Vikan


Vikan - 07.07.1960, Blaðsíða 9

Vikan - 07.07.1960, Blaðsíða 9
norræn samvinna mjög á dagskrá á þessum árum og átti vaxandi gengi a'ð fagna. Eins og kunnugt er, er norræn samvinna ekki sízt fólgin í veizluhöldum og samkomum fyrirmanna í hinum norrænu löndum. Guðlaugur kann vel við sig í slíkum hátiðahöldum og mun því liafa þótt vegur Norrséna félagsins á íslandi of litill. Hann varð því brátt eftir heimkomuna driffjöðrin í Norræna félaginu, maðurinn, sem vann störfin, skipulagði allt, sá um allt, en aðeins sem ritari félagsins. Það féll honum þungt, að minnsta kosti þegar líða tók á tímann, sem hann gegndi ritarastarfinu. Fannst honum, að hann, sem alla þræði hafði i höndum sér og allur þunginn af starfinu hvíldi á, ætti fremur að vera liöfuð og heili samtakanna en „topp“- menn, sem litið gerðu annað en láta sólina skina á sig við hátiðleg tækifæri. Ýmsir félagar Norræna félagsins voru og á sömu skoðun, og þegar Stefán Jóhann lél af störfum, var Guðiaugur kosinn for- maður — og sjálfum sér til mikillar ánægju. Guðlaugur hélt áfram ótrauður að starfa, eins og hann hafði alltaf gert. En ef til vill færðist hann of mikið í fang. Hann braut upp á hugmyndinni um „Norræna höll“ á Þingvöllum, og eins og hans var von og vísa, liófst hann handa um fjársöfnun. Ef til vill gekk of mikið af atorku hans i þetta, — og kannski hefur hann i aðra rönd- ina lært það af fyrirrennuruin sínum i formannsstarfinu, að formað- urinn ætti ekki að vera að snúast í öllu. Að minnsta kosti varð það eitt úr norrænu liöllinni, að aldrei var gert meira en steypa kjallar- ann, —- og er liann nú týndur flestum, en kunnugir geta fundið hann, mosagróinn, og sér inn í hann, eins og þar sé um hraunhelli að ræða. Hins vegar eignaðist Guðlaugur ágætan sumarbústað þarna skammt frá, þar sem hann dvelst oft á sumrum. Þessi ósigur, — og fleira kom til, — varð í raun og veru til þess að gefa Gunnari Thoroddsen tækifæri. Ilann er veizluglaður maður, eins og kunnugt er, enda glæsimenni i fögrum salarkynnum, —- og ekki er það ónýtur titill á Norðurlöndum að vera formaður Norræna félagsins. Hann el'ldi seið að Guðlaugi, fékk vini sína, jafnvel i stjórn félagsins, til þess að snúast gegn formanninum á aðalfundi, — og hann var felldur frá kosningu. Þetta var í raun og veru fyrsti og eini ósigur Guðlaugs Rósinkranz. í fyrstu varð hann alveg undrandi, en siðan reiður, og eftir að reiðin hafði grafið um sig um sinn, fór hann að hyggja á hefndir. Og hefndin varð sú, að liann stofnaði Sænsk-islenzka félagið. — Nú er líka svo komið, að Norræna félagið er i liálfgerðri upplausn í eintóm vinafélög þjóðanna fimm. Guðlaug- ur var vitanlega kosinn formaður hins nýja félags, og gegnir hann enn því starfi af mikilli prýði. Þegar Guðlaugur kom heim, gerðist liann kejinari við Samvinnu- skólann, og innan tíðar varð tiann yfirkennari þar og síðast skóla- stjóri um sinn, en hætti því, þegar hann var skipaður þjóðleikhús- stjóri fyrir um það bil ellefu árum. Áður en Guðlaugur var slcipaður i það veglega, nýja embætti, höfðu IDDARINN verið geysilega hörð átök bak við tjöldin um það. Þá var framsóknar- maður menntamálaráðherra, — og þegar