Vikan


Vikan - 08.09.1960, Side 14

Vikan - 08.09.1960, Side 14
Lög eyðimerkurmnar Framhald af næstu síðu. kom einhver á móti þeim. Það var Uk. ,,Krákufótur,“ hrópaði hann úr fjarlægð og notaði nafn það, er Crawford gekk undir hjá Eskimóunum. ..Hvítur maður kominn að hitta Krákufót." Crawford stirðnaði upp. Jæja, nú var komið að þvi. Óttinn læstist um hann. Hann gaut augunum til Kikogarks og spurði Uk: „Hversu margir?" „E'inn. Einn hvítur Indíánaforingi." Sam- stundis varð Crawford Ijóst, að hann mátti ekki hitta manninn þarna á staðnum. Það var eitthvað milli þeirra, sem varð að gera út um einslega. „Segðu honum, að ég vilji hitta hann við vökina á vatninu," sagði hann við Uk. Uk leit áhyggjufullur á vin sinn. Hann langaði svo til að hjálpa honum. „Hvíti maðurinn hafa riffil," sagði hann. Crawford kinkaði kolli þegjandi. Hann varð þess var, að Kikogark horfði á hann og lyfti rifflinum sínum, — hann var að bjóða aðstoð sina. En Crawford hristi höf- uðið. Hann gekk að vökinni og beið. Stuttu síðar sá hann skugga manns nálg- ast eftir snjónum. Maðurinn kom nær. Crawford starði á hann — sá stórt, ókunn- ugt, andlit, varir, sem voru herptar saman eins og af óþægindum, augu, sem voru hörð og varkár, og riffilinn, sem beint var niður í snjóinn í áttina til Crawfords. Crawford fannst hann vera tómur eins og grafhvelfing. Maðurinn nam staðar i tuttugu skrefa fjarlægð. „Crawford —.“ Hann glotti hæðnislega, eins og hann væri ekkert sérstaklega ánægður með þetta hlut- verk sitt. „Það er lögreglan, — það vitið þér vel.“ Crawford anzaði ekki. ..Eg er kominn til að sækja yður, félagi." Crawford þagði enn. Hann leit á riffilinn. Honum var beint niður að snjónum. Lðg- reglumaðurinn hafði tekið af sér annan hanzkann. Að Iokum sagði Crawford: „Fyrir hvað á að taka mig fastan?" Lögreglumaðurinn andvarpaði. Hann var ungur. en leit út fyrir að hafa reynt sitt af hverju. „Á ég að lesa það hátt fyrir yður, svo að yður gefist tími til að spenna gikk- inn?“ Hann brosti aftur hæðnislega. „Þér hafið drepið mann. félagi. Hann hét Ike ■— eða eitthvað svoleiðis, held ég.“ Crawford brá. Ike Harland. Það fór að rofa til I heila hans. Hann varð að fá meiri tima til að hugsa, . . . tíma, . . . hann varð að reyna að vinna tíma. „Hvað tafði yður svo lengi ?“ spurði hann. „Snúið yður við, Crawford, og upp með hendur.“ Hann fékk hræðilegan höfuðverk. Guð minn góður, hvað stoðaði þetta. Hann reyndi að slappa af. Verkurinn hvarf, en honúm fannst eins og hulu væri svipt frá minni hans. Lögreglumaðurinn beindi rifflinum að honum. „Heyrið þér það? Snúið yður við.“ Minni hans skýrðist meir og meir, og hann fann til ótta. „Hann myrti konuna mína og son minn,“ sagði hann snöggt. „Nú skulum við leggja af stað, Crawford. Þér skuluð seg.ia mér þetta allt á leiðinni, ef yður sýnist.“ „Hann myrti þau,“ endurtók Crawford og barðist við hugsunina um það. „En það kemur yður auðvitað ekkert við.“ „Og í staðinn myrtuð þér hann," svaraði lögreglumaðurinn rólega og nálgaðist hægt. „Menn eins og þér reka sig alltaf á! Þeir greiða sína skatta, en notfæra sér ekki lög- in, er þeir hafa Þörf fyrir þau. Verið ekki með neinn kjánaskap! Snúið yður við, hægt og rólega!" Þessi hrædda hjörð, hugsaði Crawford. Hún átti þarna við einhvers staðar . .. en hann sagði ekkert. Hann var alls ekki viss um, að hann vildi vita neitt frekar. Og ef til vill vegna þess, að hann vildi ekki muna neitt, stóð honum skyndilega bærinn skýrt fyrir hugskotssjónum, baðaður í síðdegis- sólinni ... Hvíta reykjarsúlu lagði upp úr reykháfinum, og perutréð stóð í blóma. Það var bær Harlands. Nei, bærinn hans! Harland hafði selt honum hann. Já, það var alveg satt. Lögreglumaðurinn var kominn þétt upp að honum, og Crawford hörfaði aftur á bak. „Standið þér kyrr!