Vikan - 30.06.1960, Blaðsíða 33
Án efa heíur hann gefið vinum sinum á Stokka-
nesi merki af ströndinni, er hann bauð til veizlu.
Slátur, ost og súrmjólk hefur hann aldrei skort
á bæ sínum, en miklu fremur korn og malt, ef
skip komust ekki til hans að heiman fyrir ísum.
Sagan segir, að einu sinni hafi hann lagzt i
þunglyndi fyrir þá sök, að hann gat ekki brugg-
að jólaöl.
Nafnið Brattahlíð er ekki notað lengur. Nú
heitir staðurinn Kagsíarsúk. Bandaríkjamenn af
stöðinni hafa ekki leyfi til að heimsækja bæinn.
Þeir fáu, sem yfir fjörðinn komast, halda, að þeir
séu lentir aftur í steinöld. Munurinn á þeirra
eigin menningu og hinu frumstæða bændalífi er
líka mikill.
En Kagsíarsúk stendur ekki langt að baki, ef
borið er saman við afskekktustu smáþorp í Dan-
mörku. Fyrir einum mannsaldri þekktust þar ekki
heldur bifreiðar, talsími eða rafljós. Og enn í dag
eiga þau hvorki aflstöðvar, vatnssalerni né kvik-
myndahús. En að einu leyti eru þau á undan
Kagsíarsúk. Þau hafa daglegar póstsamgöngur
og gefa út dagblöð.
Ef litið er inn í eitt af þeim 20 eða 25 íbúðar-
húsum, sem eru í þessu litla sveitarfélagi, kemur
í ljós, að það er búið óbrotnum húsgögnum á borð
við miðlungsheimili manna í Danmörku.
Á túnum ganga kindur, kýr og hestar sjálfala.
Allar eru þessar skepnur í góðum holdum og
fallegar I hárfari. Smábörn, sem eru nýfarin að
ganga, ríða hestunum i harðaspretti, konur þvo
flíkur sínar í fossandi ánni .. .
Allt i einu nem ég staðar uppi við bæjarrúst-
irnar, og um leið er sem ég gangi þúsund ár
aftur í tímann. Það er sem hin virðulega, æva-
forna saga Grænlands opni fyrir mér hinn merk-
asta og stórfenglegasta kafla sinn. Það var fyrir
atbeina Eiriks rauða, sem svo hefur skipazt, að
landið er nú hluti af Danmörk.
Saga Eiríks rauða hefur oft verið sögð og skal
ekki endurtekin hér. Þegar hann var útlægur
ger af Islandi i þrjú ár, fór hann að leita lands
þess, er gamlar sagnir hermdu, að væri langt
til norð-vesturs. Hann fann landið og kannaði það
rækilega þau Þrjú ár, sem hann varð að vera
fjarri heimalandi sínu.
Rannsóknarferð hans stendur fyllilega jafnfætis
mestu afrekum, er djarfir landkönnuðir hafa
leyst af höndum, hvar á jörðu sem er, — og meir
en það: Þegar hann kemur heim úr útlegð sinni,
fær hann talið milli sjö hundruð og þúsund manna
á að fylgja sér sem reglulegir útflytjendur til
hins nýja lands. Það hefðu engir aðrir getað en
sönn stórmenni. Til þess manns hlaut að vera
borið mikið traust og trúað á dómgreind hans í
blindni.
TUTTUGU og fimm skip sigla af stað, — aðeins
fjórtán komast á leiðarenda! Sum rak aftur, og
sum týndust. Einn góðan veðurdag er komið að
vesturströnd Grænlands, sem liggur þar og bíður
með opnum fjarðamynnum. Utan fyrir strönd að
sjá eru allar þessar fjarðabyggðir berar og hrjóstr-
ugar. En Eiríkur hefur gist þær áður. Hann þekk-
ir þær og veit, hvar hver einstakur af þátttak-
endum leiðangursins á að taka sér bóifestu.
