Vikan - 07.07.1960, Blaðsíða 26
MEÐAL JÖTNA.
Barnið fæðist inn í heim, sem
þvi er lítt við hæfi. Hver hlutur
í umhverfi þess, sem mannshöndin
hefur gert, er sniðinn við hæfi
fullvaxinna manna. Fyrir barnið
er allt of stórt. Þess vegna verður
það að klifra upp á stólinn, sem
faðirinn lætur fallast þægilega á,
teygja sig upp á borðröndina, láta
leiða sig upp og niður stigann.
Ungi dýrsins, t. d. lamb eða folald,
fæðist inn í umhverfi, sem hæfir
honum. í því finnur hann hæfilega
fæðu og aðstöðu til leikja og vex
þannig smám saman inn í lífsvenj-
ur tegundar sinnar. Mannsbarnið
er ekki vaxið kröfum umhverfis
síns á sama hátt. Nýfætt getur
það ekki einu sinni skriðið lengd
sína að nærandi brjósti móðurinn-
ar. Það finnur ekki næringu í um-
hverfi sínu eins og lambið I góð-
gresi hagans, enda nær það engu
ætilegu af eigin rammleik. Það á
viðgang sinn undir velviljaðri um-
önnun annarra.
I augum smábarnsins er um-
hverfið jötunheimur, sem það
hvorki skilur né ræður við. Honum
samsvarar vöxtur foreldranna og
þau ráða við margbrotin lögmál
og risavaxna hluti hans. Barnið
fær jafnvel beinlinis að kenna á
yfirburðum þeirra. Hvað sem það
aðhefst, er hinn fullorðni ávallt
reiðubúinn að grípa inn í athafnir
þess, bjóða þvi og banna og jafn-
vel að beita risaafli sínu til þess
að hindra atferli, sem því er hug-
ieikið, eða þvinga það til verkn-
aðar ,sem því er ógeðfelldur.
Barnið þekkir jötuninn í tvenn-
um ham: blíðan og góðan, svo að
undursælt er að hjúfra sig að hon-
um, en líka hastan og ægilegan,
t. d. þegar hann sviptir Því í háa-
loft, skekur það reiðilega og slær
það jafnvel með þunguni hramm-
inum.
SMÁSMUGUNÖLDUR
OG VILJAÞRÓUN.
Mörgu foreldri gleymist, hvilík-
ur jötunn það er, séð frá sjónar-
hól barnsins, — ekki að það neyti
aflsmunar beinlínis og að staðaldri
í viðskiptum sínum við barnið, en
oft gefur það yfirráðatilhneigingu
sinni lausari taum en samræmist
velferð barnsins. Margir foreldrar
venja sig á sífellt nöldur við börn-
in, þó að tilefnin séu óveruleg og
engin alvarleg viðvörun felist í
nöldrinu. Menn gætu haldið, að
slíkir foreldrar litu á sinn eigin
vilja sem eins konar sporbraut,
sem verknaður barnsins mætti
hvergi fará út af.
