Vikan


Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 14

Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 14
- Við gorum það vandamál að umtalsefni í greininni, þegar taka þarf mynd af landslagi í fjarska fá hvnrt tveggja skarpt. Þorsteini Jósepssyni virðist hafa heppnazt það og fólki í forgrunni og vel hér. Með myndavél í sumarleyíið Nokkur fróðleiks- korn Áður en þú smellir af Þú ert ef til vill einn af þeim, sem hefur áskotnazt myndavél, og ætlar þér að taka nokkrar myndir í sumarleyfinu. Þú sérð, að það eru ýmsar stillingar á apparatinu, sem þér finnst heldur hrollvekjandi í fyrstu, en eru ótrúlega meinlitlar, þegar betur er að gáð. Þú manst, að það voru eng- ar slíkar stillingar á gömlu kassavélinni, sem þú áttir einu sinni, og þig minnir, að það hafi nú stundum komið ágætar myndir úr henni. Jú, stundum, en ekki alltaf. Það gat nú víst brugðizt, — enda má ljóst vera, að einhver hlýtur ávinningurinn að vera, því að stillanlegar myndavélar eru miklu dýrari, — það hefurðu séð í búðunum. Við getum líka fullvissað þig um það. Við alls konar aðstæður er svo til ómögulegt að taka góðar myndir, nema hægt sé að gera ein- hverjar breytingar á Ijósopi og hraða, að ekki sé talað um fókus (skerpu í mynd- inni). Ef þú hefur ekki cnn fengið þér mynda- vél, en ert ákveðinn I þvf, þá gerir þú rétt i því að tala við einhvern sérfróðan, áður en þú snarar út aurunum. Þá er fyrst að athuga, hvort þú vilt fremur 35 mm vél eða fyrir breiðari filmu, 6 sm. Báðar tegund- irnar hafa kosti út af fyrir sig. Ef l)ú velur 35 mm vél, þá hefur þú fleiri myndir á filmunni, — 36 myndir, — og það er kostur, ef þú ert latur að vera sifellt að skipta um filmu. Það er líka auðveldara að hafa stóran hluta af myndinni skarpan með þess háttar vél, þar sem svið skerpunnar er þeim mun minna sem filman er stærri. Það er mun auðveldara að fá 35 mm pósitívar litfilmur heldur en af 6 sm breidd, og með orðinu pósitívur er i þessum skilningi átt við það, að ekki þarf að yfirfæra myndina á pappír, heldur cr bezt að láta hana í sýningarvél og sýna á tjaldi eða vegg. Með öðrum orð- um: Ef þú leggur áherzlu á litmyndatöku, ])á mælum við fremur með 35 mm vél, og einn kostur en enn ótalinn, og hann er sá, að þær eru léttari og meðfærilegri. Ef þú ert hins vegar með venjulega svarthvíta filmu í 35 mm vél og ætlar að láta stækka hana á pappír, — sem að sjálfsögðu verður að gera, — þá er vel líklegt, að myndin geti orðið kornótt og óskýr. Vél með 6 sm filmu hefur þann kost, að filman er stærri og myndir eftir henni munu þola mun betur stækkun. Ef þú ert bráðlátur og vilt sjá útkomuna fljótt, þá ertu miklu fljótari að fylla filmuna, þar sem á henni eru aðeins 8 eða 12 myndir. Pósitívar litfilmur í þess liáttar vélar hafa ekki fengizt hér, en eru að sjálfsögðu fram- leiddar erlendis. Jæja, nú er þér ef til vill ljóst, hvor teg- undin muni henta þér betur. Þá er eftir að athuga nokkur atriði nán- ar, hvora sem þú kaupir. Hið fyrsta og mikilvægasta eru stillingarnar. I.jósop er yfirlcitt táknað með litlu „f“. Stærsta ljósop er á flestum vélum táknað með tölunni 3,5, en á vönduðum tegunduin er það allt upp í 1,8. Sem sagt: Lægri tala táknar stærra ljósop. Minnsta ljósop er táknað með 22, og á sumum tegundum er minnsta Ijósop 16. Við viljum benda þér á, að ljósopið á vélinni, sem þú kaupir, þarf helzt að vera frá 3,5 til 22. Hraðastilling er annar jafnmikilsverður hlutur. Það er nauðsynlegt, að vélin taki á 1/100 á sek. eða meira, helzt 1/250. Svo þarf hún að taka allt niður i heila sek. og loks á tíma. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.