Flotinn leysist sundur. Hinir mikillátu, jarð-
hungruðu stórbændur stefna hver inn á sinn fjörð
til að hefja landná.n. Hér er allt, sem hugur eins
landsdrottins girnist: endalaust jarðrými, marg-
Svipmynd frá Græníandi: Tvö andlit gægjast
út um rúðu í torfkofa. Þetta gæti verið mynd frá
liðnum tíma á Islandi.
ar míiur vegar tii næsta nágranna, engin lögboðin
yfirvöld í neinni mynd. Þeir eru sem ölvaðir. Það
felst dulið sigurhrós í hinni fáorðu lýsingu sög-
unnar: „Herjólfur nam Herjólfsfjörð og bjó á
Herjólfsnesi, Ketill Ketilsfjörð, Hrafn Hrafns-
fjörð, Sölvi Sölvadal ...“
Nýtt norrænt þjóðfélag er stofnsett. Um fimm
alda skeið bjuggu menn þarna að forníslenzkum
hætti. En ýmsar nauðsynjavörur gat landið ekki
framleitt. Á þeim degi, er sambandið við móður-
löndin brast, var dauðadómur þess upp kveðinn.
Síðustu hálfa aðra öld tilveru sinnar lifði þetta
þjóðfélag síhnignandi lifi.
Síðustu áratugirnir hafa verið þessu fólki óslit-
ið hörmungatímabil. Það var lamað af langvar-
andi fæðuskorti, en í kjölfar hans komu sjúkdóm-
ar og úrkynjun. Um Þetta hafa engar skriflegar
upplýsingar varðveitzt — og hafa kannski aldrei
verið til. En í kirkjugarðinum á Herjólfsnesi, sem
er fimmtiu kílómetrum fyrir vestan Hvarf, hafa
geymzt minjar um upplausn og endalok þessa
fólks — djúpt í frosinni moldu.
Þessi kirkjugarður var grafinn upp árið 1921,
og hinn þögli vitnisburður hans er áhrifameiri
en menn hefðu fyrir fram getað ímyndað sér.
TUTTUGU og fimm beinagrindur voru dregnar
fram i dagsljósið, og voru þær allar af fólki,
er látizt hafði innan við þrítugsaldur. Nú er með-
alaldur Grænlendinga fjörutíu ár. Bein þeirra voru
vansköpuð, heilabúið mjög lítið og meðalhæðin
lág.
Engin kvennanna hefur verið hærri en 146
sentímetrar, mjaðmagrind þeirra hefur verið af-
mynduð, svo að margar þeirra hafa verið ófærar
um að fæða lifandi börn.
Þessi urðu þá endalok hins myndarlega bænda-
samfélags, er Eiríkur rauði grundvallaði innan
við árið 1000. Það lifði hér um bil fimm hundr-
uð ár. Nærri því jafnmargar aldir áttu eftir að
hverfa í djúp tímans, áður en aftur yrðu reistir
fastir bústaðir undir hinum fögru hlíðum inn með
Eiríksfirði og Einarsfirði.
En það er önnur saga, — hún er frá okkar
eigin dögum. Hún er um dugmikla Grænlendinga,
er hurfu frá sínu reikula hirðingjalífi, sem for
feður þeirra höfðu lifað frá örófi vetra, og gerð-
ust traustir, átthagabundnir búendur með fastar
rætur í jörðu.
Til að kynnast þeirri sögu hef ég siglt út og
inn eftir þessum þröngu og djúpu fjörðum á litlum
vélbátum. Ég hef setið á búlka í vörubáti með
ungum manni, Ezekíasi að nafni, og konu hans,
er voru á leið til síns nýja heimilis í litlu hverfi,
þar sem aðeins bjuggu þrjár eða fjórar fjölskyld-
ur, sem allar stunduðu kvikfjárrækt.