“ „Verið ekki að grípa fram í fyrir mér. Mér er illt í höfðinu. Ég verð að reyna að henda reiður á þessu. Hann seldi mér jörð- ina. Hann ... það var eitthvað í sambandi við hrædda hjörð ... eitthvað með óða naut- gripi ... Konan mín og sonur reyndu að stöðva Þá.“ Og skyndilega rann upp ljós fyrir honum: „Lánardrottnar Harlands! Þeir voru að ræna bæinn ... Þeir sögðu, að þeir hefðu ekkert vitað um söluna. Já, það var rétt. Og þegar við reyndum að stöðva nautgrip- ina, voru kona mín og sonur troðin undir!" Lögreglumaðurinn stóð kyrr. — „Það var hræðilegt!" sagði hann. „Eí\ mér virðist þó, að lánardrottnarnir hafi haft rétt til þess.“ „Lánardrottnarnir voru aðeins Harland undir öðru nafni ... En það var fleira, fleira ... Ég get ekki gert mér fyllilega grein fyrir þessu . . .“ „Ef þér getið fært sönnur á, að Harland hafi verið með í þessu, þá getið þér ef til vill fengið yður sýknaðan." „Jæja,“ Crawford leit hæðnislega á hann. „Og ef systir mín væri drengur, þá væri hún bróðir minn — ekki satt ? Þið þessir náungar eruð varla komnir aí pela enn þá,“ sagði hann hvasst. „Lög eru lög. Og í þeim er hvorki skilningur né miskunnsemi. Þau eru aðeins bók, og ef Það, sem maður segir, kemur ekki heim við það, sem hún segir, hefði manni verið nær að haida sér saman!" Lögreglumaðurinn var nú þrjá eða fjóra metra frá Crawford. Augnaráð hans var kait og alvarlegt. „Ef þetta væri satt, hefði ég ekki tekið þetta að mér, félagi. E'n hvað gerðist, eftir að nautgripirnir urðu óöir? Hvað gerðuð þér?“ Crawford horfði stöðugt niður í snjóinn og lyfti höfðinu án þess að líta upp. „Ég skaut hann,“ sagði hann svo lágt, að það heyrðist varla. Hann talaði án þess að hugsa, og orðin virtust sjálfsögð og eðlileg: „Ég fór heim á bæinn hans. Hann sat þar á tröppunum. Ég gekk fast að honum og skaut hann i magann. Hann rak upp öskur.“ Það varð löng þögn. Lögreglumaðurinn horfði hugsandi á hann. „Já, einmitt það,“ sagði hann að lokum. „Þetta getur orðið nógu eríitt, ef þetta er satt," bætti hann við. „En hvað snertir lög- in, þá hafið þér ekki gert hið rétta með Því að flýja. Þau eru alls ekki eins vitlaus og þér haldið. Þér fáið áreiðanlega tækifæri til að verja mál yðar.“ Hann rétti úr sér. „En ég átti sem sagt aðeins að sækja yður.“ Hann lyfti ekki rifflinum. Crawford leit í augu hans í fyrsta sinn. ,,Ég fer alls ekki með yður!“ sagði hann. „Ég vil ekki íara í rafmagnsstóiinn fyrir Harlands sök.“ Lögreglumaðurinn yppti öxlum. „Uins og þér viljið, félagi! En ég vildi helzt ekki þurfa að gera það.“ „Eruð þér neyddur til þess?“ „Já, — hvað annað? Þetta er mitt starf?“ Crawford kinkaði hægt kolli. Það voru ekki hans líkar, sem maður lét það bitna á. Þeir gerðu aðeins skyldu sína. En þeir, sem maður vildi gjarna láta það bitna á, í Þá náði maður ekki. Þeir sáu sjálfir um, að svo væri. Óréttlætið í Þessu var óþolandi. Þetta var eins og loftið. Maður gat sparkað í það, en það flutti sig bara með fætinum. Hann renndi huganum til skambyssunnar eitt andartak, en hann bægði hugsuninni frá sér. Eitt skipti var nóg! Hann var enginn skammbyssubófi. Hann var aðeins maður, sem vildi vinna og vera í friði. En bezt af öllu fannst honum samt að reykja. Ósjálf- rátt stakk hann hendinni inn undir úlpuna eftir pipunni sinni. Lögreglumaðurinn hafði oft komizt í hann krappan fyrr. Hann skildi þessa hreyf- ingu aðeins