Vikan


Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 8

Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 8
Hinar fyrstu sýningarstúlkur þessarar aldar voru nœstum allar 1,80 m á hœð og engin þeirra vó minna en 77 kíló. ÞEGAR TÍZKD STÉLKAN VARÐ TIL Hinar grannvöxnu, drengjalegu stúlkur, sem eru í tízku nú, hefðu áður verið kallaðar fugla- hræður. hlaðna peningum og alls konar titlum. Þær eru einnig vinsælar á sama hátt og danssýning- arstúlkurnar í gamla daga og sömuleiðis eftir- sóttustu fegurðardísir kvikmyndanna. Og það er m.jög fróðlegt að lesa um það, þegar tizku- sýningarstúlkunni var fyrst „hleypt af stokkun- um,“ þvi að uppátækið vakti þegar frá byrjun geysilega eftirtekt og ánægju. Það var aug- ljóst mál, að hún fullkomnaði verk það, sem tízkuteiknarinn hafði skapað, og allir undruð- ust, að engum skyldi hafa dottið þetta i hug áður. Tízkufyrirbrigðið hafði þó þekkzt i mörg hundruð ár. Þetta gerðist fyrst alveg á sérstökum stað i London — Hanover Square 17, þckkt undir nafninu Maison Lucile, sem rak þarna sér- stætt tizknhús, hafði boðið til sin helztu hefð- armeyjum borgarinnar til þess að sjá sýningu hennar á nýjustu vortízkunni, og úti fyrir safnaðist auðvitað fjöldi manns til þess að sjá allar fínu frúrnar, sem þangað kæmu. Hin yndislega Lily Langtry trítlaði tignarlega út úr hinum glæsilega fereykisvagni sínum, og á eftir henni kom hin heimsfræga leikkona Ellen Terry, sem sá um hina dramatisku hlið inngöngunnar. Þarna kom hertogaynjan af Westminster í öllu sinu veldi og sömuleiðis Margot Asquith, hin fjörlega eiginkona forsæt- isráðherra Englands. Þarna, í Hanover Square, voru þá saman komnar um 150 ríkar og frægar frúr af betri endanum, í þeirri góðu trú, að þær ættu aðeins að fá stutt yfirlit yfir hina undursamlegu kjóla, sem madame Lucile hugðist setja fram sem vor- og sumartizku. Enginn hafði hugboð um hið óvænta, sem beið þeirra. Inni í hinu ríkulega og fallega tizkuhúsi, innan um bleikgráa veggi, teppi og dyraverði, urðu áhorfendur dálítið undrandi, þegar þeir sáu að hinar venjulegu uppstoppuðu brúður sem oftast sýndu hið nýjasta nýtt, höfðu verið fjarlægðar, en í staðinn hafði verið raðað, kringum hringmyndaða upphækkun, loga- gylltum stólum. Dömunum var siðan vísað til sætis, og þær settust fullar eftirvæntingar. Silkifortjaldið fyrir aftan upphækkunina var dregið til liliðar og fram á gólfið stigu sex fegurstu stúlkurnar i allri Evrópu. Þær voru hver um sig af sérstakri manngerð, yfirdrifnar og fjarstæðukenndar en jafnframt afsakplega glæsilegar. Madame Lucile hafði teiknað kjóla handa þeirn,, sem pössuðu nákvæmlega við persónu- leika hverrar fyrir sig, og þegar þær liðu fram gólfið til þess að sýna listaverkin, kváðu við áköf fagnaðarlæti frá áhorfendum, sem augnabliki áður höfðu setið sem þrumu lostnir af undrun. Þessar fyrstu tízkusýningarstúlkur voru þó, þrátt fyrir sína einstæðu fegurð, ekkert saman- borið við hinar grannvöxnu, glæsilegu ungu dömur, sem við sjáum nú á dögum. Hinar fyrstu sýningarstúlkur þessarar aldar voru næstum allar um 1.80 á hæð, og engin af þeim vó minna en 77 kíló! Sumar voru jafnvel tölvert þyngri! Fyrirmyndarkona þeirra tima var í * vennatízkan er geysilega gömul, og §ý hefst eiginlega með fyrstu hugmynda- ríku hellisbúakonunni, sem dró skinnið, sem hún klæddist, ofurlitið hærra upp og reyndi að hagræða því betur á sér en kynsystur hennar. Frá þeim tima hef- ur tízkan verið sifelldum breytingum háð, allt frá hinum klassíska, gríska einfaldleika til hins taumlausa prjáls rokokko-timabilsins, og nú hefur hún snúið við til nýtizkulegs ein- faldleika tuttugustu aldarinnar. Geysilegu erf- iði og óendanlegum tíma hefur verið fórnað á altari tizkunnar um aldirnar, og það er næstum of ótrúlegt til þess að geta verið satt, að engum skuli áður hafa dottið í hug að nota lifandi módel til þess að sýna tizkuframleiðslu sína fyrr en í byrjun þessarar aldar. Já, módelið eða tízkusýningarstúlkan er ekki gömul í hettunni. En síðastliðin fimmtiu ár hefur hún unnið sig upp i efstu þrep mann- félagsins, og nú eru frægustu tízkusýningar- stúlkurnar í hinum miklu tízkuverum svo eftirsóttar, og þær geta valið um biðla, drekk- Kventízkan hefst í rauninni með fyrstu hug- myndaríku hellisbúakonunni, sem dró skinnið, er hún klæddist, oíurlítið hærra upp og reyndi að hagræða því betur en kynsystur hennar. Nú er það atvinnuvegur að sýna tízkuklæði og boðorðin frá tízkuhúsunum eru betur haldin en flest önnur boðorð. 8 YIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.