Vikan


Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 2
I I 1 I I • Bréf frá Dagverðará • Not fyrir eyðibýlin • Nestispakkar • Fallegar sumarstúlkur ÉG ÞAKKA BIÍÉF, SEM ÉG FÉKK í GÆR ... Dagverðará, 18. júní 1960. Ég þakka bréf, sem ég fékk í gær. Ég skil vel nauðsyn þess að hækka áskriftargjald „Vikunn- ar“ og jiess vegna ætla ég að kaupa hana áfrain þótt verðið /hækki. Ég tes ailt sem í „Vikunni" stendur, nema stjörnuspána, og draumaráðningarnar er ég líka liætt að lesa — en úr því „Vikan“ vill færa öllum eitthvað, verður hún líka að hugsa um þá hjátrúuðu eins og hina- Reyndar les ég draumana. En getur „Vikan“ ekki alltaf birt eitt gott kvæði handa þeim Ijóðelsku, annað- hvort nýtt eða gamalt, en umfram allt ekki „atómljóð“? Ég hef verið lesandi „Vikunnar“ frá upphafi, og hún hefur átt sína blóma- og visnunartíma, en aldrei hefur hún verið fjöl- breyttari en nú. Því meira innlenl efni, því vin- sælli verður hún. Ég óska ykkur, sem að „Vikunni“ standið, alls góðs. Helga Halldórsdóttir. Við þökkum þetta vingjarnlega bréf. Hclga virðist ekki hafa trú á stjörnuspám eða draumaráðninguni — hún um það. Því virðist fara fjarri að allir séu sama sinnis — þeir um það, hvort sem það er nú hjátrú eða hjá- trú ekki. Uppástungan um ljóðaflutning er ágæt, og fróðlegt og gaman að vita, að enn skuli fyrirfinnast ljóðelskt fólk á Iandinu, og það upp á gamla móðinn. Þessi uppá- stunga Helgu verður áreiðanlega athuguð nánar, hvað svo sem úr verður. Það skal að lokum tekið fram, að Helga Halldórsdóttir er ekki ein um að skilja nauðsyn þess að hækka áskriftargjaldið; það virðast yfirleitt allir áskrifendur „Vikunnar“ gera og halda því tryggð við hana eins fyrir það EYÐIBÝLI — SUMARHEIMILI. Kæra Vika. Ég hef ekki ferðast ýkja mikið um sveilir landsins, en samt nógu víða til þess að sjá þar vel hýst bændabýli I eyði; sumstaðar góð stein- hús, sem ábúendur sýnast hafa verið nýbúnir að koma upp þegar þeir kvöddu kóng og prest, og mér hefur fundist það sárgrætilegt að vita þessar byggingar verða smáinsaman eyðilegg- ingunni að bráð fyrir það, að enginn hirti um þær og koma eikki neinum að notum. Og þá hef- ur mér á stundum doltið í hug, hvorl einhver samtök innan hrepps, sýslu eða jafnvel í nær- liggjandi kaupstöðum gætu ekki haft forgöngu um að halda þessum byggingum eitthvað við og leigja þær til sumarleyfisdvalar. Þessi býli eru yfirleitt til fjalla eða innst í dölum, þar sem einmitt er fallegast yfir sumarmánuðina, og mörg þeirra eru í símasamhandi — ég er viss um, að fjöldamargir borgarbúar vildu dveljast þar lengri eða skemmri tima og greiða vel fyrir, ef öllu væri sæmilega við haldið. Það er hæði til skaða og skannnar að nota svona dýr og góð húsakynni ekki til neinna hluta. Vinsamlegast. Ferðalangur. Þetta finnst mér einnig góð uppástunga. Að sjálfsögðu kostar það verulegt fé að halda við slíkum byggingum, þótt góðar séu, þegar þær standa í eyði yfir vetrarmánuðina — en þarna ætti líka að gefast nokkur peningur í aðra hönd. Og enn eitt; ef til þess kæmi V I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.