Vikan - 23.06.1960, Blaðsíða 35
Volkswagen-
kvartettinn
Evrópskir bilaframleiðendur hafa
lengi háð mikla baráttu fyrir því að
gera bíla sína vinsæla á amerískum
bílamarkaði. Og hér er dæmi um það,
að þeir hafa ekki til einskis barizt:
Nýr söngkvartett í Hollywood gat
ekki fundið upp á neinu öðru nafni
til að gera sig sem vinsælastan held-
ur en ... The Volkswagens!
Forseta-tár
Sorg — eða?
Hér er um dálítið óvenjulega erfis-
drykkju að ræða. Syrgjendurnir eru
félagar i piparsveinaklúbb í London.
Tilefnið er, að klúbburinn hefur
misst einn vinsælasta félaga sinn,
Anthony Armstrong-Jones. Myndin er
tekin við erfis-miðdaginn, og kerta-
ljósið logar til minningar um þann,
sem féll — í fang prinsessunnar.
'&Ií&cJhúl
ffo&ky&unnáh
Eisenhower er að gráta. Hvað
skyldi hafa komið fyrir? O, ekki al-
varlegra en það, að lögreglan i
Uruguay þurfti að grípa til táragass-
ins, þegar hann kom þar við á yfir-
reið sinni um Suður-Ameríku fyrir
skömmu.
Sykur er
hættulegur
Margar konur gera hvorki sætt
kaffi né te i þvi skyni að forðast að
innbyrða of margar hitaeiningar. En
þær mega ekki gleyma því. að það
eru fleiri hættur á ferðinni i sam-
bandi við sykurinn, þvi að hann er
einn versti óvinur tannanna. Mæður
eru aldrei of oft minntar á það að
gefa börnunum ekki sætindi. Það er
haft fyrir satt, að danskur tannlækn-
ir hafi dregið margar tennur úr eins
og hálfs árs gömlum dreng, og var
sælgætisáti kennt um. Um 15 gr af
sykri eru nægilegt magn daglega fyr-
ir hvern mann, en flestir nota allt
upp í 100 gr að viðbættum sæt-
indum!
— Ég er orðinn hundleiður á þess-
ari heysátu-hárgreiðslu á konunni
minni, sagði forstjórinn við hár-
greiðslumeistarann. — Síðast, Þegar
hún kom frá yður, var hárið á henni
eins og trosnaður gluggakústur. Ég
vil bylgjur, djúpar og fallegar, —
skiljið þér það.
— Alveg sjálfsagt herra minn, þér
skuluð svo sannarlega fá bylgjur og
meira að segja svo djúpar, að þér
verið bullandi sjóveikur af að horfa
á þær.
teœ&steápur 1251»,.
H.f. Raftækjaverksmiítjan
HAFNARFIRÐI — SlMAR: 50022 OG 50023