Vikan


Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 7
Þér græðist fé á þessu. Þú getur krafizt aCgangs- eyris eins og aö listaverkasýningu. Segðu þeim, að þú berir mynd, sem þú hefur ekki einu sinni séð áður, hvað þá aðrir, — mestu furðumynd, sem nokkurn tíma hefur verið gerð, — næstum lifandi. Og hún spáir fyrir því, sem ókomið er. — Þetta er ágætishugmynd, sagði hann. — En afhjúpaðu bara myndina á brjóstinu á þér, sagði hún. Hún kemur fyrst. Þú verður að geyma myndina á bakinu á þér þangað til í næstu viku. Skilurðu það? — Hvað skulda ég? — Ekkert, sagði hún. Ef þú gengur með þessar myndir mínar, er það mér ríkuleg borgun. Komið og sjáið hina miklu afhjúpun! Rauði fáninn blakti í kvöldgoluun: ElcJci hör- undsflúraOur maöur heldur „myndsJcreyttur"! Slær Michal Angelo út! 1 kvöld! AÖgangseyrir tíu cent! Tíminn var kominn, — laugardagskvöld, — og lýðurinn þyrptist kringum sýningarpallinn. — Eftir eina mínútu .. .! Kallarinn benti með pappagjallarhorninu sínu: Eftir eina mínútu mun afhjúpuð myndin dularfulla á brjósti mynd- skreytta mannsins. Á laugardagskvöldið kemur, á samu stað og tíma, verður svo afhjúpuð mynd- in á baki myndskreytta mannsins. Takiö vini ykk- bml' með! Það heyrðust slitrótt fagnaðaröskur. William Philippus Phelps stökk inn í tjaldið og hvarf, manngrúinn vall inn í tjaldið, og þegar inn var komið, sáust hann enn á öðrum palli. Lúðrasveitin' lék eitthvert lag. Hann skimaði eftir konu sinni og sá hana loks eins og ókunnuga konu, sem lcemur til að horfa á vanskapnað. I andliti hennar speglaðist forvitni blandin fyrirlitningu. Hann var eiginmaður henn- ar, og nú var hún að kynnast nýjum drætti í fari hans. Hann fylltist óblandinni gleði og stolti yfir því að gnæfa yfir múginn — aðeins þetta eina kvöld. — Herrar mínir, og frúr, nú er stundin lcomin! Það var blásið í lúður, trommuprik titruðu á þaninni kýrhúð. William Philippus Phelps lét skikkjuna falla. Risaeðlur, jötnar og blendingur af konum og snák- um óiguðu á hörundi hans í sterkri birtunni. Aaa, stundi múgurinn, það hefur aldrei sézt hörundsflúraður maður sem þessi! Augu kvikind- anna, sem virtust spúa rauðum og bláum eldi, voru yggld og undin. Rósirnar á fingrum hans virtust gefa frá sér sætan, sterkan ilm. Konunga- ftðla frá fornöld vatt sig eftir lærinu á honum, og glaumurinn frá lúðrunum á háloftum tjaldsins minnti á yl frá grárri forneskju úr barka rauða skrímslisins. William Phiiippus Phelps var lifandi safn. Forstjórinn lagði fingurna á plásturinn. Áhorf- endui' þyrptust um pallinn inni í heitu tjaldinu. — Takið eftir! hrópaði hann. Pláturinn var rifinn burt. E’itt andartak gerðist ekkert. Myndskreytti mað- urinn hélt í fyrstu, að þetta hefði farið algerlega út um þúfur. En þá heyrðist lág stuna frá áhorfendum. Myndskreytti maðurin leit hægt niður á hold- uga bringu sína. Það, sem hann sá, kom rósunum til að visna og deyja. öll dýrin virtust hörfa undan og hnipra sig gegn heimskautakuldanum, sem barst frá hjarta hans. Þau frusu i hel. Hann skalf. Hann lyfti höndunum til þess að snerta þessa furðu- mynd, sem lifði, hrærðist og skalf af fjöri. Það var eins og hann horfði inn í lítið herbergi, inn i líf annars manns. Þetta var svo ótrúlega nálægt hönd hans, að mönnum lá við að snúa sér undan og flýja. Þetta var mynd af eiginkonu hans, Lisabeth, og honum sjélfum. Og hann drap hana. Frammi fyrlr þúsundum manna, í myrkvuðu tjaldi í skógarflæmum Wisconsin, drap hann eig- inkonu sína. Stórar, blómskrýddar hendur hans þrýstu að kverkum hennar, og ásjóna hennar