Vikan - 30.06.1960, Blaðsíða 20
m m$ur ú a
Snemma um morguninn rann víkingaskipið inn
á voginn. Ibúar litla, írska fiskiþorpsins lágu
flestir steinsofandi i rekkjum sínum, er hið segl-
prúða langskip renndi festum rétt utan við land-
steinana.
Gamli presturinn var árrisull. Hann staulaðist
út í hlaðvarpann til Þess að heilsa hinum nýrunna
degi með auðmjúkri bæn. Hann leit til hafs og
samstundis var sem blóðið frysi í æðum hans.
Norrænu djöflarnir voru komnir.
Andartaki síðar þaut gamli presturinn æpandi
ra-'lli húsanna. 1 hverri gátt mátti nú sjá hálf-
naklð fólk, sem tók undir ópin strax og því var
ljóst, hvað var á seyði Um allt þorpið kváðu við
fyrirbænir og formælingar. Menn gáfu sér ekki
tima til þess að taka með sér nauðsynlegustu muni,
varla föt. Víkingarnir voru þegar komnir í tvo
báta og reru lífróður til lands. Þorpsbúar hlupu
sem fætur toguðu út úr þorpinu og stefndu til
skógar, í þeirri von, að víkingarnir myndu láta
:sér nægja að ræna þorpið, en ekki hætta sér
langt frá ströndinni í leit að þrælum.
Ung stúlka, Kormlöð Kjartansdóttir, hljóp sem
fætur toguðu i fylgd með fósturforeldrum sinum
og stjúpsystkinum, sem voru börn að aldri. Bát-
arnir voru þegar komnir að landi og upp úr þeim
ruddust brynjuklæddir berserkir, sem bitu í
skjaldarrendurnar, öskruðu sem naut og froðu-
felldu. Það var auðséð, að þeir ætluðu ekki að
láta sér nægja gripi og búfé, því að þeir tóku
þegar á rás á eftir flóttafólkinu. Kormlöð var
létt á sér, og fótfrá eins og hind og hefði því að
öllum líkindum komizt undan, ef henni hefði ekki
viljað það óhapp til, að reka fótinn niður í kan-
inuholu, detta og snúast um öklann. Hún hljóð-
aö: upp og hoppaði áfram á öðrum fæti. Fóstri
hennar hægði þá á hlaupunum og vildi styðja
iiana, en að vörmu spori voru víkingarnir komnir
;á hæla þeim. Lét karl þá stúlkuna eina eftir og
þóttist sjálfur eiga fótum fjör að launa. Víking-
arnir komu nú að, þreif einn þeirra stúlkuna í
arraa sér, og stoðaði ekkert þótt hún brytist um
á hæl og hnakka, og biti og klóraði. Vikingurinn
bar hana niður að bátnum, en þar var hún bundin
á höndum og fótum, svo hún stryki ekki meðan
greipar voru látnar söpa um þorpið.
Nokkr;r vikinganna eltu fólkið út i skóginn, en
þar eð þeir voru brynjuklæddir og með alvæpni,
voru þeir seinfærari, en háifnakið flóttafólkið.
Létu þeir því fljótt af eftirförinni, enda taidi
foringi þeirra ekki á það hættandi, að fara langt
frá ströndinni, því að búast mátti við að Vesítmenn
söfnuðu liði i nágrenninu. Og þótt þeir væru litlir
bardarramenn, varð að taka tillit til þess, hve
fáliðaðir víkingarnir voru. Fyrst ekki var hægt
að ná heimamönnum í rúminu, þá urðu menn að
láta sér nægja að ræna mannlaust þorpið.
Víkingarnir óðu hús úr húsi og báru allt fé-
NÝ FRAMHALDSSAGA
eftir Davíð Áskelsson.
mætt niður i bátana. Voru þeir í sífellu í förum
milli lands og skips. Jafnskjótt og þeir höfðu
borið öll verðmæti út úr húsunum lögðu þeir eld
i þau Innan skamms stóð allt þorpið í björtu
báli.
Kormlöð Kjartansdóttir lá bjargarlaus i bönd-
um í fjörunni og horfði á viðurstyggð eyðilegg-
ingarinnar. Heimili hennar, svo og önnur hús í
þorpinu stóðu í björtu báli. En þorpsbúar virtust
hafga komizt undan, allir, nema hún. Hún þuldi
í sífellu Mariubænir og Pater noster. Hún ákali-
aði heilagan Patrek hátt og i hljóði. En vernd-
ardýrlingur hennar virtist hafa öðru að sinna,
eða hann treysti sér ekki að leggja í bardaga
við norrænu djöflana Henni rann kalt vatn milli
skinns og hörunds, er hún hugleiddi þau örlög,
sem biðu hennar. Hún yrði arnbátt, réttlaus þý
þessara villimanna Kannski gerðu þeir hana að
friliu sinni og svívirtu hana. Allar likur bentu
til þess. Hún var ung og fögur og vikingar svifust
einskis. Og Kormékur, unnusti hennar, sem bjó i
næsta Þorpi, myndi ekkert geta aðhafzt, frétti
selnnilega ekki, hvert hefði orðið hlutskipti henn-
ar. fyrr en víkingarnir væru allir á bak og burt.
