Vikan - 07.07.1960, Blaðsíða 5
Gamall munkur stendur niður sokkinn
í bæn í Getsemane-garðinum. Þar eru af-
gömul olívutré og mikil fegurð.
Damaskushliðið er eitt af átta hliðum í feiknarleg-
um borgarmúr. Þar bíða oft hópar af fólki, og bílum
er lagt þar fyrir utan, því að ókleift er að aka þeim
um gamla borgarhlutann.
Landslagið rétt fyrir utan Jórsalaborg er
líkt því, sem við höfum séð á biblíumyndum,
og stundum finnst ferðalangnum hann vera
kominn margar aldir aftur í tímann.
NorSurlöndum mótast páskarnir og aðr-
ar kirkjuhátíðir kristinna manna af
kyrrlátri andakt og þöglum hátíðleika fjarri
ytra skrauti og skrúði. Hinir fyrstu daufu
sólargeislar, er falla inn um fjöllilt tíglaskraut
kirkjuglugganna, nægja til að flytja ytri tján-
ingu trúarkenndarinnar í mildum, liógværum
helgiblæ.
1 kaþólskum lieimi suðrænna ianda er allt
öðru máli að gegna. Þar ymja klukkurnar, kór-
drengir syngja, knéfallandi múgur manna
tautar bænir og tekur undir messusöng munka
og ])resta. Allt sameinast þetta í eina ógleym-
anlega hljómmynd.
Alit er þetta þó liverfandi í samanburði
við það, sein fram fer á trúarhátíðum í
Landinu helga, — sérstaklega í Jerúsalem og
um fram allt í Grafarkirkjunni, við kapelluna,
þar sem gröf Jesú er höfð til sýnis, — og þar
næst við Golgatahæð.
Við minnumst inngangsorða Ingemanns að
skáldverkinu Valdimar mikli og menn hans:
Hið tólfta sinn glóð frá genginni öld
á Golgatahæð sló þetta kvöld ....
Allt frá því er ég las þessar linur fyrst í
harnæsku, hcf ég i huganum séð Golgatahæð
. . . höfuðskeljastaðinn, hefja sig yfir Jerú-
salem, volduga og stórfenglega .... dapur-
lega og dulúðga í stjörnuskininu.
Og svo þegar maður stendur á Golgata,
—• hvílik regin-vonbrigði!
Innilokuð steinklöpp, umgirt þykkum
kirkjumúrum og lágri loí'thæð, — iieilagur
staður, — ef þetta er þá annars Golgata, þvi
að það vita menn ekki einu sinni með vissu,
— vanhelgaður af umróti mannanna, dreginn
frá einfaldri tign sinni niður i grófgert smekk-
leysi. Maður verður að hafa mjög ríkt ímynd-
unarafl til þess að sækja liingað nokkuð það,
er lyfti sálinni til himins . . .
TVÍSKIPT BORG.
Jerúsalem er skipt í tvo hluta. Hún er í
tveimur þjóðlöndum, — ísrael og Jórdaníu,
— sem hafa alls ekkert samband sin á milli.
f Berlin má ferðast óhindrað milli hernáms-
hlutanna, en i Jerúsalem er ekki unnt að
komast frá ísraelska hlutanum til hins jórd-
anska — eða arabíska, eins og hann er alltaf
kallaður, — án mikilla erfiðleika.
Merkýalínan milli borgarhlutanna tveggja
liggur i ótal krókum um stiga og stræti og
er girt með geysilegum gaddavírsflækjum. Yfir
þá línu er einungis hægt að fara i leyfis-
leysi, og líkurnar eru níu gegn einni, að ekki
verði sloppið lifandi í gegn. Varla líður svo
nótt i Jerúsalem, að ekki kveði við skot.
Það er aðeins á hinum mestu kirkjuhátið-
um, sem Jórdanía opnar hlið sin fyrir hinum
miklu herskörum kristinna pílagríma. Er þeim
þá leyft að fara gegnum liliðið Mandelbaum
Gate og heimsækja liina helgu staði: Þeir
mega fara um takmörkuð svæði á takmörkuð-
um tíma.
Ef við sláumst i för með pílagrímahópnum
Framhald á bls. 28.
RUSALEM
HIN
HEILAGA
BORG
Via Dolorosa, — gatan, sem Kristur gekk
með krossinn á leið til Golgata. Þarna er
víða skráð, hvað gerðist á þeim bletti götunn-
ar, að því er Nýja testamentið segir frá: Hér
hjálpaði Simon frá Kyrene honum með
krossinn, hér talaði hann til dætra Jerúsalems
— Þó er í rauninni ekki vitað með vissu,
hvort gatan er Via Dolorosa eða hvort hún
hefúr verið annars staðar.