Vikan


Vikan - 30.06.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 30.06.1960, Blaðsíða 31
Komir þii á €írænlaii(lsgruiHl Framhald af bls. 5. smyglað út af stöðinni. Sé þau einhver þar að finna, eru þau auðvitað stranglega falin forvitn- um augum. Auk þess ar fátt um erlenda ferða- menn í Grænlandi. Það er aðeins á einum stað, sem óviðkomandi umferð er stranglega bönnuð: Nálgist maður deild þá i stöðinni, þar sem hinar ógiftu skrifstofu- stúlkur eru búsettar, er þess ekki langt að bíða, að lögregluvörður komi i ljós og vísi manni brott, vingjarnlega, en mjög ákveðið. Hver veit, nema þessar ungu stúlkur séu eina hernaðarleyndar- málið, sem flugstöðin býr yfir. En það, sem venjulegum dönskum ferðamanni leikur forvitni á, er í rauninni alls ekki þessar herstöðvar, sem hann kann engan veginn um að dæma. Nei, það er að hitta hina bandarísku menn sjálfa! 1 Narsarssúak finnst manni eins og komið sé til Bandaríkjanna. Allt er vélrænt, allt á fleygi- ferð. Vörubílstjórinn jóðlar tuggugúm með öllu niðurandlitinu. En sé maður fótgangandi, stöðvar hann bifreið sina ósjálfrátt og býður manni upp í. Annars ganga almenningsvagnar með jöfnu millibili eftir vegunum, breiðum og malbikuðum. Bandaríkjamaður fylgir sínum eigin venjum, hvar sem hans verður vart 1 veröldinni. Á hverj- um morgni drekkur hann tómatsafa sinn, sem að minni hyggju er bæði þefillur og heilsuspill- andi, og á hverjum sunnudegi gengur hann i guðshús. Á hverju laugardagskvöldi hvílir hann sín lúnu bein í klúbbnum, þar sem hljómsveitin leikur óaflátanlega með þeim djöfulgangi, að vilji einhver láta annan heyra til sín, verð.ur hann að öskra eins og vitlaus maður. Ef þaö er hvíld, hljóta þeir að hafa taugar úr stálvir! Á vínstofu klúbbs- ins auglýsa þeir jökul-ís. „Isinn, sem þér fáið út í viskiið yðar, er að minnsta kosti tveggja millj- ón ára gamall." 1 annarri vistarveru spila þeir andaspil og kalla það Bingó. Aðalvinningurinn er 400 dollarar, og hvert borð er þéttsetið. Auk þessa hafa þeir keiluspil, bókasafn og kvikmyndahús, sömuleiðis útvarpsstöð, sem mikið er hlustað á, einkum og sér í lagi hljómplötutónlist, sem aldrei þagnar. Verið er að reisa heljarmikla sjónvarpsstöð. Hvenær skyldum við Danir komast-sjálfir svo langt á Grænlandi, þar sem við getum jafnvel ekki tryggt ibúunum sæmileg hlustunarskilyrði? Á Grænlandi eru allir bæir örsmáir, jafnvei á danska vísu. I þeim fjölmennustu búa aðeins 1.200 manns. En á Bluie West eru líklega þrefalt fleiri íbúar, og það eitt út af fyrir sig gerir stöðina að undri í þessu landi fólksfæðarinnar. Hér eru rafmagnsgötuljós og umferðarlögregla, miðstöðv- arhitun i öllum húsum, vatnssalerni og kæliskáp- ar. Ójá, hér eru meir að segja talsímatæki! NARSARSSÚAK þýðir Sléttan mikla. Banda- rikjamenn hafa stækkað hana enn meir. Klétta, sem þeim eru til fyrirstöðu, sprengja þeir blátt áfram í loft upp. Svo koma þeir með stórvirkar vélar á eítir, og slétta staðinn. Yfir árdalinn hafa þeir gert langa hengibrú. Timburskúrana, sem hróflað var upp á stríðs- árunum, eru þeir óðum að rífa og reisa í þeirra stað betri hús úr schok-steypu. Schok er hollenzkt orð og þýðir viðbragð eða hristingur. Þessi tegund steinsteypu er hrist til í mótunum á sérstakan hátt, sem gerir það að verkum, að hún springur ekki í frostum og getur því haldizt óskemmd til dómsdags. Fer ekki hjá þvi, að manni verði að hugsa sitt af hverju um, að dvöl Bandaríkjamanna á Grænlandi sé fyrirhuguð lengri en til nokkurra nátta. Ýmis virðuleg dönsk fyrirtæki vinna að þessum byggingum, og sömuleiðis hefur bandarískt bygg- ingarfélag hönd í bagga með sumum framkvæmd- um á stöðinni. Hinir faglærðu verkamenn, sem vinna þarna, hafa allt að fimmtíu dollara í laun á dag. Þeir vinna sunnudaga jafnt og virka daga, tíu stundir á dag, með miklum hraða. Tómstund frá vinnu gefa þeir sér ekki nema einu sinni á ári: nokkra klukkutíma á jóladaginn til þess að fara í kirkju, áður en þeir setjast að kalkúna- steikinni. Þegar vinnudegi er lokið, fleygja þeir sér í rúmið, en þeir sofa i stórum sölum, sem engin húsgögn eru i utan hundrað kojur í tveimur