Vikan


Vikan - 07.07.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 07.07.1960, Blaðsíða 23
WIKAIU gtraniís: VIKAN H.F Ritsijóri: Hitstjórn og auglj'singar: Gísli Sigurðsson (ábm.) Skipholti 33. Auglýsingastjórí: Sírnar: 35320, 35321, 35322. Ásbjöirn Magnússon Póstliólf 149. Frainkværmlastjóri: Afgrciðsla og dreifing: \ Hilmar A. Kristjánsson Biaðadreifing, Miklubraut 15, strni 15017 Verð i lansasölu kr. 15, Áskriftarverð er Prentun: Hilmir h.f. 200 kr, ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram Myndamót: Myudainót h.f. Þið fáið Vikuna í hverri viku í næsta blaði verður meðal annars: 4 Jivaro, grein um Inkaborgir í Andesfjöllum. 4 Smásagan: Heimspekingar í sumarsól. ♦ Gagnrýni á æskuna eftir dr. Matthías Jónasson. 4 Frásögn úr daglega lífinu: Gömul skuld. ^ Ný, mjög- spennandi framhaldssaga: Alltaf í hættu, eftir Karin Michael. 4 Smásagan: Það er kjánalegt að verða éstfangin. + Grein um Pat Boone. 4 Giftist ég of ung, smásaga. Os Sái oq NIVEA/ HIVEA- sólhlíf húSar yöar Óvernduð húð verður fljótlega hrjúf og skorpin f sólskininu, þvf sólargeislarnir brenna ekki einungis, heldur ofþurrka þeir Ifka húðina. NIVEA verndar sem sólgleraugu. Við notkun NIVEA- krems f sólskini verður húð yðar mjúk og slétt, þvf NIVEA-kremiS kemur í veg fyrir ofþurrkun hennar. NIVEA-ultra-olía verndar gegn brennandi sólargeislum. Vegna eiginleika sinna, sem hindro sólbruna, gerir hún lengri sólböð möguleg og orsakar hraða lita- skiptingu. I nn i h e I d u r euzerit- skylt húðfitu ¥ & a ’.V.W. Hrútsmerkiö (21. marz—20. april): Þessa viku skaltu fara varlega í öllum peningamálum og fyrir alla muni ekki leggja peninga í vafasamt fyrirtæki. Þér fer nú að vegna talsvert. betur en síðustu vikur. Þú færð uppfyllta gamla ósk, og verður til þess ættingi þinn, sem þú hefur ekki séð lengi. Laugardagurinn verður þýðingarmesti dagur vikunnar, og þá leggur þú að öllum lík- indum í stutta en skemmtilega ferð. NautsmerkiÖ (21. apríl—21. maí): Skapið fer mjðg batnandi í vikunni, og allt virðist ætla að leika i lyndi. Þó skaltu ekki treysta fórnarlund vina þinna um of, því að þér hættir til að vera of kröfuharður. Á opinberum stað gerist dálítið, sem á eftir að breyta talsvert framtíð þinni, þótt ekki komi það strax í ljós. Varzt.u næturrölt í vikunni. Gamall kunningi þinn kemur þér í bobba í vikunni. Heillatala 8. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Þú skalt i einu og öllu láta samvizku þina ráða í vikunni og láta ekki ginnast af girnilegum tilboðum, sem ekki eru þess virði að sinna þeim. Um helgina er hætt við að illa fari ef Þú gætir ekki tungu þinnar. Lausmælgi hefur áður komið þér i klandur og ætti það að vera þér viti til varnaðar. Talan 7 mun skipta þig talsvert miklu. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú mátt ekki halda, að þú fáir allt ókeypis og fyrirhafnarlaust. En ef þú leggur fram þinn skerf i máli sem þér er afar annt um. mun ósk þín ræt.ast., þótt ekki verði nema að háifu leyti. Amor er talsvert á ferðinni, en láttu ekki fara fyrir þér nú eins og einu sinni. Kvöldin verða mjög skemmtileg, og liklega ferð þú í skemmtilegt samkvæmi. Ljónsmerkiö (24. júli—23. ágúst): Þú skalt ekki taka neinar mikilvægar ákvarðanir fyrr en á fimmtudag. Þér mun sýndur einlægur vináttuvottur, sem þér ber að virða og meta. Þú kemst i einhver vandræði út af peningum, en á því má hæglega ráða bót, með því að spara dálítið eins og fram að helgi. 1 sambandi við brott- för eins vinar þíns, kemur furðulegt atvik fyrir. Heillatala 3. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Á þriðjudag og miðvikudag ætti að vera hægur vandi fyrir þig að ná kynnum þeirra, sem þig hefur lengi langað til að kynnast. Vandamál eitt ber skyndilega að garði og veldur því, að þú verður að breyta áformum þínum talsvert. Ekki verður það þó til hins verra. Mánudagur er heilladagur vikunnar, og þá muntu lifa skemmtilegasta dag mánaðarins. Heillalitur rautt eða bleikt. í VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú átt von á skemmtilegum fréttum. Þessar fréttir geta orðið til þess að létta þér talsvert störfin heirna við, en þú mátt ekki hætta að beita þig sjálfgagnrýni, því þá fer illa. Stjörnurnar vara þig við að sýna þessum eina félaga þínum slíka ónærgætni. Hann hefur reynzt þér vel og ber ekki að misvirða það. Helgin verður afar viðburðarik. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Það verður leikið heldur illilega á þig í vikunni, og verður hefnd þín fyllilega réttlætanleg, ef Þú ferð skynsamlega að. Sjálfstraust þitt eykst til muna, er þú finnur að þú ert ómissandi á einu sviði, og verður það til þess að þú tekur vissa stefnu, sem þú hafðir áður verið fráhverfur. Þú átt þér rómantíska ósk, sem rætist innan tíðar. Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Vikan verður fremur tíðindalítil. en ekki þó leiðinleg. Á föstudag verður þér komið þægilega á óvart af einum kunn- ingja þinum. Samkomulagið á vinnustað mun batna til muna og er það vel. Þér væri bezt að vera sem mest heima við. Láttu ekki stjórnast af þessum ókunna manni, sem ætlar sér ekki annað en að hafa not af þér. Heillalitur blátt. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þú myndir njóta lífsins mun betur ef Þú værir ekki svona tortrygg- inn út í allt og alla. Um eða eftir helgina gefst þér færi á að gera óvenjugóð kaup, og skaltu þess vegna ’v hafa augun opin. Furðulegt atvik kemur fyrir í sam- bandi við eitthvert farartæki, en ekki er ljóst hvers eðlis. Einn meðlimur fjölskyldunnar er órétti beittur, og getur þú orðið til þess að bæta úr því. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Fólk, sem gætt er listrænum hæfileikum lifir hamingjulífi í vikunni. 1 vikunni ætti að vera hægt að ná sættum við þenn- an félaga þinn, þvi að undir niðri er það ósk ykkar beggja, að sættir náist. Maður eða kona í opinberri stöðu kemur mikið við sögu þína í vikunni. Láttu fyrir alla muni ekki ginna þig út 1 kjánalegt ferðalag. FiskamerkiÖ (20. feb.—20.marz): Ef þú ætlar þér að leysa þetta vandamál, eru tilneyddur til þess að valda einum vini þínum miklum vonbrigðum. Hugsaðu þig |j£ASi Þess vegna tvisvar um. áður en þú leggur út í þetta. Skiptir það svo miklu? Gættu tungu þinnar i vikunni, og umfram allt skaltu varast að segja ókunnugum til syndanna, þótt það sé freistandi. Fimmtud. er varsamur. Heillatala 6.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.