Vikan


Vikan - 30.06.1960, Blaðsíða 21

Vikan - 30.06.1960, Blaðsíða 21
ir hins rænda borps. Hann kom niður í fjöruna rétt eftir að bátnum, sem hafði unnustu hans innanborðs, var ýtt úr vör. Er Kormlöð sá, hver kominn var, kallaði hún til hans og bað hann að forða sér. Henni gæti hann hvort sem væri ekki hjálpað. Sumir víkinganna vildu leggja að landi á nýj- an leik og hafa hendur í hári þessa fífldjarfa ung- mennis, sem stóð í flæðarmálinu, með reidda öxi og lét bölbænunum rigna yfir þá. En Fróði Har- aldsson lagðist gegn því. Taldi hann, að hér væri um hp’'hr-agð Vestmanna að ræða. Mundi vopnað lið þeirra liggja í launsátri í skógarjaðrinum og bíða þess, að þeir stigju á land á ný, til þess að ráðast á þá. En bölbænum Kórmáks svaraði vík- ingaforinginn með því að hefja Kormlöðu á loft og svipta náttserknum af hénni, svo að hún blasti allsnakin við vikingunum, sem ráku upp fagn- aðaróp og öskruðu frýjuorð til Kórmáks, en hann stóð enn ráðalaus i flæðarmálinu og gat ekki annað gert en að munda öxina og formæla. Hann hafði varla sinnu á að svara, er Kormlöð kallaði til hans kveðjjiorð og sagðist fyrr skyldu láta lífið, en að þýðast vikingana. Kórmákur festi sér í minni svip foringjans og hét því að hann skyldi ekki þurfa að kemba hærurnar, ef hann fengi einhverntíma færi á honum, en það var auðvitað mjög ólíklegt. Nú lagði einn víkinganna ör á streng og skaut að Kórmáki og kom skotið í handlegg hans og stóð í beini. Hann reif þegar í örina og vildi kippa henni út, en agnúarnir héldu á móti og fékk hann ekki hnikað henni. Sársaukinn, sem þessu fylgdi, olli því að hann hné í ómegin og rankaði ekki við fyrr en þorpsbúar fundu hann í fjörunni. Var þá komið fram yfir nón og vikingaskipið sást við sjónhring sigla burtu fullum seglum. Gamli presturinh lét þegar bera hann i útihús,- sem sloppið hafði við eld víkinganna, og skar þar örvaragnúana út úr holdi hans og lagði græðandi jurtir við sárið. Greri það fljótt, því að Kórmákur var ungur og hraustbyggður. Eftir þennan atburð var Kórmákur vart mönn- um sinnandi. Fyrst í stað vildi hann helzt safna liði og veita víkingunum eftirför og freista þess að bjarga unnustu sinni úr höndum þeirra. En gamli presturinn og aðrir góðir menn fengu kom- ið honum í skilning um, að slíkt væri óðs manns æði. Þótt honum tækist að safna liði, sem litlar líkur voru til, yrði ennþá torveldara að komast yfir haffært skip. Og þótt skipið fengist, þá vissu þeir ekkert hvert skyldi leita víkinganna. Heim- urinn var stór og ekki auðvelt að leita að henni vesælli ambátt i honum öllum. Hið viturlegasta, sem Kórmákur gæti gert, væri að reyna að gleyma Kormlöðu og fá sér aðra konu og eignast börn og buru. En Kórmákur tók því fjarri, sagðist aldrei mundu fella ástarhug til ann- arrar konu og mundi hann syrgja unnustu sína alla ævi. Réð presturinn honum þá til þess að leita til klausturs Patreksbræðra og gefa sig heilögum Patreki á vald. Mundi hann einn vera fær um að gefa honum sálarfrið sinn til baka. Það varð úr að Kórmákur Gilsson leitaði á náðir klaustursins á Fögruvöllum og var tekinn sem ungbróðir. Dvaldist hann þar um nokkurra ára skeið, en fékk ekki upptöku, sem fullgildur reglu- bróðir, því að hann aftók, að gera það heit að elska óvini sína. Einnig harðneitaði hann, að biðja fyrir víkingunum, sem námu unnustu hans á brott og biðja guð að uppljúka augum þeirra og leiða þá á veg hjálpræðisins. Aö öðru leyti var ekki hægt að finna að hegðun hans. Dag einn, er Kórmákur hafði verið fimm ár á vist með munkunum, kallaði ábótinn hann á eintal og hóf máls á þessa leið: — Sonur sæll, þú hefur nú dvalizt hér hjá oss sem ungbróðir nokkur ár og ekki treyst þér enn til þess að vinna munkaheitið. Ég hygg, að það yrði helzt til þess að mýkja hjarta þitt, að þú gerðist einsetumaður og drægir þig algerlega út. úr hinum syndum spillta heimi á eyðieyju, eða. öðrum afskekktum stað. Hvernig lízt þér á það? Kórmákur svaraði og laut höfði: — Þú veizt. það, faðir, að ég get ekki gleymt þeirri stund, er vikingarnir drógu heitmey mina nakta um borð í skip sitt. Mér svellur jafnan móður, er ég hugsa. til þeirrar svívirðu, sem þeir hafa án efa gert henni síðan, hafi hún haldið lífi. Ég get beðið guð að fyrirgefa þeim, en í hjarta mínu hata ég þá enn, hvað sem tungan mælir. Ég vil gjarnan fara að þínum ráðum en bið mig ekki að játa það með tungunni, sem hjartað neitar. Ábótinn vikaði við og mælti: — Vesalings villu- ráfandi sonur. Illt er að geta ekki mýkt hjarta þitt, en það er ekki á mínu valdi. Slíkt getur enginn, nema guð og hinn heilagi Patrekur, lofað sé hans nafn. Einveran gæti kannski auðveldað guði leiðina að hjarta þínu. Heyr nú tillögu mína: Svo segir Beda prestur hinn fróði, að í norð- vestri sé eyland eitt mikið og fagurt, en óbyggt með öllu. Land þetta nefnist Thúle. Þangað hafa oftsinnis leitað einsetumenn, og sumir komið aft- ur og sagt fregnir af landinu. Þar er mjög skógi Niðurlag í næsta blaði. Fróði Haraldsson hóf meyna á loft og ögraði Kórmáki sem stóð ráðþrota í fjörunni. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.