Vikan


Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 3

Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 3
— Mig langar til þess að brjóta rúðurnar — segir G.Þ.G. um loftræstingu á gististöðum að þessi eyðibýli byggðust aftur, yrði hinum nýju landnemum þó hlýlegri aðkoman en ef þeir yrðu að setjast að í niðurníddu íbúðar- húsi. Hvernig væri annars að einhver ferða- skrifstofan tæki sér fram um þetta, þar eð það virðist að mörgu leyti nálægt þeirra verkahring. SUMARLEYFISFERÐALÖG — OG NBSTI. Kæra Vika. Væri það ekki sniðugt, að einhver matvöru- verelunin tæki sig til og byggi út nestispakka kanda manni — til dæmis eins dags pakka og þriggja daga pakka — þar sem fyrir öllu væri séð og þannig frá því gengið að maður þyrfti hvorki að hafa áhyggjur af sjálfum sér né nest- inu. Ef maður ætlaði í viku ferðalag, gæti mað- ur keypt tvo þriggja daga pakka og einn til eins dags, eða þá líka að verzlunin hefði þriðju pakkastærðina með vikunesi. Ég er viss um að þetta yrði mun ódýrara fyrir mann og mun hentugra á allan hátt, og það ætti að geta orðið hentugra og tiltölulega ódýrara fyrir verzlan- irnar lika. Viltu ekki koma þessu á framfæri, cf einhver vildi athuga það. Með beztu kveðjum. Gleymin. Nestispakkar til skemmri ferðalaga munu fá- anlegir eða hafa verið fáanlegir. En hitt mun óþekkt hér enn, að nestispakkar til lengri tíma séu á boðstótum, og mundi þó áreiðan- lega oft koma sér vel, þvf margur hefur stutt- an tíma til undirbúnings þegar leggja skal af stað, og alltaf er hætt við að eitt og annað gleymist á sfðustu stundu. sem ekki er auð- velt að bæta úr uppi í óbyggðum. LOFTRÆSTING Á GISTISTÖÐUM. Kæri póstur. Fyrir skömmu gerðust þau tíðindi í gistihúsi einu úti á landi, að erlendum dvalargesti þótti loftræstingin ónóg i þeirri vistarveru, sem hon- um hafði verið fengið til íbúðar; tók sig þvi til og braut gluggann, og varð sú framtaksemi hans landsfræg. Mig hefur margsinnis sárlangað til að fara eins að, þar sem ég hef dvalið sem gestur á opinberum gististöðum i bæjum og sveitum, þó skapleysi mitt kæmi i veg fyrir framkvæmdir. Það er einkennilegt á hve mörgum slikum stöð- um er ókleift að opna glugga; það er eins og ekki sé ráð fyrir því gert að menn sofi fyrir opnum gluggum og það um hásumarið. Að mað- ur minnist svo ekki á það, að fyrir bragðið geymist þar þefurinn af öllum undanförnum gestuin, eða að minnsta kosti þeim, sem þar hafa dvalist það sumarið, og blandast saman lyktinni af öllu því, sem matseldað hefur verið og á borð borið i lengri tíma, og fyllir vit manns um leið og komið er inn fyrir þröskuldinn. Það er ekki nóg að hægt sé að opna glugga í nokkr- um lierbergjum — það á að vera lágmarkskrafa, að livert einasta herbergi á slíkuin stöðum sé með opnum gluggum. Með fyrirfram þökk. G. Þ. G. Satt bezt að segja getur maður varla trúað öðru en þeirri lágmarkskröfu sé hvarvetna framfylgt, en dæmið úr Vestmannaeyjum sannar að svo er ekki, og því engin ástæða til að vefengja frásögn bréfritara. Bréfið er því birt hér til leiðbeiningar og aðvörunar þeim, sem umsjón hafa með slíkum gististöð- um og annast þar móttöku gesta. Fyrir utan þann ómenningar- og óþrifnaðarbrag, sem er að slíku hirðuleysi, mega þeir hinir sömu alltaf búast við að verða fyrir tjóni bótalaust, því alltaf getur þá gesti borið að garði, sem ekki skortir skap til framkvæmda — og rúðu- gler kostar skildinginn um þessar mu 'Mr eins og allt annað, auk þess sem það er v»».,- söm auglýsing fyrir staðinn þegar sh'kt vejV ur landsfrægt. ÞVOTTALÖGUR • ÞVÆR ALLT • ILMAR DÁSAMLEGA • SÉRSTAKLEGA ENDINGARGÓÐUR • FER VEL MEÐ HENDURNAR SÖLUUMBOÐ: SltipkttH Vr SKIPHOLTI 1 • REYKJAVÍK SlMI 2-3787. yiKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.