Vikan


Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 3

Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 3
• Sérvitringar og músík • Þeir sem sigruðu 1930 • Leiðimdaatvik á þjóðvegi MEIRI DANSMÚSIKK! Stokkseyri, 15. ágúst, 1960. Póstur sæll. Ég skil lireint ekkert í því fólki — eða öllu heldur þeim sérvitringum — sem alltaf eru aS álasa útvarpinu fyrir „þessa eilífu músikk“, eins og komist er að orði. Ég segi fyrir mig, að ég mundi gjarna vilja að útvarpað væri dans- lögum allan daginn. Þegar Reykjavikurútvarpinu lýkur um hálffimm leytið, stilli ég samstundis á Keflavikurstöðina, Kanann. Svona er ég „spitt“ i adnslögin. Mér finnst að öll Iieimilisstörf verði mér auðveldari, þegar danslög eru í útvarpinu. Ég ráðlegg eindregið öllum þeim, sem eru mót- fallnir slíkri músikk, að loka viðtækinu, en vera ekki að ergja sig að ástæðulausu. Ein söngelsk. Þá hefur maður það svart á hvítu að söng- elskt fólk geti líka hrifist af danslögunum, og það er í sjálfu sér allmerkilegur fróðleik- ur. En svo drepur sú söngelska á annað at- riði, sem er eðlilega umdeilt — að loka fyrir útvarpið, sé maður óánægður nieð það, og vera svo ánægður með það á eftir. Þeir munu teljandi, sem tekzt það síðarnefnda, og það eru ástæður fyrir því. Við skulum setja dæmið þaning upp, að maður kaupi blað við alldýru verði, líki það ekki að öllu leyti, en fái það svar við gagnrýni sinni, að þá skuli maður ekki vera að hafa fyrir því að lesa það. Hitt er svo ekki nema eðlilegt, að ekki falli öllum hið sama, og jafneðlilegt að hver um sig vilji fá sem mest af því, sem honum fellur bezt en sem minnst af hinu. Þess vegna hlýt- ur starfsemi útvarpsinsr alltaf að vera um- deild, og sé hún það ekki, kemur það ein- göngu af sinnuleysi hlustenda. NÝSTÁRLEG ÍÞRÓTTASÝNING. Kæra Vika. Beztu þakikr fyrir allt gott. Þú hefur, eins og reyndar öll blöð önnur, gert dálitlar gælur við íþróttamenn, enda mun það vel liðið, bæði af sjálfum þeim lesendum. Nú langar mig að biðja þig um að koma á framfæri nppástungu að nýstárlegri íþróttasýningu, sem áreiðanlega mundi vekja mikla athygli, en yrði um leið hin fróðlegasta. Hún væri sem sagt þannig, að stefnt væri til þátttöku öllum þeim sem sigruðu í íþróttum á opinberum mótum fyrir til dæmis þrjátíu árum, og enn eru á lífi, og þeir látnir sýna hvað þeir gætu nú og hvernig þeir bæru aldurinn. Með því móti fengist sannreynt hið raunverulega gildi íþróttanna fyrir hreysti manna, heilbrigði og heilsusamlegt líferni, en til þess að mark væri á takandi, yrði að sjálf- sögðu að ná til allra, sem voru í nefndum hópi, og gera grein fyrir ásigkomulagi þeirra, sem einhverra orsaka vegna gætu ekki mætt til leiks. Hvernig lizt þér á þetta? Virðingarfyllst. Roskinn áhorfandi. Mér lízt vel á það í alla staði. Raunar er ég ekki alveg viss urn tilgang hins roskna áhorf- anda með þessari uppástungu, en ég get sagt honum það, að ég þekki nokkra gamla íþrótta- menn, sem bera sig eins og kempur og eru enn, margir hverjir, íþróttamenn í orðsins fyllsta skilningi. Það væri að sjálfsögðu girnilegt til fróðleiks að efna til slíkrar íþróttasýningar — en mundi það ekki gera sama gagn, að einhver stofnun eða einstakl- ingur tæki sér fram um að safna efni til skýrslugerðar um gamla íþróttamenn? Það hefur verið gert erlendis og árangurinn þótt hinn merkilegasti. ÓKURTEISI BÍLSTJÓRA Á VEGUM ÚTI. Kæri póstur. Öðruhvoru er minnst á það í blöðum að sumir bilstjórar eigi það til að haga sér