Vikan


Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 24

Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 24
9 í se0Í & ' 4X HrútsmerkiO (21. marz—20. apríl): Vikan verður þér hagstæð í flestu. Þó vilja stjörnurnar vara Þig við einu: Trúðu ekki í blindni á allt það sem nýtt er og óvenjulegt, þótt girnilegt sé. Þetta á jafnt við um hluti sem menn. Þér græðast miklir peningar í vik- unni, jafnvel þótt þú stritir ekki ýkjamikið, stjörnurnar eru þér hliðhollar. Föstudagurinn verður frábrugðinn hinum dög- um vikunnar, einkum þó kvöldið. Heillatala 4. NautsmerkiO (21. apr.—21. maí): Nú verður mann- gæzka þín þaulreynd í vikunni, og ætti ekki að vera ýkja erfitt að standast þá raun. Uppástunga kunn- ingja þíns er einskis virði, og skaltu ekki eyða tíma þínum í að vinna að þessu verkefni, því ell- egar getur illa farið. Hugkvæmni þín verður til þess að þú og nokkrir kunningjar þínir lifa sæludaga eftir helgina. TvíburamerkiO (22. mai—21. júní): Þér hættir víst til þess að gleyma því, að peningar eru ekki allt í þessum heimi. Það gagnar lítið að eiga gilda sjóði og kunna ekki að færa sér þá i nyt sakir andans sljóleika. Þess vegna skaltu reyna að gera eitthvað til þess að efla andríki þitt, og um leið nýtur þú peninganna í mun rikara mæli en fyrr. KrabbamerkiO (22. júní—23. júlí): Láttu ekki smjað- ur og innantómt hól hlaupa með þig í gönur, þessi maður er aðeins að reyna að koma sér í mjúkinn hjá þér, og ætlar síðan að misnota vináttu þína. Á mið- vikudag er hætt við að þú spillir illilega fyrir sjálf- um þér sakir sjálfselsku, og verður þú að vinda bráðan bug að þvi að öðruvísi fari. Þú leggur nokkuð hart að þér i vikunni. LjónsmerkiO (24. júlí—23. ág.): Reyndu nú fyrir alla rnuni að gleyma fortíðinni og gerðu um leið áform varðandi framtíð þína, annars getur svo farið að Þú m'snotir herfilega þau tækifæri, sem þér kunna að bjóðast seinna meir. Þú verður mikið heima við, og er það vel, því að þér er hollast að taka lífinu með ró. Peninga- lega verður vikan þér mjög hliðholl. MeyjarmerkiO (24. ág—23. sept.): Nú gefst Þér loks- ins tækifæri til þess að sanna hvað í þér býr. Láttu það samt ekki verða til Þess að þú slakir til við vinnuna. Maður eða kona vill af alhug hjálpa þér, en hann íhún) vill ekki verða of uppáþrengjandi. Þér er sannarlega þörf á hjálp hans (hennar). Þú hefur alls ekki uppfyllt þau fyrirheit, sem þú gerðir í síðustu viku, og máttu skammast þín fyrir. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Vertu þolinmóð- ur i garð konu, sem vill þér vel. Þótt hún hagi sér d'dit'ð einkennilega þessa dagana. stafar það alls ekki af andúð á þér, eins og þú kannt að halda, held- ur þveröfugt. Það getur stundum komið sér illa að segja fólki sannleikann, þess vegna skaltu hugsa þig um tvisvar, r.ður en þú segir nokkrum sannleikann í máli, sem kann að vera honum viðkvæmt. Varastu það sem gult er. Prekamerkiö (24 okt.—22. nóv.): Stjörnurnar lofa þér efnahagslegri velmegun, en hins vegar verður samkornulagið ekki sem bezt heima við. Þú hefur verið latur undanfarið og alls ekki rækt störf þín af samvizkusemi. Þetta má ekki halda áfram. Bæði fVrnr.tudags- og föstudagskvöld verða mjög ske'mmtileg, líklega íærð þú heimboð annað kvöldið. Þér berst einkennileg gjöf eft- ir helgrna. Amor lætur þig ekki í friði fram að helgi. BogmaOurinn (23. nóv.—21. des.): Þú getur forðast leiðinleg vandræði út af peningum, ef þú ferð var- lega með peningana í þessari viku. Þú færð til úr- lausnar vcrkefni, sem kann að virðast þér ofviða, en ef þú yfirstígur fyrsta og erfiðasta hjallann, mun allt ganga eins og í sögu og verkefnið færa þér ómetanlega ham- ingju Kunnátta þín á einu sviði verður til þess að Þú færð v.ppreisn í hópi nokkurra félaga þinna. GeitarmerlciO (22. des—20. jan.): 1 fyrri viku fékkst bú smellna hugmynd, sem þá var ögerningur að hrinda í framkvæmd Þú mátt samt ekki halda að það verði aldrei hægt, því einmitt í þessari viku hvetja stjörnurnar þig til þess að gera allt, sem I þínu valdi stendur, til þess að hrinda henni í framkvæmd. Þótt mikið verði að gera í vikunni, verður hún allt annað en leiðinlég. Þú virð'st afbrýðisamur út af engu. Heillatala 4. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þú kemst ekk- ert áfram í þessu lífi ef þú lætur aðra vaða ofan í í þig í sífellu og hrifsa frá þér beztu tækifærin. Þú verð ir að taka á Þig rögg, öðlast meira sjálfstraust, og sýna náunganum þannig í tvo heimana. Þig hef- ur lengi langað til þess að kynnast einhverjum manni, og ein- mitt nú gefst þér tækifæri til þess að kynnast honum. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þú hefur allt of mik'ð á prjónunum þessa dagana, og með því móti er einmitt hætt við því, að ekki verði úr neinu. Láttu ______ekki ímyndunaraflið. hlaupa með þig í gönur í máli, sem er þér hjartfólgið, reyndu heldur að líta á málið af skynsemi og um leið skaltu reyna að gera þér grein fyrir skoðunum annarra á þessu máli. Hans Söhnker og Katharina Mayberg eru glæsileg hjón i hinni nýju kvikmynd Wolfgang Liebeneiner ,,Eg giftist forstjóranum“. Söhnker leikur forstjórann sem er umsetinn af ungri stúlku. Ástarævintýri stúlkunnar Brigitte hófst þegar hún varð hrifin af manni, scm hún þekkti ekki neitt, en haföi séö mynd af. Á dansleik skýrir hún vinum sín- um frá því, aö hún ætli aö giftast ókunna manninum. Ileidelinde Weis (á myndinni meö Gerhard Ried- mann) leikur Brigitte. Með ótrúlegri framhleypni tekst Brigitte að setja Stahlmann forstjóra, draumaprinsinum sínum, stefnu- mót simleiöis. Hún snyrtir sig og fegrar eins og hún getur tit aö ganga sem mest í augun á honum. En húsráðandinn, frú Mahnke, er lítiÖ hrifin af þessu uppátæki Brigitte. Heidelinde Weis (til vinstri) og Dorothea Neff.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.