á einn veg. Hann lyfti rifflinum og skaut. Kúlan hitti hægra handarbak Crawfords. Fætur hans voru fastir í snjónum, svo að hann missti jafnvægið og datt um snjóvegg- inn, sem hann og Uk höfðu hlaðið til varn- ar fyrir storminum, er þeir voru að dorga í vökinni. Lögreglumaðurinn sparkaði þrúg- unum af sér og kastaði sér á eftir Crawford í þann mund, er Crawford stakkst á höfuðið ofan í vökin. Andartak leið, áður en lögreglumaðurinn komst á fætur og náði svo góðu taki á Crawford, að hann gat dregið hann upp úr vökinni. „Eruð þér vitlaus?" hrópaði hann. „Ég ætti að mola á yður hausinn." „Sleppið mér! Látið mig drukkna!" stundi Crawford. Framii. á bls. 26. Pönnukökur og terta MAZARÍNTERTA. 100 g smjör eða smjörl., 40 g flórsykur, 1 eggjarauða, 2 bittermöndlur, 120 g hveiti. Fylling: 75 g möndlur, 60 g smjör eða smjörl., 100 g sykur, 2 egg og 2 soðnar, marðar kartöflur. Hnoðið deigið, og látið það kólna. Malið möndl- urnai. Svo er fyllingin: Hrærið fyrst smjör og ';'*ísykur. Setjið eggjarauðurnar í, möndlurnar og yggkartöflurnar og allra síðast þeyttar eggjahvít- urnar. Fletjið deigið út, og setjið það í hringform. Ilellið fyllingunni í, og bakið tertuna i 50—60 mín. Við 200° hita. Breiðið þunnt lag af glassúr (flórsykur og vatn) yfir tertuna, þegar hún kóln- ar, og skreytið hana með ávöxtum. SÆNSKAR P ÖNNUKÖKUR. FÍNAR, ÞUNNAR PÖNNUKÖKUR. 1% dl hveiti, 1 msk. sykur, 3 dl þunnur rjómi eða mjólk, 1 egg, 1 dl bróðið smjörlíki, ögn af salti. Blandið saraan hveiti og sykri. Þeytið egg og mjólk. Blandið öllu saman. Saltið og setjið smjörlíkið út í. Látið standa um stund. Bakið pönnukökurnar á ósmurðri pönnu, og hafið þær næfurþunnar. Staflið þeim á disk, og látiö hann standa ofan á skaftpotti með sjóðandi vatni í, — þá haldast Þær vel heitar áfram. Þær verða enn betri, ef sett er örlítið af koníaki á Þær, um leið og þær eru bornar á borð. PÖNNUKAKA f OFNI. 2 egg, 8 dl mjólk, 4 dl hveiti, % tsk. salt, 1 stór matsk. smjörlíki. Þeytið egg og mjólk, og bætið hveiti og salti í. Brúnið smjörlíkið á pönnu. Hellið deiginu á pönnuna, og stingið henni inn í meðalheitan ofn, og bakið i 45 mín. Framreiðið beikon-sneiðar með, og kakan dugir handa 4—5 manns. LUMMUR — KLATTAR. 2 stór egg, 7% dl mjólk, 3 dl hveiti, % tsk. salt, 2 msk. bráðið smjörlíki. Blandið saman eggjum, mjólk og salti. Setjið hveitið í, óg hrærið vel í á meðan, til þess að soffan verði jöfn og glansandi. Setjið smjörlíkið í síðast. Bakið klattana á báðum hliðum, og legg- ið Bá á volgt fat. Framreiðið með sultu og sykri. KEISARAPÖNNUKAKA. 4 eggjarauður, 3 msk. sykur, 4 msk. hveiti, % tsk. salt, % 1 mjólk, 4 eggjahvítur og 1 dl bráðið smjörlíki. Þeytið hvíturnar og sykurinn. Bætið í hveiti og salti. Stífþeytið eggjahvíturnar. Smyrjið kringlótt alúmínform, og hellið mjólkinni í það og látið formið yfir eld þannig, að mjólkin hitni að suðumarki. Blandið saman eggjahrærunni og beyttu eggjahvítunum, og hrærið því öllu saman við mjólkina. Hellið bráðna smjörinu síðast í. Bakist í 30 mín. við meðalhita. Framreiðið kök- una í forminu, meðan hún er enn þá volg, ásamt sultu og sykri. KRYDDPÖNNUKÖKUR. 5 dl hveiti, 1 tsk. salt, 3 dl mjólk, 3 msk. brætt smjörl., 2 þeytt egg, 4—5 beikon-sneiðar, 1 msk. hökkuð persilja og annað krydd eftir smekk. Blandið saman hveiti og salti. Bætið mjólkinni í, og Þeytið. Bætið í eggjum og smjörlíki. Bakið þunnar pönnukökur. Skerið beikonið í smábita. Kryddið það, setjið ögn á hverja köku, og rúllið þeim upp. Framreiðið þær heitar með bræddu smjöri.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.