Vikan


Vikan - 07.07.1960, Blaðsíða 29

Vikan - 07.07.1960, Blaðsíða 29
• • «• Aukið blæfegurð hársins með hinu undraverða HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103 —- Sími 11275. VVHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . petta undraverða shampoo, sem gefur hárinu silkimjúka og blæfagra áferð. petta ilmríka WHITE RAIN shampoo . . . gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár- greiðslu yðar. Petta írábæra WHITE RAIN shampoo . . . lætur æskublæ hársins njóta sín og slær töfraljóma á pað. Hvítt fyrir venjulegt hár — Blátt fyrir purrt hár — Bleikt fyrir feitt hár. WHITE RAIN shampoo-hæfir yðar hári. Hítiiín er kæfandi. Þarna komast í hæsta íagi þrír menn fyrir í senn, — auk hins SvartskeggjaSa, gríska munks með sivala hatt- inn, sem grafarinnar gætir. Ekki fáum við að’ tefja mjög lengi þarna inni, . . . þá gefur lrann okkur í skyn með þreytulegu brosi, að við verðurtl að bograst út og gefa öðruin rúm, sem einiiig vilja sjá gröfina. Jafnframt réttir hann liöndina fram — með lófann upp. Peninga . . • hér við gröf Jesú . . . Kristján gamli Richardt, sem ferðaðist til Landsins lielga á áttræðisaldri, hefur lýst heimsókn sinni i Grafarkirkjuna á föstudag- inn langa og hinum hátíðlegu trúaratliöfnum frammi fyrir dýrlegum ölturum á Golgata, •— Calvariefjallinu, eins og það er kallað. Kirkj- an er sém sé byggð utan um hæðina, og úr forsalnum liggur stigi mikill efst upp á hana. Þegar þangað kemur, er okkur bent á umgirta klöpp, þar sem talið er, að krossinn hafi staðið. Kristján Richardt segir svo: „í þessu litskrúðuga, ólgandi mannhafi miðju liefur lítill hópur pílagrima komið sér fyrir. Hann er frá Abessiniu, Nú nema þeir f staðar við altari krossfestingarinnar, en fyrir þvi þjónar maður með sitt, svart skegg og hár, sem fellur í lokkum á herðar niður. I hvert sinn, er nýr hópur játenda kenuir, skipt- ir haiin um kerti á altarinu. Ekki eru okkur einu sinni altariskertin sameiginleg. Abessiníumennirnir reyna ekki að afla sér álits fólksins með fegurð i söng, það mega þeir eiga. Þetta var sjóarasöngl, sungið draf- andi rómi, en inn i það komu annað veifið einkennileg, dumb kokhljóð. Bæði biskup og prestar bera há og stromplaga liöfuðföt úr flóka. Þeir mæla bænir sínar fram hver upp í annan, veifa reykelsiskerum og stökkva vigðu vatni. Það er ekki heldur seinna vænna, því að nú nálgast koptar . . .“ Frá Golgata er gengið niður í grafhvelf- ingu, sem er tíu metra undir aðalkirkjunni. Þar segir sagan, að Helena helga liafi fundið kross Jesú og einnig krossa ræningjanna. En ef segja skal beran sannleikann, . . . þá vita menn ekki, hvar Golgata eða gröf Jesú hefur verið. Engir forleifafundir hafa i ljós komið, er sanni það. En eiit vita menn. Það er fuli vissa fyrir því, hvar musteri Gyðinga hefur staðið. Og þar, við hinar gömlu musterisrústir, á fjall- inu Mória, lifir maður sína stærstu stund i Jerúsalem. Þaðan sjást hin aldurhnignu olífu- tré á Olíufjallinu, — leifarnar af grasgarð- inum Getsemane. Hér ris nú Ómarsmoskan, cn fyrrum stóð hér liið glæsilega musteri Gyðinga, þar sem Jesús gekk um og kcnndi. Múrveggurinn að vestanverðu við musteris- svæðið eru leifar hins gamla guðshúss, leifar af musteri Salómons, að þvi er sagt er. Það er hinn frægi grátmúr Gyðinga, sem er þeim nú lokaður. Sálin mettast fegurðarkennd, ef staðið er á tindi Oliufjallsins að kvöldi dags. Til suð- austurs er að sjá steinrunnið land umhverfis Dauðahaf, eins og komið sé til iunglsins, en til vesturáttar eru hvolfþök og turnar Jerúsalemsborgar, sem ljóma gullnir og grá- rauðir i skini kvöldsólarinnar. Ég þori ekki að iita af þessari sjón af ótta við, að hún liverfi mér eins og hillingar þær, sem hún likist svo mjög. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.