menn vissu um umsækj- endurna, tötdu ýmsir, að úrslitin væru auðsæ. En i sama bili hófust árásirnar á Guðlaug. Mennlunarsnobbar stóðu fyrst og fremst fyrir þeim. Þeir hafa aldrei viljað viðurkenna starfshæfni Guðlaugs vegna þess, að hann er ekki háskólaborgari. Þessi hópur manna á eitt orð í fórum sínum, sem þeim er mjög tamt, þcgar þeir vilja gera lítið úr manni: seminaristi, — kennaraprófsmaður. Þetta orð dundi á honum, og hann varð að þola árásir, löngu áður en liann var farinn að starfa. Ýmsir héldu því fram, að jjekktur leikari ætti að fá stöð- una, en allir geta imyndað sér, hver útkoman liefði orðið. Við áttum fáa leikmenntaða menn, sem hæfir voru í svo vandasamt starf, í raun og veru engan, sem stóð utan við og fyrir ofan sjálfa leikstarfsemina og þær deilur og þá afbrýðisemi, sem henni fylgja. Svo þurfti líka að hafa annað í huga: Þó að sjálf tistin væri aðalatriði, þá þurfti líka að hugsa um það, að títið þjóðfélag var að ráðast í stórkostlegt fyrir- tæki, og það varð að gæta þess, að vel væri farið með fjármuni og alls gætt í þvi efni. Þó að Guðlaugur Rósinkranz hefði ekki neitt orð á sér fyrir teiktistarþekkingu, þá vissu kunnugir, að hann var dug- legur og að lionum var sýnt um fjármál og stjðrn fyrirtækja. Hann fékk embættið. En deilurnar þögnuðu ckki. Þær liafa lialdið áfram til þessa dags. Þjóðleiklnisið hefur vaxið og dafnað undir stjórn hans, — og þó að margt megi að þvi finna, þá neitar þvi enginn, að furðumikill friður hefur verið innan veggja þess. Fjárhagslega er afkoma leik- Framhald á bls. 35. < Örstutt saga eftir VASA FORD-station ’59 fimm dyra, kominn beint úr kassanum, gulur og svartur, splunkunýr, stolt eigandans, Páls Jónssonar forstjóra, einnig stolt fyrirtækisins, P. Jónssonar og kós, umboðs og heildverzlunar, öfundargripur annarra. Þessum glæsilega vagni var ekið hægt fram dalinn. ökurnað- urinn, Páll Jónsson, var einn í bílnum, og honum lá ekkert á. Allt var hljótt og þögult, eins og sumarnótt getur orðið kyrrust um lágnættið. Maðurinn í bíln- um var í feitara lagi, og hann reykti sveran vindil. Hann leit til beggja hliða, og við og við stöðvaði hann bílinn svo til al- veg. Yfir hann kom undar- leg sælutilfinning, gleðiblandin hryggð, söknuður. I mörg ár, átján viðburðarík ár, hafði hann ekki séð þessa sveit. Hér hafði hann fæðzt, í þessum dal hafði hann alizt upp, milli þessara hálsa hafði hann átt heima fyrstu tutt- ugu og þrjú ár ævinnar. Á þess- um slóðum var hann kallaður Palli frá Seli. Héðan hafði hann farið fátækur og feiminn til þess að verða að manni, og hann hafði orðið að manni. Hingað var hann kominn, P. Jónsson og kó, til að sýna sveitungum sínum Ford station ‘59, fimm dyra, til að sýna þeim það. Palli litli í Seli var alltaf seig- ur strákur, og hann hafði nokk spjarað sig. Á bæjunum í kring bjuggu lúnir menn, hann hafði stundum hitt þá í bænum, lotna, skreflanga menn í annarlegum sparifötum og með sigg í lófum, menn, sem heilsuðu með handa- bandi og notuðu sterkar áherzl- ur. Páli þótti vænt um þessa menn. Þetta voru sveitungar hans, gamlir vinir eða óvinir, en allir komu þeir honum við. Þetta voru hans menn. Hann stöðvaði bílinn og