Nei, þá væri betra að fá að deyja strax Hún
skvldi nota fyrsta tækifæri til þess að fleygja sér
i sjóinn .Aldrei skyldu þessir heiðnu hundar fá
að svívirða líkama hennar.
Nú var komið undir hádegi og víkingaforinginn,
rauðhærður og rauðskeggjaður risi, með valbrá
á enni, æpti nokkur skipunarorð, og söfnuðust þá
víkingarnir saman i fjörunni Ekki var ráðlegt
að dvelja lengur í landi, því að búast mátti við
liðsamdrætti Vestmanna i nálægum þorpum. Nú
fyrst veitti foringinn ungu stúlkunni eftirtekt.
Hann þreif ruddalega í kolsvart hár hennar, sem
féll ófléttað niður á bakið og hóf hana á loft og
skoðaði hana í krók og kring. Síðan rumdi hann
ánægjulega og tilkynnti félögum sínum, að ambátt
þessa ætlaði hann sér af óskiptum hlut. Kom
þá upp kurr nokkur í liðinu og létu sumir vík-
inganna í ljós, að þeir gætu líka hugsað sér að
gamna sér við stúlkukindina, Þreif þá Fróði Har-
aldsson, víkingaforingi um meðalkafla sverðs sins
og t.ilkynnti, að hver sá, sem gerði tilkall til meyj-
arinnar, skyldi fyrst heyja við sig einvígi um
hana.
Fróði Haraldsson var þekktur hólmgöngumað-
ur, enda þögnuðu brátt allar óánægjuraddir.
Hann bar nú herfang sitt út í bátinn og settist
fram í stafn, með Kormlöðu í fanginu, þvi að
hún reyndi að bylta sér útbyrðis og ákallaði heil-
agan Patrek hástöfum. Settust nú víkingarnir und-
ir árar og reru frá landi.
Kórmákur Giisson vaknaði við háreysti og hróp.
Hann klæddist í snatri og gekk út úr bænum.
Hvað var þetta alls staðar var fátækt fólk á
harðahlaupum. Kveinstafir og formælingar kváðu
við úr öllum áttum. Hann þekkti fólkið og sá að
það var úr næsta þorpi. H-ann þurfti einskis að
spyrja. Á þessum æðisgengna flótta var aðeins
ein skýring: víkingar.
Korrnlöð! -- I-Iún hlaut að hafa komizt undan.
Hún, sem var svo fótfrá og létt á sér. Hann hljóp
á móti flóttafólkinu og æpti nafn hennar. Ekkert
svar. Þeir, sem gáfu sér tíma til þess að anza
honum höfðu ekkert til hennar séð. Loks kom
hann auga á karl stjúpa hennar, konu hans og
börn. Karlinn var ekkert upplitsdjarfur, og konan
grét og barmaði sér.
Kórmákur stundi upp nafni unnustu sinnar. —
Kormlöð, Kormlöð. — Meira gat hann ekki sagt.
Hann vissi strax, að hið vesta var orðið. Karl-
inn ætlaði að fára að stynja upp einhverjum skýr-
ingum, en Kormákur greip fram í fyrir honum:
— Náðu þeir henni lifandi? — Karlinn kinkaði
koili, og ungi maðurinn beið ekki eftir nánari
skýringum. Hann snerist á hæli og tók á rás heim
að bænum. 1 skemunni var viðaröxi ein mikil.
Annað var ekki vopna á heimilinu, enda haíði
ekki verið vopna þörf þar í sveit i manna minn-
u n. Landsbúar voru friðsamir, og vikingar höfðu
ekki gert strandhögg þar í héraðinu fyrri. Og þótt
ljótar fregnir hefðu borizt af framferði þeirra i
öðrum héruðum, höfðu menn til þessa látið skeika
að sköpuðu og treyst á guðsmóður og heilagan
Patrek.
Kórmákur greip öxina og hljóp af stað, sem
fætur toguðu. Hann hugleiddi ekki, hvað hann
gæti gert einn á móti heilli víkingasveit. Það
eina sem komst að í huga hans, var að víking-
arnir væru að nema Kormlöðu á brott og hann
yrði að bjarga henni. Menn kölluðu á eftir hon-
um, en hann skeytti því engu Einhver þreif í
hann og öskraði, að hann væri að ana út í opinn
dauðann, en hann reif sig lausan og hljóp i einum
spretti gegnum skóginn, unz hann sá brunarúst-
Norrænir víkingar gerðu
strandhögg á Irlandi og höfðu
Kormlöðu Kjartansdóttur á
brott með sér. Unnusti hennar,
Kórmákur Gilsson, varð frá-
vita af harmi og ákvað að leita
huggunar í einveru á eylandi
langt norður í höfum —
Sögunni lýkur í tveim blöðum.
20
YIKAN