ókurteislega á vegum úti, og nú ætla ég að segja þér frá einu dæmi um það, sem ég ætla að vona að sé ein- stakt. Við vorum á ferðalagi úti á landi eftir svo þröngum vegi, að ekki var liægt að komast fram úr nema á stöku stað. Á undan okkur ók bfll, fullur af ungu fólki. Ég veit ekki hvers vegna það tók upp á því að fara að stríða okkur með því að aka mjög liægt þar, sem vegurinn var þröngur, en herða á svo að við slyppum ekki fram úr, þar sem bann var breiðari. Þess á milli sendi það okkur svo tóninn. Og til þess að kóróna allt saman, nam það allt í einu stað- ar, stökk úr bílnum og upp i brekkur, þar sem þa ðsat góða stund og sendi okkur tóninn þaðan, á milli þess sem það gerði sér ýmislegt til gam- ans. Sem betur fer, kom okkur þessi töf ekki svo bagalega að mein væri að, en ekki hafði þetta unga fólk hugmynd um það ... Virðingarfyllst. G. Hannesson. Við bréf þetta er engu bætandi, en rétt að birta það með tilliti til þess að ökumönnum, ungum sem gömlum, sé það ábending um að láta slíkt ekki henda sig. Hvernig skyldi þetta unga fólk hafa borið það, ef það hefði verið í bílnum fyrir aftan, en sá sem á undan ók, hefði hagað sér eins og það? ÖLVUN OG SKRÍLSLÆTI Á OPIN- BERUM TJALDSTÖÐUM. Kæra Vika. Mikið hefur að undanförnu verið rætt um ölvun og skrílslæti á opinberuin tjaldstöðum, bæði á Þórsmörk og við Laugarvatn, sér í lagi úm verzlunarmannahclgina, sem — ef marka má — er orðin votasta helgi sumarsins. Það er þó helzt unga fólkið, sem talað er um í því sam- bandi, en það mun ekki réttmætt, ég veit það sjálf, vegna þess að ég var einmitt þessa helgi á öðrum þessara staða, og sá það með minum eigin augum að þeir fullorðnu voru ekki betri, það bar bara minna á þeim vegna þess að þeir voru i minnihluta. En ég held að þessi skrif gangi í öfuga átt. Það á að reyna venja fólk af þessu hátterni, sem er öllum til skaða og skamm- ar, og beita til þess ráðum á staðnum, nöldur og skammir eftir á hafa bara gagnstæð áhrif við það, sem til er ætlast. Sennilega væri bezt að hafa nokkra bila við hendina, og flytja það fólk skilyrðislaust og umsvifalaust í bæinn, sem ekki kann hóf drykkju sinni og er öðrum til ama. Væri það gert nokkrum sinnum, hugsa ég að það sama fólk hugsaði sig um tvisvar, áður en það filjaði upp á sliku næst. Virðingarfyllst. Tjaldfreyja. Þessari uppástungu er komið á framfæri, og má vel vera, að hún gefist vel, ef til fram- kvæmda kemur. Annars virðast þessar „opin- beru tjaldstaðir“, sem bréfritarinn kallar svo, víðar ætla að verða vandamál en hér á landi. Danir eru til dæmis í standandi vandræðum út af ölvun og allskonar ólifnaði í „sumar- tjaldbúðum“ þar í landi, og það svo, að sum blöð þar í landi bera fram þá kröfu að þeim verði lokað, þar sem þeir séu þjóðinni til skammar. Og sammála er ég bréfritara um það, að nöldur og skammir eftir á geti haft neikvæða þýðingu, sér í lagi ef skömmunum er einkum beint að einhverjum vissum ald- ursflokki, sem ef til vill er ekki öðrum sekari í rauninni um annað en það, að hafa verið í meirihluta á staðnum. Þegar allt kemur til alls, er það oftast fullorðna fólkið, sem mótar framkomu og hegðun þeirra yngri, beinlínis eða óbeinlínis. Ólifnaður i tjaldbúðum Komdu aS borSa, Jón minn. — Jæja, ýá, svo þetta er gleði- maðurinn Karl Jónsson, sem kom syngjandi heim klukkan fjögur i nétt! — Má ég kynna — balletstjarn- an Tsjebokaretswetsja. — Ertu nærri búinn að baða hundinn? VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.