Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 35
Okkar á milli sagt
Framhald af bls. 34.
mcr frá cina kvöldstund get ég vcrið viss um
að koma að eldhúsinu eins og þar hafi verið
gerð loftárás. Ég er ansi hrædd um að maður-
inn minn hafi verið nokkuð meinlaus við dætur
sínar, og nú iiggur við að þctta sé að eyðileggja
okkar góða hjónaband.
Ein útkeyrð.
Kæra útkeyrð.
Ljótt er að heyra og von að þú sért út-
keyrð. Venjulega er þetta útkoman þegar hús-
móðirin, meðan hún er ung og óþreytt er
of óþolinmóð til að lofa litlu dætrunum sín-
um að hjálpa til við hússtörfin eftir því sem
þær geta, þótt ekki séu þær háar í loftinu,
né getan mikil. Afleiðingin er sú að þær
venjast á að gengið sé undir þeim. — Það
getur kannske blessast þangað til að því
kemur að móðirin verður þreytt eða lasin
og treystir sér ekki lengur til að stjana við
heimilisfólkið, og þá byrja árekstrarnir. Dæt-
urnar koma sem af fjöllum, vita ekki hvaðan
á sig stendur veðrið, ergilegri húsmóðurinni
finst sér stórlega miðboðið og allt fer í háa
loft. Ekki finnst mér þú geta með nokkurri
sanngirni skellt allri skuldinni á manninn
þinn. Þar kemur vissulega fyrst og fremst
til kasta móðurinnar að leiðbeina og hjálpa
börnum sinum strax í æsku. Auðvitað verður
faðirinn að vera stoð hennar og stytta í þess-
um málum, en hann álítur að þetta sé meira
í verkahring konunnar og það er alveg rétt.
Ur því sem komið er mundi ég ráðleggja
þér að tala við dætur þínar í fullri alvöru,
segja þeim það að ef þær ekki vilja sýna
fulla tillitssemi á heimilinu verðir þú að
biðja þær að fá sér herbergi úti í bæ.
Ekki gæti skaðað, að benda þeim á það að
svona hirðuleysi er stór ágalli sem gæti átt
— Þá vil ég nú heldur stclpurnar hcima á
Akranesi.
cftir að koma sér illa fyrir þær, ef þær halda
áfram uppteknum hætti eftir að þær gifta sig.
Beztu kveðjur. Aldís.
Kæra Aldís.
Þó að mér þyki mjög vænt um manninn minn,
þá er ég mjög á móti skapi sá yfirgangur og
cigingirni sem lýsir sér í þvi að hann þolir ekki
að ég sé sjálfstæð manneskja og liann opnar
jafnvel hréf til mín og les þau. Bréf, sem komið
hafa til mín meðan ég hef verið að heiman hef-
ur hann opnað og lesið. Hefur hann nokkurn
rétt eða leyfi til að gera þetta? G. F.
Svar: Nei, ekki nema bréfin séu til ykkar
beggja. Það hlýtur að vera hægt að koma
manninum í skilning um það að hver einasta
manneskja á sinn rétt til að hafa ofurlítið
einkalíf, og það að lesa í leyfisleysi bréf sem
eru ætluð þér eingöngu, er hrein og bein
móðgun við þann sem bréfið sendir. Annars
býst ég við að flest hjón lesi bréf hvors ann-
ars, í það minnsta þau bréf sem snerta þau
bæði. Þar fyrir ætti aldrei að krefjast þess
eða taka sem sjálfsagðan hlut að lesa öll bréf
maka sfns.
Kærar kveðjur. Aldís.
Iíæra Aldís.
Einu sinni í viku fer ég að lieimsækja vin-
konu mína, en ég er ægilega ástfangin í bróður
hennar. Hann er alltaf voða elskulegur, en liann
hefur samt aldrei boðið mér út. Get ég gefið
í skyn, að það sé mér ekki á móti skapi? Ég
er 17 ára, en hann 23 ára.
Með fyrirfram þökk. Dódó.
Svar: Það bezta sem þú getur gert, er að
sýna að þér þyki gaman að ykkar kunnings-
skap. Svo er það hans að ákveða hvort hann
býður þér út eða ekki. Þó fyndist mér þú
vel geta beðið vinkonu þína að koma því í
kring, að þið færuð saman út að skemmta
ykkur í hóp og að bróðir hennar yrði með.
Ekkert er athugavert við að stinga upp á því.
Með kveðju. Aldís.
Það er betra að vera ógiftur og gera
hundrað konur hamingjusamar en vera
giftur og gera eina konu óhamingjusama.
Frank Sinatra.
Það tók mig áttalíu ár að komast að
raun um, að stundum hafa heimskingjar
rétt fyrir sér.
Winston Churchill.
(fóð einangnm
gegn hita og kulda eykur
þægindin og minnkar hitunar-
kostnaðinn.
Þér fáið einangrunarkostnað-
inn á fáum árum í spöruðu
eldsneyti. Það borgar sig bæði
fyrir yður sjálfa og þjóðféiagið
í heild að spara eldsneyti svo
sem unnt er, og þar að auki er
hlýtt hús (vel einangrað) mun
notalegri vistarvera en hálfkalt
(illa einangrað).
STEINULL
VIK A N
SÍMI 50975.
LÆKJARGÖTU 34 — HAFNARFIRÐI
35