tók út úr sér vindilinn; það var dautt í honum, og hann henti honum út um gluggann. Þetta var hans sveit, það var dásamlegt að vera kominn hing- að aftur. Það var byrjað að slá á sumum bæjunum, gulir blettir sáust í grænum túnunum. Hann ók aftur af stað, löturhægt, áfram, heim. Undarleg tilfinning að koma heim eftir öll þessi ár. Skyldi vera byrjað að slá í Seli? Vafalaust, túnið hafði alltaf verið grasgefið, og það hafði alltaf verið byrjað að slá flötina fyrir sunnan bæinn, og hann hafði skriðið undir múgana og falið sig. Hann jók ferðina. Þetta var góður bíll, eins og hugur manns, hann ætlaði að leggja honum við túnhliðið og sofa í honum í nótt. Það færi víst nógu vel um hann þarna aftur í. Skyldi það ekki nugga stírurnar úr augun- um, fólkið á bænum, þegar það sæi hann? Gæti verið. Það fór notaleg sjálfsánægja niður eftir bakinu á Páli Jónssyni. Hann steig á benzínið, áður en hann kom í aflíðandi brekkuna, og lét svo bílinn renna hljóðlaust niður brattann hinum megin og stanz- aði. Hann var kominn heim. Hér blasti bærinn við. Svona hafði það alltaf verið, sprett úr spori yfir Húsamelinn, og hér var bær- inn, falinn af Bæjarásnum og Stekkjarhólnum. Hann lagðist á hendur sínar fram á stýrið og horfði heim. Hann var þreyttur, skelfing þreyttur, eins og hann hefði ekki hvílt sig í átján ár, átján löng, erfið ár. Hérna spretti hann alltaf hestinum og tók út úr honum, svo bar hann hnakkinn og beizl- ið á bakinu heim í skemmu, og hundurinn kom á móti honum flaðrandi upp um hann ofsakátur, þvi að hundi þykir alltaf vænst um þann, sem týndur var, en er fundinn aftur. En þetta var skyn- samur hundur, og hann gelti aldrei á nóttinni, nema mikil býsn steðjuðu að. Maðurinn við stýrið andvarp- aði aftur. Síðan tók hann rögg á sig, opnaði bílhurðina og steig út. Það var náttfall, og skórnir hans urðu blautir af grasinu. Hann rétti úr sér, andaði djúpt að sér heilnæmu sveitaloftinu og gaf bilnum aðdáunarfullt horn- auga. Þvi næst gekk hann að tún- hliðinu, opnaði það hljóðlega og lét það vandlega aftur á eftir sér. Það var búið að slá flötina fyrir sunnan bæinn, og þarna var orf- ið í blettinum, öruggt vitni um, hvar verki dagsins hafði lokið, og hvar strit morgundagsins mundi hefjast. Maðurinn gekk heim tröðina. Þetta voru gamalkunnug spor, enga leið hafði hann oftar gengið en þessa. Þessa leið gekk hann að heiman fyrir átján árum með skilnaðartár í augum, nú var hann kominn aftur með söknuð I hjarta. Á móti honum kom móflekk- óttur hundur. Það var skynsam- ur hundur, sem vildi ekki ónáða sitt fólk með óþarfa gelti um nætur, en það var ekki vinaleg- ur hundur, heldur tortrygginn. „Snati minn,“ sagði maðurinn í gælutón, beygði sig áfram og rétti fram hægri lófa. „Rrrr," sagði hundurinn og stakk við fótum. Hann hét senni- lega alls ekki Snati. Maðurinn stanzaði einnig og leit vonsviknum augum á hund-. inn, síðan hélt hann áfram heim tröðina, en hundurinn kom á móti Framhald á bls. 33. Á þessum slóðum var hann kallaður Palli frá Seli. Héðan hafði hann farið fátækur og feim- inn til þess að verða að manni — og hann hafði orðið að manni — VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.