Vikan


Vikan - 07.07.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 07.07.1960, Blaðsíða 33
KARLMENNSKA Framhald af bls. 7. að sæll sé hver kvenmaður, sem aldrei sefur nema i hæsta lagi tvær nætur hjá sama karlmanni . . . Þú ættir bara að vita, hvernig mér líður í hausnum. Er nokkuð eftir af viskíinu? -—■ Er ekki slatti á flöskunni á borð- inu þarna hjá þér? Og glasið þitt .. . — Skítt með það. Ætli maður láti sig ekki hafa það að drekka af stút. Þú hefur breitt ofan á mig. Þakka þér fyrir. — Þú lást útglennt framan í öllum. — Skyldi þeim hafa verið of gott að líta upp eftir lærunum á mér . .. Að þú skyldir ekki krossleggja á mér hendurnar. Heyrðu, er allur þessi skarkali i hausnum á mér — eða hvað? — Það er jarðýta í gangi hérna fyrir utan — að lagfæra lóðina. — Hvað er klukkan? — Hálfellefu. Viltu kaffi ... ? — Nei, nei -—• í öllum guðanna bæn- um. En ef þú ættir svefntöflur og ég mætti sofa hérna dálitla stund ... — Ég á þær. Og Þér er velkomið að sofa eins lengi og þig lystir. — Þakka þér fyrir ... Nei, ég fæ mér bara sjúss með henni. Æ, hvers vegna er maður alltaf að þessum andskota, ■—• og hvað væri þó lífið án þess ... — Er þetta þá allt og sumt, sem þú ætlast til af lífinu? — Ætlast til af lífinu? Herra minn trúr ... Það eina, sem ég ætlast til af því, er það, að það ætlist ekki til neins af mér. Var þetta ekki gáfulega sagt af manneskju, sem er að sálast úr timburmönnum og hefúr þar að auki gleypt tvær svefntöflur? — Tvær ... — Já, ég er orðin vön þeim, þetta er allt í lagi. Á hvað ertu alltaf að horfa þarna út um gluggann? Jarð- ýtuna ... ? — Já, jarðýtuna. — Og er það hún, sem gerir þig svona þenkjandi? — Kannski .. . — Jæja, ég er að sofna . . . Það eina, sem ég ætlast til af lífinu ... er það ... að ég fái að sofna . .. eins og steinn ... VI. ■— Hvað getur dvalið drenginn hann Einsa, Helgi minn? Klukkan langt gengin í eitt, og hann kemur ekki í matinn. Nei, nei, hann er ekki neins staðar hjá jarðýtunni, -—• eins og ég sé ekki búin að gæta út um gluggann. Hann hlýtur að hafa skroppið eitthvað frá. Kannski, að eitthvað hafi nú bilað eða brotnað í ófreskjunni ... Og ekki gréti ég það. Ég er nú ekki betur innrætt en þetta, Helgi minn. Ef hann hefði keypt sér snotran bíl, þá hefði kannski verið einhver von, og kem ég að því enn. Já, veit ég Það, að þær eru ekki allar upp á marga fiskana nú til dags, en kona er þó alltaf kona, og er það ekki einmitt karlmannsins rétta eðli, Þó svo að einhverjir van- kantar ... Æ, hvað getur tafið bless- aðan drenginn, Helgi minn . .. VII. — Berserkurinn minn .. . E’isku berserkurinn minn. Má ég kalla þig það? — Ef þú vilt. — Um hvað ertu að hugsa, ber- serkurinn minn ... ? — Ég hugsa aldrei neitt. — Nú ertu að skrökva. Maður kemst ekki hjá því að hugsa, jafnvel ekki, þótt maður feginn vilji. Líður þér vel? — Já. — Þér líður kannski ailtaf vel? —- Veit það ekki. Jú, þegar ég er að ryðja um mold og grjóti með jarð- ýtunni. — Þú þarft ekki neinnar jarðýtu við, elsku berserkurinn minn. Þú get- Framhald á næstu síðu. þá æftuð þjer að afhuga að það er auðveldara nú en áður að velja mafinn. Hinar Ijúffengu Honigs vörur eru á boðslólnum í næstu búð. T.d. Honigs Júlienna súpa í pökkum, súpufeningar, sem gera má úr einn hinn Ijúffengasfa drykk á svipstundu. — Makkarónur og búðingsmjöl. — Allf fyrsja ilokks vörur. Ef þ)er eruðfarin að hugsa fyrir sumarferðalaginu FORD-station Framhald af bls. 9. honuin í slóru.ii sveig eftir nýslegnu túninu. Þeg- ar maðurinn kom að blettinum gekk hann út á túnið og stefndi á orfið. Það var langt síðan h-ann hafði slegið. Hann tók löng skref í nýslegnu tún- inu og ljáin þvældist fyrir fótunum á honum og lúddi við skóna. Þegar hann kom að orfinu, beygði hann sig niður, tók með hægri hendi um efri endann og rétti sig upp. „Rrrr,“ sagði hundurinn fyrir aftan hann, -—■ honum var hætt að lítast á blikuna. Manninum varð hverft við, og honum varð litið á hundinn, þar sem hann stóð óvinveittur og illi- legur. Hann sleppti orfinu. Þetta var gamalt orf, og það brakaði í efri hælnum, þegar hann skall I jörðina. Þetta var ekki hans orf, hann átti ekk- ert í þessu orfi, ekkert í þessum bæ, ekkert i þessu landi. Þetta var ekki hans hundur. Binu sinni átti hann orf í þessu túni, einu sinni átti hann þennan bæ, þetta land, og þá var þessi hundur ekki til, heldur annar hundur, hundurinn hans. Sú var tiðin, að hann hafði ætlað að gera mikið fyrir þennan stað, byggja fallegt hús í staðinn fyrir gamla bæinn, stóra hlöðu, fjós og fjárhús. Þá ætlaði Palli litli í Seli að verða Páll stórbóndi í Seli. Hvað var þetta hundsspott að flækjast hérna? „Svei þér,“ sagði maðurinn. „Rrrr,“ sagði hundurinn. Manninum leið ekki vel. Hann var ekki hræddur við hundinn, — sei, sei, nei, hann var ekki hrædd- ur við hunda, en hann var svo óttalega einn. Þetta var eins og martröð, og hann langaði til að vakna, vakna og verða lítill drengur, sem hefur sofnað úti á túni, og það slær að honum, þegar hann vaknar. Hvað var hann að flækjast hér í annarra manna túni, stela ljáförum úr annars manns erfiði ? Maðurinn leit niður fyrir sig á orfið. Síðan gekk hann nokkur stefnulaus skref áfram, stakk hönd- unum djúpt í buxnavasana og leit í kringum sig. Hann hafði langað til að koma hingað, þar sem hver steinn bar sitt nafn, hver þúfa hafði sitt gildi. Oft hafði hann séð þetta fyrir sér á undan- förnum árum, og nú var það allt breytt. Fjöllin voru ekki lengur há, steinarnir ekki stórir. Hann hafði farið héðan, svikið þetta land, nú var hann kominn aftur, og þetta land hafði svikið hann. Maðurinn varð vonsvikinn, gramur, vondur. Hann sneri sér að hundinum. „Farðu," sagði hann. Hundurinn lagði niður rófuna, en fór hvergi, hann stóð þarna lúpulegur og þrjózkur og horfði á manninn. Honum geðjaðist ekki að benzínlykt. Maðurinn tók stefnuna beint á bílinn yfir óslægj- una, og blautur punturinn náði honum í mitt læri. Hingað hafði hann komið með söknuð í hjarta, aftur sneri hann votur í fætur, og það var i honum hrollur. Fjandinn hafi það, hér var ekkert fyrir hann. Nú fyrst skildi hann þrjózku foreldra sinna við að flytjast til hans í bæinn. Þau höfðu heldur viljað hokra hér siðustu árin — meðal vanda- lausra, tvær útslitnar manneskjur með loppnar hendur af erfiði. Hann hafði heldur aldrei lagt hart að þeim. Hann leit á sínar eigin hendur, hvítar og mjúkar með lipra fingur. Peningaputtar, og hann greikkaði sporið. Þegar hann kom að hliðinu, reif hann það upp og grýtti því frá sér, og þarna stóð bíllinn gulur og svartur, með krómaða lista, — dollaraglott. „Djöfullinn,” sagði maðurinn og sparkaði af al- efli í frambrettið. Óhreint skófarið stakk greini- lega í stúf við gljábónað lakkið. Maðurinn gekk tvö skref aftur á bak og starði á farið. Hvað var þetta, var hann orðinn vitlaus, sparka í bílinn? Hann tók upp hvítan vasaklút og þurrkaði óhrein- indin vandlega af brettinu, en eftir sat örlítil, dökk rispa i ljósu lakkinu. Hann strauk með fingurgómi yfir rispuna og gretti sig. Þetta yrði hann að láta gera við strax í fyrramálið. Heppni, að hann skyldi hafa geymt afganginn af lakkinu. Þá braut hann klútinn vandlega saman, lét óhreinindin snúa inn og stakk honum í brjóstvasann. Svo settist hann inn í bíl- inn, tvískellti hurðinni, setti bílinn í gang og bakk- aði út af götunni til að snúa við. „Rrrr,“ korraði i hundinum. þar sem hann lá fram á lappir sinar á hlaðinu og horfði húlfluktum augum á bilinn. Ford Station ‘59, svörtum og gul- um, með örlitla rispu á vinstra frambretti, var ekið á fleygiferð niður dalinn. -fc ce-nei. VIK A N 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.