Hvarvetna hef ég notið góðs af gestrisni Græn-
lendinga, greiðvikni þeirra og alúð. Ég hef borðað
heil fjöll af feitum lambahryggjum og drukkið
margar skjólur af sterku, svörtu kaffi, og ég hef
sofið á grænum flosbekkjum. Og siðast, en ekki
sízt, þá hef ég heilsað upp á höfund Kagsíarsúk-
þorps. Hann heitir Ottó Frederiksen og varð
fyrstur manna til að setja hér upp fjárbú. Hann
er nú orðinn efnaður maður og gat keypt sér
rándýra dráttarvél í vor, — meira að segja borg-
að hana út í hönd! En það er bezt, að hann segi
sögu sina sjálfur. Hann er ekki vitund upp með
sér og finnst ekkert af sér umtalsvert.
„Fyrir þrjátíu árum var hér ekkert nema auðn,“
segir hann. „Þessi fagri og auðugi fjörður var
allsendis óbyggður. Auðvitað kom fólk hingað
öðru hverju og sló tjöldum við árósana. Þar dvald-
ist það svo hálfsmánaðartíma við að veiða lax.
Sjálfur var ég trésmiður í Júlíönuvon, en ég
kom oft á sauðfjárræktarstöðina, sem þar var.
Og með mér vaknaði áliugi á að stunda skepnur.
Og svo kom að því einn góðan veðurdag, að ég
gat gengið frá þrjú þúsund króna láni, hvorki
meira né minna, og loforði fyrir hundrað og fjöru-
tíu kinda stofni til að byrja með. Þær áttu að
endurborgast í sama, eftir því sem þeim fjölgaði.
Og mér heppnaðist að greiða þær allar á þremur
til fjórum árum.“
„Heppnaðist, segir þú. Er það þá heppni, sem
hefur tryggt framgang þinn?“
HANN samþykkir það, með semingi þó, að heppni
og dugnaður haldist mjög oft í hendur. Hugsun-
arsamur fjárbóndi gætir þess vel að afla vetrar-
fóðurs yfir sumarið. Hann gætir þess að þurrka
heyið vel, að það sé vel verkað, er það kemur
í hús, svo að það haldi fóðurgildi sínu. Það fé eitt,
sem fær góða gjöf i innistöðu, heldur fullum
viðnámsþrótti gegn vorkuldanum og fæðir hraust
og heilbrigð lömb. Bóndi, sem er óheppinn með
lömb sín, gleymir því oft, að það getur verið hon-
um sjálfum að kenna.
„Allt þetta þykir dönskum bændum sjálfsagður
hlutur," hélt Ottó Frederiksen áfram. „En þess
ber að gæta, að við Grænlendingar byrjum alveg
á berum grunni. Engir af forfeðrum okkar hafa
nokkurn tíma haft önnur húsdýr en hunda.“
„Hvers vegna valdir þú einmitt Kagsíarsúk til
aðseturs? Önotuð beitilönd voru þó nóg til nær
Júlíönuvon í þá tíð.“ í
„Þessi staður átti vel við mig, en Það er alveg
rétt, að hann var nokkuð afskekktur fyrst í stað.
Það gat stundum verið erfitt að koma matvörum
og byggingarefni hingað. Aftur á móti er þetta
einhver frjósamasti dalurinn á landinu. Og grasið
fellur ekki fyrr en komið er langt fram á haust.
Líttu bara á sláturlömibn hérna í réttinni. Stærri
og skrokkþyngri skepnur eru ekki til hér nær-
lendis.
Hitt er aftur á móti höfuðvitleysan, að slátur-
húsið miðar við fast verð á kind án tillits til þunga
og kjötgæða. Og það hvetur ekki til aukinnar
ástundunar við fjárgæzluna. Hærra verð fyrir
þyngri kroppa mundi verða til Þess, að gæðin ykj-
ust alls staðar."
„Heyrðu, Ottó Frederiksen. I Danmörku er svo
til orða tekið, að ef blindur maður ætli að kaupa
jörð, skuli hann bara þreifa eftir, hvort þistlar
séu í heyi. Þeir þrífast einungis þar, sem jarð-
vegur sé góður. Hér í Grænlandi getið þið lík-
lega farið eftir bæjarústum íslendinga, — að þar
sem stærstu býlin hafa verið, þar sé einnig bezta
landið."
