Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 11
SYND
00
ENDURLAUSN
gœði sínu og ganga aðeins nauðugár undir ok siðmenningar-
innar. Samvizkubitið, sem ai' þessu misræmi sprettur, er mér
jafnvcl ekki alttaí' meðvitað, en brennur djúpt í dulvitund
minni og veldur mér óróleika, sem erfitt reynist að rekja til
uppruna sins. Sumir kalla jiað menningarsjúkdóm i þeim skiln-
ingi, að það tjái þjáningu hins upprunalega manneðlis í
spennitreyju siðmenningarinnar.
Þess er liins vegar engin%von, að linað verði á þeirri spennu.
Samfélagsmenningin gerist sílellt margbrotnari og kröfur
áennar á hendur einstaklingnum óvægilegri. Með hverri öld og
með hverri kynslóð verður þrengra um einstaklinginn, og þao
eru einkum hinar frumstæðu og djúpstæðu tilhneygingar
mannsins, sem þrengt er að. Þess vegna kemur liver heilvita
maður snemma til sjálfs sin undir skilningstrénu góðs og ills.
Til þess þarl' ekkert heimssögulegt syndafall.
En sú togstreita, sem siðmenningin veldur, leiðir einnig til
klofnings í eðli hvers einstaklings. Kristin trú kallar það and-
stæðu milli andans og holdsins og vill kenna holdinu allan
brey/kleika, en frá visindalegu sjónarmiði er aðgreining i-fnis
og anda ekki svona einföld. Á hinu leikur ekki vafi, að tví-
hverfðin i eðli nútimamannsins ruglar öryggiskennd lians og
veldur honum óró, sem oft birtist í sjúklegu formi, sem við
köllum taugaveiklun. Taugaveiklun er ytra auðkenni þeirrar
togstreitu, sem djúpstæð öfl í eðli einstaklingsins þreyta við
siðmenningarkröfur samfélagsins.
ENDURLAUSNARÞRÁ.
Við þráum endurlausn úr þessari spennu, þráum afturhvarf
til þess frelsis og taumleysis, sem einstaklingurinn naut á
frumstæðari tilverustigum. Jtíki frelsisins birtist okkur i ævin-
týralegum hillingum. Þess vegna hefur sá boðskapur, að mann-
kynið skuli snúa baki við siðmenningu hinnar köldu skyn-
semi og hverla aftur til móður náttúru, átt svo greiða leið að
hjörtum okkar.
Með eldmóði sinum og töfrandi mælsku slöngvaði Rousseau
endurlausnarboðskapnum framan í steinrunnið andlit upp-
fræðingarstefnunnar. Þær hrifningaröldur, sein rödd hans
vakti, hefur ekki lægt að fullu síðan. Mitt i þrengingum og
ógöngum hinnar köldu skynsemimenningar höfurn við lofsung-
ið liið einfalda, frjálsa líf og leitað huggunar í fyrirheitum
þess.
En dýpst í dulvitund okkar vakir hugboðið, að við leysumst
aklrei úr þeirri spennu, sem mannkynsþróunin hefur staðfest
milli hinnar frelsisþyrstu einstaklingsverundar og þeirrar sam-
félagsmenningar, sem köld skynsemin hefur dregið af liarðri
reynslu.
I^ess vegna leitar endurlausnarþrá okkar úl yfir gröf og
dauða, til andstæðulausrar tilveru, til hinnar glötuðu paradísar.
Þvl er endurlausnarþrá mannsins ódauðleg, og hún inun
brenna þeim mun sárar sem vitræn samfélagsmenningin krepp-
ir fastar að frelsisþrá einstaklingsins. ic
Kristin trú talar um andstæðu
milli andans og holdsins og vill
kenna holdinu um allan breyzk-
leika, en frá vísindalegu sjónar-
miði er aðgreining anda og efnis
ekki svona einföld.
V I K A N