og lauk það- an gagnfræðaprófi. — Og síðan hefur þú verið í Holts Apóteki? — Ég gerði námssamning við apótekið og ætla mér að Ijúka þess- um þriggja ára námstima, sem þarf til þess að verða defektrice, eins og það heitir á fagmáli. — Hvaða róttindi veitir þetta náai? — Þá hefur maður réttindi til þess að afgreiða í lyfjabúðum. — Er þá ekki liægt að ráða sig til afgreiðslustarfa í apóteki án þess að hafa þetta próf, eins og í öðrum búðum? — Jú, það er hægt, en það eru betri kjör fyrir þá, sem hafa lokið þessu námi. — Svo þegar starfsdeginum er lokið — hvað gerir þú þá við tim- ann? — Ja, þaö veit ég eiginlega ekki, ekkert sérstakt held ég. Stundum er ég í skapi til að lesa og þá les ég, ef ég hef einhver skemmtileg tíma- rit við höndina — eða Vikuna. Já, stundum les maður hana. — Ekkert annað lesefni? — Jú, skáldsögur, sérstaklega ástarsögur. — Þar sem elskendurnir ná sam- an i lokin og allt fer vel ... — Já, endilega þannig. Aukið blæfegurð liársins . .. með hinu undraverða WHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . þetta undraverða shampoo, sem gefur hárinu silkimjúka og blæfagra áferð. petta ilmríka WIIITE RAIN shampoo . . . gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár- greiðslu yðar. petta frábæra WHITE RAIN shampoo . . . lætur æskublæ hársins njóta sín og slær töfraljóma á það. Hvítt fyrir venjulegt hár — Blátt fyrir þurrt hár — Bleikt fyrir feitt hár. WHITE RAIN shampoo-hæhr yðar hári. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgótu 103 —- Simi 11275. — En ekki liggurðu alltaf yfir lestri. — Nei, svo sannarlega. Stundum fer ég í bió, sérstaklega ef það eru góðar dans- og söngvamyndir og fínar myndir, sem fara vel. — Það sýnir gott innræti, að þú vilt láta sögur og myndir fara vel. — Geturðu nefnt mér einhvern uppáhaldssöngvara, sem þú vilt ógjarna missa af. — Ég er nú hrædd um það. Presley er sá eini, hann er alveg kóngur. — Jæja, er það svo. Þú spilar kannski á gitar eins og hann. — Ja, ég spila á gitar já. — Og stendurðu þá gleitt eins og Presley og tekur bakföll? — Nei, ertu frá þér. Ekki svo að skilja, að ég hafi ekki gaman af klassiskri músik líka — jafnvel fúgum og prelódium. — Ertu eina barnið á bænum? — Ég á tvo bræður, einn eldri og annan yngri. — En enga systur? — Nei. — Svo þú hefur þá euga til að rífast við. — Jæja, mér finnst nú vera liægt að rífast við l)ræður sína. — En það gerir þú auðvitað ekki. Svo er annað, sem mig langar til að spyrja um, því að allir vilja örugglega vita það: Ertu trúlofuð eða nokkuð í þá átt? — Eg kann ekki við að svara því. — Þú veizt kannski ekki, hverju þú mátt svara? — Nei. —■' Gæti verið ábyrgðarhluti að segja eitthvað? — KannskP já. Við skulum alveg sleppa því. Svo þurfti hún að fara út og mátti ekki vera að þvi að tala meira við okkur. Það var líka föstudagskvöld og vor i loftinu og liann búinn að marghringja meðan á samtalinu stóð. Hún ætlaði út að dansa — sagðist þó ekkert hafa neitt óskap- lega gaman af þvi, en færi eftir þvi við hvern lnin dansaði. Hún sagðist helzt fara í Þórskaffi þegar KK- sextettinn skemmti þar og í Sjálf- stæðishúsið. Og með það var hún farin ... ★ — Ég tek kökukeflið með mér — að öðrum kosti verður maðurinn yð’ar nvefi sífclldan beilaJuútiatf. — Þú færð tvo gúmifiska með stöng- inni þá þarft þú ekki at koma tóm- hentur heim. — Okkar á milli sagt Aldis mín. Ég hef þá raunasögu að segja að sannleikurinn er ekki alltaf sagna beztur, þvi að það lítur út fyrir að illa muni fari fyrir mér af því að ég var svo vitlaus að vera hrein- skilin og segja sannleikann. Þannig er að ég er trúlofuð inanni sem ég elska heitt og innilega og vegna þess að mér fannst að allt yrði að vera hreint og beint okkar á milli þá sagði ég honum frá ástar- ævintýri sem ég lenti í fyrir löngu og sem var einskis virði. Hann tók þvi ekkert illa í byrjun, sagði að það hefði ekkert að segja en svo breytt- ist hann, kom með alls konar dylgj- ur og fór að kalla mig ýmsum ónöfn- um. Þrátt fyrir allt þetta vill hann ennþá giftast mér, en ég er hrædd við framtíðina og er að velta því fyrir mér hvort þetta geti nokkurn tíma blessast með okkur ef hann getur ekki gleymt þessu. Ef ég að- eins hefði þagað þá hefðum við ver- ið alsæl í dag. Það er kannske ekki fallegt af mér að segja það, en min reynsla er sú að það er ekki ein- hlitt að segja alltaf sannleikann. Þín einlæg, S. J. Kæra S. J. Oft má satt kyrrt liggja, eins og þar stendur, en þér fannst rétt að segja frá þessu og það sýnir ekki svo lítið hugrekki. Viðbrögð hans og framkoma eru hins vegar heldur lítilfjörleg, þó hlýtur hann að skilja að þetta er grafið og gleyrnt af þinni hálfu, en það er eins og stolt hans sé sært og þess vegna reynir hann að særa þig. Mér finnst að þú ættir að segja honum að þú giftist honum ekki eins og allt er í pottinn búið, því að þótt þið séuð ástfangin, þá er það ekki nóg til að byggja hjónaband á held- ur kemur þar til ýmislegt fleira svo sem góðvild.. vinátta og traust. Ef hann getur ekki látið af þessu nöldri um fortíð þína þá er bezt fyrir ykkur að slíta kunningsskapn- um strax. Beztu kveðjur, ÁMfe. 33 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.