E’n vilji barnsins er ekki til þess
ætlaður að láta alltaf undan. Hann
þarf að fá tækifæri til að eflast
og stæiast í viðfangi við hið erfiða
umhverfi sitt. Því þarf barnið
nokkurt sjálfræði til þess að þreiía
fyrir sér, reka sig á og taka þeirri
leiðbeiningu, sem hlutirnir sjálfir
veita. Það hiýtur því oft að fara
sina eigin leið, stundum án þess
að vita vilja foreldranna i hverju
einstöku tilviki, stundum i blóra
við hann. Þessa nauðsyn verða for-
eldrar að .skilja og virða hana inn-
an skynsamlegra takmarka. Ef
foreldrar hafa atferli barnsins allt
of mikið undir smásjá og fjarg-
viðrast út af hvers konar smámun-
um, þá gerist annað af tvennu illu:
Vilji barnsins guggnar, það verð-
ur hrætt og beygjulegt, þorir sjald-
an að taka ákvarðanir og fara sínu
fram, því að það býst stöðugt við,
að framandi vilji gripi fram fyrir
hendur þess. Á ytra borði er barnið
auðsveipt, og í fljótu bragði getur
þróun þess sýnzt i góðu lagi, en
í raun er það komið út á ranga
og hættulega braut. Á unglings-
árunum g’etur festuleysi þess leitt
til hins mesta ófarnaðar. En barnið
getur líka skellt skollaeyrunum
2),
íai
laó s/onuáion
Barnið undir
smásjánni
við smásmugulegu nöldri og tilefnis-
iitliim áminningum foreldranna og
jafnvel haft sér það að ljótri skemmt-
un að æsa upp nöldursemi foreldris-
ins. Þá er hætt við, að barnið verði
um leið ónæmt fyrir viðvörum og
áminningu, þar sem þeirra væri brýn
þörf.
Uppeldisleg umhyggja er ekki fólg-
in í því, að foreldrar áminni barnið
fyrir hverja smáyfirsjón. Þvert á móti
þarf foreldrum að vera töm sú list
að láta smáyfirsjónir afskiptalausar
og unna vilja barnsins þess frjáls-
ræðis, sem hann þarfnast til þess að
stælast og skírast i reynslunni. Hitt
varðar aftur á móti miklu, að for-
eldrar kunni að greina milli smávægi-
legra atvika, sem bezt fer á að láta
afskiptalaus. og djúpstæðra hegðun-
artilhneiginga, sem orðið geta ákvarð-
andi fyrir siðgæðisskilning barns og
unglings.
HIN TRAUSTA TAUG.
Hið margbrotna og stórskorna inn-
hverfi vekur hjá barninu nokkurn
ugg. Flestir hlutir, sem foreldrar
þess ráða auðveldlega við, eru því
ofurefli, og það stendur daglega
frammi fyrir óleysanlegum ráðgátum.
Barnið er þvi i stöðugri spennu, likt
og við fullorðnir, þegar við glímum
við flókiö vandamál. Hins vegar get-
ur barninu sýnzt sem við séum aldrei
i neinum vanda, og megum allt, sem
við getum. I augum þess erum við
jötnar, ekki aðeins að afli og vexti,
heldur einnig að andlegum yfirburð-
um og völdum, Þess vegna tekur það
viðvaranir okkar og leiðbeiningar al-
varlega, ef við misbeitum þeim ekki
þannig, að við ruglum það beinlínis.
En ef við gætum ekki hófs í aðfinnsl-
um okkar og áminningum, finnst
barninu við snúast gegn Þvi og ganga
í lið með hinum andhverfa raunveru-
leika, sem það á fullt í fangi með.
Þá getur afstaða barnsins til foreldra
sinna ruglazt, svo að þau sjái fremur
hina kaldranalegu hlið jötunsins en
hina hlýju og ástúðlegu.
Einmitt vegna þeirra erfiðleika,
sem barnið á við að etja í umhverfi
sínu, er því ástúð foreldranna svo
mikilvæg. Hún er sú líftaug, sem
sjálfstraust og sálrænt jafnvægi
barnsins nærist af. Því ber okkur að
gæta þess vel, að smámunalegt nöld-
ur um hegðun barnanna verði okkur
ekki að vana, sem skyggi á ást okk-
ar. Einnig ástin hefur sinn mynd-
ugleika, í krafti hennar má oftast
ná þeim árangri í uppeldi barnsins,
sem nöldur og aðfinnslur megna
aldrei, nöldur og tilgangslausar að-
finnslur spretta oft af því, að þau ráða
ekki við sína eigin erfiðleika, en geta
leitt til þess, að barnið verði ónæmt
á ástúð þeirra.
Þá er slitin hin sterka líftaug sið-
ferðilegrar og andlegrar grózku og
barnið i hættu statt.