myrkvaðist, og hann drap hana, og hann drap hana og hætti ekki fyrr en eftir eina minútu að drepa hana. Þetta var veruleikinn. Manngrúinn horfði á þetta, horfði á hana deyja. Honum fór að verða illt. Hann féll næstum niður á áhorfendur. Tjaldið hringsnerist eins og vængurinn á risastórri leður- blöku. Hið síðasta, sem hann heyrði, var konu- grátur einhvers staðar í útjaðri fjöldans. Og konan, sem grét, var konan hans, Lisabeth. Um nóttina vöknaði rúmið hans af svita. Hávað- inn frá skemmtigarðinum var þagnaður, og konan hans lá í rúmi sínu. Nú þagði hún. Hann þreifaði á brjósti sínu. Plásturinn lá þétt að hoidi hans. Þeir höfðu talið hann á að setja hann aftur yfir myndina. Hann hafði fallið í ómegin. Þegar hann komst aftur til meðvitundar, hgfði forstjórinn sagt gramur: —- Hvers vegna sagðir þú ekki, hvað myndin táknaði? —- En ég vissi ekkert, sagði myndskreytti mað- urinn. — Andskotinn! sagði forstjóri skemmtigarðs- ins. Þú gerðir alla dauðskelkaða. Lizzie líka og mig. Hvai' i herrans nafni varðst þú þér úti um þetta bölvaða hörundsflúr? Hann hrópaði: — Biddu Lizzie fyrirgefningar. Kona hans stóð yfir honum. — Mér þykir fyrir þessu, Lisabeth, sagði hann mæðulega með augun aftur. Ég hafði ekki hug- mynd um þetta. — Þú gerðir þetta viljandi til Þess að skjóta mér skelk í bringu. — Fyrirgerfðu. — Annaðhvort máir þú hana burt eða ég fer frá þér. —• Lisabeth. — Þú héyrðir, hvað ég sagði. Burt með mynd- ina, annars fer ég. —- Heyrirðu það? sagði forstjórinn. — En tapaðirðu á þessu? Vildu menn fá endur- greitt? — Peningar skipta engu. Annars ætluðu menn að ryðjast inn, svo að hundruðum skipti, þegar al þessu fréttist. En ég vildi ekki annað en mann- sæmandi sýningar. Burtu með þetta flúr! Átti þetta að vera fyndið, Phil? Hann bylti sér í heitu rúminu. Nei, þetta hafði ekki átt að vera fyndið. Hann hafði orðið jafn- hræddur og hinir. Hvað hafði skessan litla gert við hann, og hvernig hafði hún farið að því? Hafði hún teiknað þessa mynd? Nei, hún hafði sagt, að myndin væri ófullgerð og hann mundi sjálfur ljúka henni með hugsunum sínum og svita. Og það hafði hann gert. En hvað átti þetta að Þýða? Hann hafði ekki i hyggju að drepa neinn. Hann hafði ekki í hyggju að drepa Lisabeth. Ég vil ekki drepa hana, hugsaði hann og leit yfir að rúmi hennar. Loks, eftir fimm mínútur, hvislaði hann hátt: Eða hvað? — Hvað? hrópaði hún glaðvakandi. — E'kkert, sagði hann eftir stundarkorn. Reyndu að sofna góða. Maðurinn stóð álútur með suðandi verkfæri í hendinni. — Þetta kostar fimm dali á þumlung. Það er dýrara að ná burt hörundsfiúri en að teikna þaS á. Jæja, burtu með plásturinn! Myndskreytti maðruinn hlýddi. Hörundseyðirinn kipptist við. ■— Almáttugur! Mig skal ekki furða þótt þér viljið losna við þetta. Hræðilegt! Ég þori ekki a® horfa á þetta. Hann hnykkti verkfærinu til. — Eruð þér tilbúinn? Þér finnið varla fýrir þessu. Forstjóri skemmtigarðsins stóð við tjalddyrnar og horfði á. Eftir fimm mínútur skipli hörundseyð- irinn um haus á verkfærinu. Tíu mínútum síðar ýtti hann stólnum aftur og klóraði sér. Eftir hálf- tíma reis hann á fætur, sagði William Philippus Phelps að fara í skyrtuna og tók saman áhöld sin. — Heyrið þér! sagði forstjórinn. Þér eruð ekki búinn að þessu. — Og ég ætla ekki heldur að ljúka því, sagði hörundseyðirinn. — En ég er ekki spar á borgun. Hvað er að? — Ekki annað en það, að það er ekki hægt að ná burtu myndinni. Hún hlýtur að ná inn í bein. — Eruð þér frá yður? Framliald á næstu síðu. V I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.