Vikan


Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 31
Aður eu |»ie smellir af Framhalid af bls. 15. segja, hún þarf minni birtu við sama liraða, en um leið fylgir sá ókostur, að það er verra að stækka eftir henni, því að Kornin vilja ])á koma i ljós. Að vetrarlagi, þegar birta er af skornum skammti, nota menn fremur hinar grófu, ljós- næmu filmur, en við birtugnægð sumarsins nota menn fremur hinar hægari, fínkornóttari tegundir. Til glöggvunar er gott fyrir ])ig að vita, að 17 Din er fremur fínkornótt filma, en þegar komið er upp í t. d. 21 Din, þá fer hún orðin tals- vert gróf, en þó fer það algerlega eftir filmutegundum. Áður en lengra er lialdið, er vert að minnast á ljósmælinn. Ef þú ert byrjandi, er injög nauðsynlegt fyr- ir þig að hafa hann þér til aðstoðar og raunar alltaf, viljir þú vera ná- kvæmur. Myndataka án ljósmælis verður út í bláinn hjá byrjanda. Við skuluin reikna með því, að þú hafir orðið þér úti um ljósmæli með myndavélinni. Þá byrjar þú á þvi að stilla ijósnæmið á filmunni inn á ljósmælinn. Annars gefur hann ekki rétta útkomu til kynna. Að því búnu beinir þú ljósmælinum að þeim hlut, sem á að mynda, og venjulega er nál á mælinum, sem sýnir magn birtunnar. Þú lest af mælinuro á þann hátt, að þú ákveður annað- hvort hraðann eða ljósopið, og þá sýnir mælirinn þér hina viðeigandi tölu á móti. En hvernig átt þú að ákveða slíkt? Það er mjög undir atvikum komið. Það er hollt undirstöðuatriði fyrir þig að vita það, að þvi minna sem ljósopið er, þeim mun meira svið af myndinni verður skarpt. En at- hugaðu það, að eflir því sein Ijós- opið er rninna, þeim mun lengri tíma þarf það að standa opið, og þegar hraðinn er orðinn minni en um 1/20 úr sek., þá er alls ekki ör- uggt, að þú hreyfir ekki myndina. Ef þú ert að taka mynd af la.ids- lagi i björtu sólskini og vilt fá sem mest af því skarpt, þá mælum við eindregið með ijósopi 16 eða 22, og sé birtan nægileg, ættirðu að geta tekið myndina á 1/50 eða meiri liraða, og þa verður lnin varia lireyfð. Ef þú ætlar að taka mynd af landslagi og fólki, sem stendur tiltölulega nærri þér, og vilt fá hvort tveggja skarpt, þá er algert sáluhjálparatriði, að ljósopið sé lit- — Hversu miklu benzíni eyðir hann á literinn? ið, en ætlir þú einungis að fá fólkið í fókus, þá skiptir það minna máli. Á hinum iietri tegundum myndavéla er dýptarskali, og af honum getur þú lesið, hve roikil vegalengd verður skörp. Tölustafurinn 8, liggjandi á hliðinni, merkir iit í óendanlegt. Það er eins og kassavélar eru stillt- ar. Með minnsta ljósopi er unnt að fá mynd skarpa frá óendanlegu og niður í 3 metra frá myndavélinni. Ef þú ætlar að taka mynd af lands- lagi eða einhverju, sem er hreyf- ingarlaust, þá mælum við ineð þvi, að þú ákveðir ljósopið og lesir hrað- ann eftir þvi. Svo gegnir allt öðru máli, ef á að taka mynd af einhverju, sem er á hreyfingu. Þá er það fyrst og fremst hraðinn, sem þarf að ákveða. Sé það maður á gangi, þarf ekki minna en 1/50, til þess að liann verði ekki lireyfður, en ætlir þú að taka íþróttamynd eða af ein- hverju, sem er á talsvert hraðri lireyfingu, þá veitir ekki af 1/250 eða 1/500. Þó að þú vitir allt um þessar stillingar og höfuðreglur, þá er engin trygging fyrir því, að þú getir orðið góður ljósmyndari. Það geta allir lært sjálft handverkið, sem hér hefur verið talið upp, en þá er sjálf- ur kjarni málsins eftir: val viðfangs- efnisins. Þar kemur þinn listræni smekkur til sögunnar, og það er mjög vafasamt, að hægt sé að kenna þetta atriði. Það er að vísu unnt að kenna ákveðin atriði um mynd- byggingu og jafnvægi, — kompósí- sjón, — en þetta verða menn að þroska með sér sjálfir og hafa á tilfinningunni. Eitt stærsta vikublað heimsins er franskl og heilir París Match. Það byggir að mestu á myndaefni, og ritstjóri þess segir, að sér sé sarna, hvort mynd sé skörp eða ekki, en hún verður eindregið að segja ein- hverja sögu eða eins og sumir viija orða það: hafa sál. Þetta hugtak með sál í mynd er líka mjög óákveð- ið og eingöngu smekks- og mats- atriði. Þegar þú ert kominn það langt, að þú þarft ekkert að hugsa um stillingarnar á vélinni, sem sagt: farinn að taka myndir líkt og ósjálf- rátt, þegar gott mótív ber fyrir, þá er líklegt, að inyndirnar þínar fari að öðlast sál — og kannski reyndar fyrr. Stundum hafa byrjendur tekið úrvalsmyndir. En það eru fremur undantekningar, sem byggjast á til- viljunum. Ófráyíkjanleg regia er það hins vegar, að allir góðir ljós- myndarar eru fljótir að átta. sig á lilutunum. Augnablikið eina rétla kemur aldrei aftur. Stundum þarf að vakta sama viðfangsefnið tím- ununi saman, þar til færið kemur. Frægur ljósmyndari skrifaði eitt sinn grein um þetla alriði í banda- ríska vikublaðið Life. Ilann sá tvo negra að veiðum á brú í New York. Hann var fyrir fram sannfærður um það, að fyrr eða síðar mundi innbyrðis afstaða þeirra skapa list- ræna mynd með skýjakljúfa borgar- innar að baki. Hann beið og beið — lengi dags, en að lokum kom liið gullna tækifæri, og útkoman varð þann veg, að ótrúlegt er, að náðst hefði svo snilldarleg mynd, þótt tiegrunum hefði verið stillt upp. Og eitt er víst: Uppstillt mynd er næst- um ævinlega lífvana á móti slíkri mynd, sem gripin er beint út úr sjálfu lifinu. gs. ★ Gefur húSinni brönon lit, frisklegt og goft útlit — svo gjafmilt er NIVEA f loft og sóll Við notkun NIVEA-krems verSur húí ySar fyrr' brún, og sólargeislarnir megna ekki aS gera hana hrjúfa, þvf NIVEA-krem kemur ( veg fyrir ofþurrkun hennar. NIVEA-ultra-olfa hindrar sólbruna, gerir lengri sólböS' möguleg og veldur hroSori litaskiptingu. Sutnak. t Sói - og niveaA t 8 HUSBYGGJEIVDIIR HUSEIGEMDUR upplýsingar o* sýnishorn af byffgingarvörum fri 47 AF HELZTU FYRIRTMJUM LAMDSINS opið alla virka daga kl. 1— 6 e.h. nema laugardaga kl. 10—12 f.h. einnig miðvikud.kvöld kl. 8—10 «Jt. öllum heimill ókeypia aðganeur. BYGGWGARÞJÓMUSTA A. I. Laugaveg 18a — ftkni 24344. VIKAN u

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.