hæð- um eða fleiri. Af heimilislífi hafa þeir ekkert að segja, þetta er þrælavinna, sem þeir hafa sjálfir gengizt undir af fúsum vilja, en Þeir hafa ágætis-viðurværi og ofsalaun. Þegar vinnusamningur þeirra er á enda, geta þeir snúið til síns heima sem efnaðir menn, — þó að því tilskildu, að þeir hafi ekki eytt öllu kaupinu í Bingó eða kanadískum póker, sem er vinsælasta fjárhættuspil þeirra á flugstöðinni. E'itthvert hið stórfenglegasta í Bluie West eru þó sorphaugarnir, sem Bandaríkjamenn kalla „the durnp". Þar fær maður greinilega hugmynd um, hvernig rík iðnaðarþjóð getur leyft sér að fara með það, sem við hinir köllum verðmæti. Ég geri ráð fyrir, að sorphaugar þessir séu svo sem tíu til tuttugu sinnum stærri en Kóngsins Nýjatorg. Þar er hver einasti fersentímetri hlað- inn úrgangi. Þangað hefur verið fleygt að minnsta kosti sextíu bifreiðum, en af þeim er helming- urinn ekki nema ársgamall eða varla það og eng- in vandræði að aka þeim, ef aðeins er hellt á þær benzini. Hér liggja mörg hundruð metrar af raf- magnsleiðslum, gildum og grönnum, pípur og sambandshlutar af öllum stærðum, allt spánnýtt og af beztu gerð. Þarna eru gamlir sjálfspilarar, götuvaltarar, rafhreyflar, lyftikranar, skurðgröf- ur, allt hugsanlegt efni tií klæðningar, áhöld í ótölulegri mergð. Á einum stað sá ég stóreflis-fjall af dýrindis sjúkrarúmum með hreyfanlegri sjálfstillingu bæði til höfða og fóta. Á öðrum stað stóð tröllaukinn brunabíll. Hvað að honum amaði, var mér ekki kunnugt, en utan á honum héngu geysimiklir vafningar af splunkunýjum, ónotuðum bruna- slöngum, sem ýkjalaust hefðu náð yfir mörg hundruð metra vegalengd. Enginn hafði gert sér það ómak að kippa þeim af bílnum, áður en hon- um var skutlað út á skarnhauginn. Okkur, sem komum frá litlu og fátæku landi, kemur þetta svo fyrir sjónir sem hér sé hirðu- leysislega farið með mikil verðmæti. En án efa eru f^stir samningar milli Bandarikjahers og hinna 'miklu bifreiðaverksmiðja. Eftir þeim er hægt að skipta á svo og svo stórum hundraðshluta bifreiðaviðskiptanna á ári, svo að verið getur, að ekki borgi sig alltaf að senda bilaðan vagn til viðgerðar. r „einúm dögum fyrr hafði ég heimsótt nokkra danska fornfræðinga í Jakobshöfn. Þar voru Þeir m_ö spaða og teskeiðar að grafa ofan af elztu byggð Eskimóa, sem vitað er um á Grænlandi. Meú hárfínni nákvæmni skófu þeir ofan af smá- spýtum og steinflísum, sem voru á stærð við tveggjaeyring, sem og beinaleifum, er lyrir þeirra fræðimannsaugum færðu sönnur á mörg þúsund ára gamalt þjóðfélag Eskimóa á þessum stað. Hann var stórfenglegur með öðrum hætti, hinn nýi, tröllaukni sorphaugur í Narsarssúak! En leyfum honum að eiga sig í tvær þúsundir ára. Glerbrotin í honum eru óforgengileg, — sennilega verður allt annað að engu orðið eftir þann tíma. Ex danskur afurðasali fengi einkaleyfi á að gera sér verð úr því, sem á „dumpinum" er sam- an komið, yrði hann auðugur maður á fáeinum árum. Hann mundi aðgreina hvað eina sem vand- legast. Kanadíska fyrirtækið, sem ryður staðinn, gengur harkalegar að verki. Annað hvert ár sendir það hingað stóreflisvél, sem klemmir allt flatt milli sterkra stálkjafta og siglir svo burt með öll herlegheitin. Þar sem Bluie West stöðin var reist, stóð í þann tið, er Norðurlandabúar bjuggu í þessu landi, það er að segja fyrir þúsund árum, stórbýli eitt, er Stokkanes hét. Þar gaf Eirikur rauði land einum hinna tryggustu vina sinna. Sjálfur bjó hann hinum megin fjarðarins, sem á þessum stað mun vera sex til sjö kílómetrar á breidd. Ef bjart er veður, má sjá bæina í hlíðinni á móti. Þar var Brattahlíð, mesta höfðingjasetur Grænlands, í gróðursælasta beitarhéraði landsins. 1 snarbrattri hlíðinni upp frá bænum hefur hann staðið margan daginn, hinn gamli höfðingi, og skyggnzt út yfir fjörðinn, þegar skips var von frá heimalandi hans. Framhald á bls. 33. ÚR KLUKKUR ÚRABÖND þekkt merki NIVADA — PIERPOINT TISSOT — ALPINA KIENZLE — JUNGHANS Til tækifærisgjafa: stál, teak, silfur og silfurplett- vörur. Mdonús E. Bnldvinsson úrsmiður, Laugavegi 12. — Sími 22804. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.