Vikan


Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 5
Vinnuliðið, sem vinnur i spilaviljinu er hvorlci meira né minna en 1400 manns. Frægir menn, eins og Toscanini, Caruso, Chaliapin, Patti og Síirali Bernhardt hhfa komið fram i leikhúsinu í Monte Carlo. Kreisler kom þangað og heillaði úheyrendur sína. Og oft koin það fyrir að hann tapaði öllur ágóðanum af hljómleikum sinum í spila- vítinu, skömmu eftir að hann fékk hann i hendur. UPPHAFIÐ. Og allt byrjaði þetta með vesældarlegu fiski- þorpi. Höfðingjaætt Rainiers fursta, Grim- aldi-ættin á rætur sínar að rekja til Genúu. Um miðja nitjándu öld var Monaco lítið og fátækt. Charles II. fursti var að gjaldþroti kominn og fylgdist af öfund með fjáríúlgum þeim, sem runnu til staða eins og Baden-Baden og Bad Homburg. Frakkland liafði bannað allt sem hét spilling. Þar af leiðandi græddu þýzku spila- vitin enn meir. Og furstinn ákvað að láta ekki sitt eftir liggja. Og loks 13. maí árið 1858 var grunnsteinn- inn lagður að spilavítinu En draumur furstans um allt gullið, sem átti að streyma inn, rættist aldrei. Það var allt of erfitt að komast til spilavitisins, þar sem aðeins var hægt að fara sjóleiðina. Fyrsta mánuðinn var aðeins eitt borð í spilavitinu, og aðeins einn fjárhættuspilari og hann græddi! Þjónarnir í spilavitinu höfðu svo litið að gera, að þeir sátu bara, reyktu og spiluðu á spil til þess að gera eitthvað við timann. Vörður fylgdist með skipum á hafi úti, til þess að gá að þvi, hvort nokkur legði leið sína til spilavitisins ■— eða hvort eitthvert farartæki kæmi eftir frámunalega lélegum veginum, sem þangað lá. Allir, sem vildu byggja, fengu ókeypis lóð. En enginn virtist hafa áhuga á þvi. Loks kom maður eins og engill af himnum sendur, fyrrverandi franskur þjónn, Francois Blanc, skapheitur lítill náungi, sem liafði áður stjórnað spilavitinu í Bad Homburg. Hann hafði komizt að þvi, að járnbrautin frá Marseilles lá nú til Cannes, sem er skammt frá Nice. En það var naumast hægt að lcomast frá Nice til Monaco. HÁLFTÍMA UMHUGSUN. Blanc kom nú fram með tilboð til yfir- valdanna í Monaco. Furstinn fékk hálftíma umhugsunarfrest. Hann féllst á boð Blancs. Síðan var nýja spilavítið opnað 1. april 1863, en þeir, sem vildu spila með fjármuni sína, létu ekki daginn á sig fá. Orðstir Blancs frá Bad Homburg og Baden-Baden kom þús- undum manna til þess að kaupa sér hluta- bréf i spilavitinu. Hann lét lengja járnbrautina og leggja prýðisveg frá Nice til Monaco. Og kikirinn, sem verðirnir höfðu áður notið, kom í góðar þarfir, þvi að Blanc fylgdist nú með vörðunum i fristundum þeirra, til þess að koma i veg fyrir, að þeir yrðu of góðir vinir fjárhættuspilarannal Árið 1909 komu 1 483 570 manns til Monte Carlo og frami spilavitisins óx með degi hverjum. Og það fólst mikill sannleikur í orðum Frakka nokkurs, sem hafði haft ólánið með sér: Stundum vinnur rautt, stundum svart. En Blanc (franska: hvítt) vinnur alltaf! Þegar hann dó, lét liann eftir sig hátt á annað hundrað milljónir króna. HÖRÐ SAMKEPPNI. En Monte Carlo hefur síðan farið öfganna milli. Þegar leyft var að spila í Frakklandi, reis upp mikil samkeppni milli Nice, Cannes og Biarritz. Það var sagt, að margir, sem tapað höfðu í Mc»nte Carlo, hefðu framið sjálfsmorð, og að likunum væri róið út á höfnina og sökkt bar. Hvort þetta er satt eða ekki, veit enginn. En það er staðreynd, að forráðamenn spila- vitisins reyndu alltaf að þagga niður slíkan orðróm. Þar til fyrir nokkrum árum, fengu allir, sem spiluðu — og töpuðu — í spila- vítinu, nægilega peninga fyrir heimferð. Og örfáir félagar í þessari ágætu samkundw fengu örlítinn lifeyri, ef þeir höfðu spilað öllum auð sínum úr höndunum á sér. Nú fremja ekki fleiri sjálfsmorð i Monte Carlo en annars staðar í heiminum. Yfirvöldin halda þvi fram, i þokkabót, að menn lifi lengur í Monaco. — Aldrað fólk kemur þangað til þess að heimsækja afa sína og ömmur, segja yfirvöldin. Og í spilavítinu eru menn alltaf á varð- bergi gegn mönnum í sjálfsmorðshugleiðing- um, og oft úr hófi fram, eins og sannaðist fyrir nokkrum árum. Bandarikjakona, sem var í heimsókn í spilavítinu, hafði tapað, auk þess sem hún var með mikinn höfuðverk. Þegar hún hafði eytt öllum peningum sínum, stóð hún óstudd upp frá spilaborðinu og skjögraði inn i hliðarherbergi. Þar tók hún upp glas með asprintöflum í og stakk þeim upp í sig. Einn starfsmannanna sá þetta og var við hinu versta búinn. Hann kastaði sér yfir hana, hrópaði á hjálp og lét fara með konuna i sjúkrabil á næsta sjúkrahús hið skjótasta. Þrátt fyrir áköf andmæli hennar, var öllu dælt upp úr henni. . . Það eru margir sem hætta miklum fjár- hæðum í Monte Carlo, en flestir þeirra eru þýzkir og ítalskir iðjuhöldar og framámenn i Hollywood, eins og Darryl Zanuck og Jack Warner. Mesti ævintýratíminn var fyrir siðustu lieimsstyrjöld, þegar evrópskir konungar og bandariskir auðkýfingar eins og J.P. Morgan og Vanderbilt sátu við spilaborðin. Vander- dilt liafði tíðum heppnina með sér, þegar öll fjölskyldan var með lionum við spila- borðið. VanderbiltjSem átti liluti í fyrirtækjum upp á margar milljónir dollara, var aldrei örugg- ur, þegar hann sat við spilaborðið. Hann iðaði i sætinu, skipti um borð og hegðaði sér fremur eins og taugaveikluð liæna en „úlfurinn i Wall Street.“ Victoria drottning kunni vel við sig í Monte Carlo, en ekki vildi hún stíga fæti inn Framhald á bls. 35. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.