Vikan


Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 4

Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 4
Það skiptast á ,,skin og skúrir“ við spilaborðin í Monte Carlo. r\ VERGRÍKIÐ MONACO er í skjóli fjalla á sólbakaðri Miðjarðarhafs- strönd Frakklands. Jafnvel hér norður á Islandi eru þeir ófáir, sem hafa átt nokkra dýrlega daga í þessum sælunnar reit og sumir hafa tekið svo djúpt í árinni að kalla það „himnaríki á jörðu“. Það er einkum tvennt, sem menn vita um Monaco: Þar búa og ríkja furstahjónin Rainier og Grace Kelly og þar er spilabankinn Monte Carlo, sem ókunnugir setja jafnan í samband við hroðaleg örlög, hamslausa spilafíkn og sjálfsmorð í örvænt- ingu. Sannleikurinn mun þó sá, að ekkert af þessu er höfuðeinkenni í tilveru spilabankans. Það er stofnun með menningarblæ, þar sem forvitnir ferða- menn taka sér glas í hönd og ganga á þykkum gólfteppum milli borða og hætta að gamni sínu nokkrum pundum. Það er nákvæmlega hið sama og að taka þátt í happdrætti, nema hvað hér færð þú að vita það strax, hvort þú hreppir vinning eða ekki. Upphæðirnar fara að sjálfsögðu eftir efnahag manna, og hin sjúklega áfergja í þetta happdrætti, að ekki sé talað um sjálfs- morð, er undantekning. Slík undantekning skapar að sjálfsögðu umtal og hefur það orðið til þess að mynda hrollvekjandi þjóðsögur í mikilli fjar- lægð. Margir hafa látið í ljós furðu yfir því, að hér skuli ekki vera slíkur spilabanki, þar sem Islendingar munu nú annars hafa sett heimsmet í happ- drættum. En snúum okkur nú aftur að Monaco og Monte Carlo. Monaco er vafalaust ríkastia land jarðar, miðað við stærð. í- búarnir þurfa svo til enga skatta að greiða, þeir þurfa ekki að gegna herþjónustu, fremur en ættu þeir heima norður á íslandi, og yfir- leitt þurfa þeir fáar byrðar að bera, sem þegnar annarra þjóð- félaga verða að sætta sig við. íbúarnir borga minna fyrir gas og rafmagn en það raunverulega kostar og Rainier þarf hátt á annan tug milljóna til þess að fram- fleyta fjölskyldu sinni og reka höllina með öllu sem henni fylgir. í Monaco er ein auðlind: Spilahöllin stóra, sem helzt líkist fagurlega skreyttri brúðar- köku. Eins og kunnugt er hefur griski skipa- kóngurinn Onassis tryggt sér meiri hluta allra hlutabréfa í spilabankanum og hann dvelst oft i Monaco, enda góðvinur furstans. Hins vegar talar hann ekki mikið um þá hluti fremur en aðrir auðmenn og kýs fremur að ræða um óperur, ballett og aðrar lystisemdir. Rainier fursti býr í glæsilegri höll uppi á hæð og hann veit það vafalaust manna bezt, að Monacobúar mundu lifa vesælu lífi, befðu þeir ekki spilabankann til framflcyt- ingar. Monte Carlo er stærsti bærinn i Monaco, — höfuðborg dvergríkisins. Þar er sp.ia- bankinn frægi, sem gert hefur nafnið svo stórt að menn rugla iðuglega saman bank- anum og bænum. Sumir kalla það spilavít ; iíklega er það runnið frá þeim, sem ekki liafa kunnað fótum sínum forráð inuan þcss- arar stofnunar og þeir eru margir. Rithöf- undar liafa líka notað spilabankann í Moníe Carlo lil þess að undirstrika mcinleg örlög og ekki gert minna úr en efni stóðu til. Nú á siðari tímum bafa framleiðendur kvik- mynda gjört hið sama. Aga Iíhan héitinn var áræðinn spila- maður, sem lét sér hvergi bregða við spilaborðið. Farák er hins vegar gjarn á að missa bœði stjórn á sér og peningunum um leið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.