Vikan


Vikan - 30.06.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 30.06.1960, Blaðsíða 7
j!8j!8SS^ Stúlkur úr Húsmæðraskóla Reykjavíkur tóku lagið með hljómsveitinni ásamt Baldri Gunnarssyni dansstjóra. Það er dálítið erfitt að fást við vínlöggjöfina Sagt frá heimsókn í Þórskaffi á gömlu dansana. Merkilegt, að þessi hús skuli þrifast hlið við hlið, segja menn um nábýli Röðuls og Þórskaffis. Sannleikurinn er hins vegar sá, að bæði munu þau njóta góðs af nærveru hins. Þegar menn hafa komið við á barnum á Röðli og feng- ið sér einn gráan, þá vaknar sú spurning, hvort ekki sé langsnjallast að skella sér á ball í Þórskaffi, — það er, hvort sem er, svo stutt að fara. — Og svo lenda menn á balli í Þórskaffi. Þetta kaffi, sem er þó ekk- ert kaffi, heldur samkomuhús og kennt við gamla Þór, var lengst af í húsi Sveins Egils- sonar við Hlemmtorg, og eiga vafalaust margir sælar endur- minningar þaðan. Nú er fyrir- tækið komið á fermingarald- ur, vcrður meira að segja fimmtán ára á þessu ári, svo að það er að byrja að verða virðulegt. Þess vegna litum við þar inn eitt fimmtudagskvöld og hittum fyrst dyravörðinn, Karl Jónsson, sem er búinn að vera við dyravörzlu í Þórs- kaffi frá byrjun. Hljómsveitin. sem leikur fyrir dansinum, er hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar, en liann leikur á alt-saxófón og kontrabassa. Jóhannes Jó- hannesson leikur á harmon- íku, Taage Möller leikur á píanó, Bragi Hlíðberg, ledkur á harmoníku, Magnús Randrup, á harmoniku, Ole Östergaard, á gitar og Karl Karlsson á trommur. Söngvari með hljóm- sveitinni er Gunnar Einars- son. Dansstjóri er Baídur Gunnarsson. Við náum tali af hljómsveit- arstjóranum, Guðmundi Finn- björnssyni. — Sæll, Guðmundur, hvað eruð þið búnir að æfa þessa hljómsveit lengi? — Meiri hluti af mönnun- um hefur spilað saman í noklc- ur ár, en ég tólc við lienni um síðustu áramót. — Voru þessir menn allir í henni þá? — Nei, þá var Magnús Randrup ekki með. Þeir spila til skiptis Bragi og Magnús, Magnús á fimmtudögum, en Bragi á laugardögum, og þar sem þeir eru báðir fyrsta flokks harmonikuleikarar, fæst meiri fjölbreytui í músik- ina með þvi, að þeir séu til skiptis. — Komið þið mikið með nýtt? — Já, við reynum að koma með að minnsta kosti eitt til tvö ný lög á viku. — Þið keppið auðvitað að því að hafa alltaf nýj- ustu lögin eða þau, sem eru vinsælust hverju sinni? — Já, já, við reynum það. — Og er þetta vel sótt? — Já, það er undantekning, ef ekki er fullt hús. — Það hlýtur að vera meira gaman að spila fyrir fullu húsi en þegar kannski eru aðeins nokkrar hræður? — Já, það er mikill munur, það kemur manni i miklu betri stemmningu. — Finnst þér svipað fóllc stunda gömlu og nýju dansana? — Nei, — það, sem stundar gömlu dansana, kemur til að dansa og kemur þá strax og húsið er opnað. En það, sem stundar nýju dansana, virðist koma meira til að vera innan um fólk og hlusta á músík, því að flest af þvi kemur ekki fyrr en rétt fyrir lokun. Allt í einu kemur Jóhannes og segir: — Myndin er ónýt, maður. — Ha, hvða segirðu, maður? Hvað er að? — Það var skakkt á mér bindið. Og með það er hann farinn. Næst náum við í Gunnar Einarsson, — þann, sem syngur með hljómsveitinni. — Er langt síðan þú byrjaðir að syngja opinber- lega? — Ég byrjaði eiginlega 1945 og er búinn að syngja öðru hverju siðan. Þá stofnuðum við fjórir félagar kvartettinn Leikbræður og sungum saman í um það bil 10 ár, — þó ekki samfleytt. — Hefurðu ekki eitthvað sungið með kórum? — Ég var með Útvarpskórnum og Þjóðleikhúss- kórnum næstum frá byrjun og í nokkur ár með Karla- kór Reykjavíkur. — Hvernig finnst þér nú að syngja á dansleikjum, — það hlýtur að vera öðruvisi en í kórum? Framhald á bls. 35. Salur Þórskaffis og hljómsveit. Efri röð frá vinstri: Taage Möller, Jóhannes Jóhannesson, Guðmundur Finn- björnsson hljómsveitarstjóri, Ole Östergaard, Karl Karlsson. — Neðri röð: Bragi Hlíðberg, Baldur Gunnarsson dansstjóri og Gunnar Einarsson söngvari.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.