Vikan - 30.06.1960, Blaðsíða 4
Bandaríkjamenn hafa herbækistöðvar á Grænlandi, en það eru
einu staðirnir, þar sem tækni kjarnorkualdarinnar er notuð. Hjá
Grænlendingum sjálfum gengur lífið á þann hátt, sem það gerði
um aldamótin á íslandi. Hér sjáum við bónda, sem stendur að
slætti með orfi og ljá, en fjöllin eru víðast grýtt niður f sjó og
slægjur og haglendi mjög af skornum skammti.
Við botninn á firði Eiríks rauða, hjá Narsarssúak, er nin mikla herstöð
Bandaríkjanna, Bluie West Point 1. Hún er ekki virki eða kastali, heldur
einfaldlega stærðar-flugstöð með tilheyrandi viðgerðarsölum, olíugeym-
um og öðru slíku, — lendingarstöð fyrir millilandaflugvélar, sem eru á
leið úr heimahögum — út í viða veröld.
Hinar risavöxnu þrýstiloftsflugvélar nútímans eyða geysimiklu elds-
neyti, og flugvöllurinn er Þannig staðsettur, að þeim er nákvæmlega ætlað
að ná þangað frá sams konar flugvelli á Nýfundnalandi.
Mér er sagt, — en ekki ábyrgist ég, að Það sé sannleikur, — að þótt þota
tefjist ekki nema um einar þrjár mínútur á þessari langleið, hafi hún eytt
hverjum einasta dropa af benzíni og verði að nauðlenda.
En hér er nauðlending lífshættulegt fyrirtæki. Flugvöllurinn er um-
kringdur tröllauknum fjallatindum, sem yfirleitt er hægt að komast yfir
á hinum umræddu þremur mínútum. En að baki þeirra breiðast víðerni
hins mikla Grænlandsjökuls, og hann er líka þakinn gjám og gljúfrum.
Bluie West stöðin var byggð á stríðsárunum. Á þeim árum drógust
strendur Grænlands iðulega inn i hernaðaraðgerðirnar í orðsins fyllstu
merkingu. Þar gengu Þjóðverjar oft í land, á austurströndinni, settu Þar
upp veðurathuganastöðvar og útvarpssendara, er hvort tveggja hafði mik-
ið hernaðargildi.
18111181
\ 4'
■■
;
; ;: :
Wm
.
;:■ ■
;í%::
■ \ ■'
-jív/, ■ &■■■» ;
»1*
HisplHI
ÍIÍSÍÍ