Vikan


Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 7
MÁSAG A Guy de Maupassaut: að getur einliver komið,“ taut- aði hann. „O, þá fleygjum við þessu út um gluggann.“ Hinum mégin við götuna var þvottahús. Fjórar ungar stúlkur i hvítum kyrtlum stóðu þar og sléttu eða struku flikur með heitum strok- járnum. Einn góðan veðurdag kom fimmta stúlkan. Hún var með stóra körfu fulla af þvotti. Hún nam staðar eitt augnablik úti fyrir dyr- um þvottahússins til þess að kasta mæðinni. Þá kom hún auga á herra Piquedent og mig i gluggan- um. Hún brosti til okkar, og Piquc- dent varð hrifinn og brosti til stúlkunnar. „Vesalings litla stúlkan,“ sagði hann. „Hún hefur erfiða vinnu.“ Daginn eftir, en þá sátum við aft- ur við gluggann, gekk sama unga stúlkan fram lijá. Þá veifaði hún og kallaði til okkar: „Góðan daginn, stúdentar.“ „Ég fleygði vindlingi niður til stúlkunnar. Og smám saman jókst luinningsskapurinn milli okkar. Við horfðum oft á þvottastúlkurn- ar og geðjaðist vel að þeim. Það var skringilegt að sjá við- brögð Piquedents, er stúlkurnar sendu okkur fingrakossa að gamni sinu. Hann hafði skemmtun af þessu, en áleit það tæplega samboð- ið stöðu sinni. Honum þótti það ckki samboðið kennara að daðra. Dag nokkurn kom mér nokkuð skrítið í hug. Ég sagði við kenn- arann: „Á ég að segja yður dálitla sögu, herra Piquedent. í dag hitti ég litlu vinkonuna okkar, þessa með þvotta- körfuna. Ég talaði við hana og komst að þvi, — ég er viss um að það er rétt með farið -— að liún er ofurlitið ástfangin af yður.“ Ég sá að Piquedent varð mikið um þetta. „O, hún hendir einungis gaman að mér. Það kemur ekki til rnála að svona ung stúlka vcrði ást- fangin af manni á mínum aldri,“ sagði hann. „Hvi ekki það?“ spurði ég. „Þér eruð glæsilegur maður á góðum aldri.“ En er ég sá að latinukennarinn tók þetla alvarlega, sleppti ég öllu gamni þennan dag. Næstu daga minntist ég á það, að ég liefði hitt stúlkuna og talað við hana um hann. Að lokum trúði bann því fullkomlega er ég sagði: Ég veitti þvi athygli, að liann starði ástföngnum auguin á stúlkuna, er hún gekk fram hjá. Morgun einn hitti ég stúlkuna og talaði við hana eins og við hefðum verið kunnug í mörg ár. „Góðan daginn. Góðan daginn, unga mær. Hvernig líður yður. Viljið þér vindling?“ Nei, þakka yður fyrir. Ekki hér á götunni.“ „Þér getið reykt hann er þér komið heim.“ „Já, jú — ég þakka Ég þigg hann.“ „Vitið þér að kennarinn minn er ástfanginn af yður?“ spurði ég. Hún brast í hlátur. „Þetta er bull,“ sagði luin. „Nei, mælti ég, hann talar um yður á hverjum degi. Ég er viss um að hann vill giftast yður.“ Iíún varð alvarleg. „Ég trúi þessu ekki,“ sagði luin. Er ég kom heim til lierra Piquedent, mælti ég: „Nú verðið þér að skrifa henni. Hún er alveg vitlaus i yður.“ Það fór svo að latinukennarinn skrifaði bréf, sem ég tók að mér að skila. Þetta var skringilegt ástar- bréf. En það hafði mikil áhrif á stúlkuna, er hún fékk það. „Almáttugur,” sagði lnin. „En hve fallega hann skrifar. Það er engum vafa undlr orpið, að hann er ágætismaður. Haldið þér að hann vilji giftast mér?“ Ég svaraði hiklaust: „Það getið þér reitt yður á.“ Ég skemmti mér ágætlega. Ég var cinungis átján ára. Mér kom ekki til hugar, hvað af þessu gamni gæti leitt. Daginn eftir liittumst við öll þrjú í veitingahúsi i skógarjaðrinum. Þetta mót hafði verið ákveðið fyrir fram. Þegar ég og herra Piquedent fórum út úr vagninum var stúlkan komin. Hún stóð og beið. Hún var vel lniin og mjög sakleysisleg. Stúlkan var fríð sýnum. Við borðuðum miðdegisverð og vorum glöð. Þar til komið var að eftirmatnum hafði ekki eitt orð verið sagt um ást. En skyndilega sagði hinn ágæti latinukennari minn: „Hinn ungi nemandi minn hefur ef til vill — ö — sagt yður eitthvað um mig — öh — i stuttu máli, ung- frú, álítið þér, að þér gætuð liugsað yður — öh ■—“ Monsilur horfði örvæntingarfull- ur í kring um sig. Þetta reyndist honum erfitt. Framhald á bls. 28. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.