„Það er nokkuð til í þessu. Eiríkur rauði átti
fyrstur um að velja, og það er ljóst, að hann
hefur valið sér eitthvert allra bezta landíð. Ég
átti sama láni að fagna, þegar ég þurfti að kjósa
mér land, og þess vegna bý ég sennilega hér nú.
Hvorki ég né Tibarak, kona mín, höfum iðrazt
þeirrar ákvörðunar, sem við gerðum þá.“
En Ottó Frederiksen hefur ekki öðiazt hamingj-
una fyrirhafnarlaust. Fyrsta kastið hefur hann
oft rekið sig á erfið vandamál, sem hann hefur
orðið að taka afstöðu til á eigin spýtur, sökum
þess að enginn var til að ræða þau við Oft hefur
hann orðið að róa alla leiðiná til Júlíönuvonar
og heim aftur, — en það munu til samans vera
um hundrað og fimmtíu kílómetrar, — erfið ferð
og hættuleg sigling, ef hann rýkur skyndilega
upp á suðaustan í öllu sínu veldi. Og oft hefur
hann orðið að fara yfir ísinn til Igalíko, sem er
sjö eða átta stunda gangur. ísinn hér á firðinum
er svikull og getur brotnað upp hvað eftir annað
á vetrum.
Á þessum þrjátíu árum hefur heilt þorp risið
upp i kringum hann. Börn hans eru orðin full-
orðin, og þau eru öll sjálfstætt bændafólk. Fjögur
þúsund fjár eru árlega rekin í sláturhúsið í Narsak
úr þorpinu, og er það nær helmingi alls þess
sláturfjár, sem framleitt er nú á Grænlandi.
Kvöldgoluna leggur inn fjörðinn. Nú eins og í
fornöld eru kýrnar reknar saman á túninu til
mjalta, þótt færri séu Þær nú en þá. Mjalta-
stúlkan berfætt, með strítt, svart hár, brúneyg
og dökk í andliti. En hún umgengst skepnurnar
af sömu nákvæmni og Freydis, hin freknótta og
rauðhærða dóttir Eiríks rauða, gerði á sínum
tíma í sama hlíðarhjallanum hátt uppi yfir
Eiríksfirði.
Á ströndinni handan fjarðarins liggur flugstöð-
in. Hin mikla merkjastöng lendingarsvæðisins
sést greinilega héðan. Þar sem drekar með gín-
andi trjónum lögðu inn að Stokkanesi í fornöld,
þjóta nú hraðskreiðir vélbátar urn með löðurfalda
fyrir stefni. Stór olíuflutningaskip landa við
hafnargarðinn. Silfurglitrandi þrýstiloftsflugvélar
þjóta yfir höfðum okkar. 1< iutningaflugvél, breið
um bóga, varpar niður hermönnum í fallhHfum,
og Þyrilvængja úðar flugnaeitri yfir alla sveitina.
En bóndinn í Kagsíarsúk iítur varla upp frá
vinnu sinni, er þoturnar Iljúga drynjandi fram
hjá honum. Hvað eru þær að elta? hugsar hann.
Sjálfur á hann annríkt, en méo allt öðrurn hætti.
Sveitarfélag hans er fámennt, en það býr við
tryggan og öruggan efnahag. Það hefur fundið
ró og jafnvægi i stiganda sms eigin liís.
Hve glöggur ertu
Skýringar á mynd á bls. 22.
Eftirfarandi breytingar hafa orðið á neðri
myndinni:
1. Áhorfandinn í baksýn hefur ekki bindi.
2. Þrjú grasstrá eru á milli fóta stúikunnar.
3. Merkið á aftasta hlauparanum snýr öfugt.
4. Næstaftasti hlauparinn er kominn í sokka.
5. Bolurinn hans er víðari undir hendinni.
6. Hlauparinn næst trénu er kominn með lið-
að hár.
7. Örin á trénu er nær því að vera lárétt.
V I K A N
33