Vikan


Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 13

Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 13
smásaga frá ísauðnum Norður-Kanada hunda. Anavrark hljóp inn í snjóhúsið þeirra og sótti dunk með volgu vatni. Kikogark og Oogark, sem.voru nýkomnir heim af veiðum, sneru sleð- um sínum við og helltu vatninu yfir meiðana. Vatnið fraus samstundis og varð að hálum fleti. Þeir voru tilbúnir að leggja af stað, er sleði Amanooks kom í hlað, og hann stóð á fætur, veifandi og kallandi. „Hvað er hann að segja?" spurði Crawford Uk. „Hann segja mörg, mörg hreindýr. Hann segja allir menn með byssu út að skjóta hreindýr.“ Crawford þreif i Kikogark, um leið og hann stökk upp á sleðann. „Má ég koma með?“,hróp- aði hann. Kikogark hristi höfuðið og lyfti byssu sinni. „Ein byssa, einn maður,“ svaraði hann. Crawford hneppti frá sér úlpunni og benti á skammbyssuna í beltinu. Kikogark glotti. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Komdu." Hann hrópaði til hundanna. Sleðinn rykktist af stað, og gat Crawford fleygt sér upp á hann á síðustu stundu. Sleði Amanooks tók forystuna. Á leiðinni skiptu þeir Kikogark og Oogark með sér skotfærunum, svo að þeir hefðu jafnmikið. Þeir ræddu um veið- arnar og hreindýrin. Þetta var mánuði fyrr en venjulega, — það hafði aldrei hent áður. Oogark hélt Því fram, að þau hefðu orðið viðskila við aðalhópinn og úlfarnir hefðu hrakið þau norður á bóginn. En Kikogark sagði, að sennilegra væri, að veðrið hlyti að hafa batnað svona mikið niðri í skógunum. Crawford tók upp pipuna sina, beit í hana og horfði á skugga þeirra líða eftir snjðnum. Er þeir höfðu ekið á sleðanum í þrjár klukku- stundir. komu þeir auga á hreindýrin. Þau voru þúsundum saman eins og brúnir blettir á snjón- um, svo langt sem augað eygði. Þau voru á beit, v en er þau heyrðu í hundunum, reistu þau höfuðin. Sleðarnir þutu að alls staðar frá. Nú gat Craw- ford greint hvert einstakt dýr, — laust, hvitt skinnið á hálsi þeirra, loðna snoppuna, sem þefaði upp í loftið. Þau, er næst voru, sneru sér hrædd undan, stukku af stað og litu við. Kikogark stökk af sleðanum og skaut. Stórt hreindýr féll. Oogark og hann skutu hvor i kapp við annan. Allur hóp- urinn tók nú á rás. Amanook skaut á vinstri hlið, en Crawford fannst fjarlægðin of mikil fyrir sína byssu. Honum leið ekki sem bezt og strauk hendi yfir ennið. Öll þessi hræddu dýr snertu eitthvað innra með honum. Hann gerði örvæntingarfulla tilraun til að muna ... Skyndilega þaut sleðinn aftur af stað. Hópur hreindýra hafði orðið viðskila við hjörðina og hljóp fram fyrir sleðann. Crawford var i skotfæri við þau. — Þau hlupu stirðlega á skröltandi klauf- unum. Crawford svitnaði. Eitthvað þessu likt hafði hann lifað einhvern tíma áður. Hann varð ótta- sleginn, er hann uppgötvaði Það. Þá skaut hann. Eitt dýrið stakkst fram yfir sig. Hann skaut aftur. Nú var hópurinn kominn fram hjá. Sleðinn nam staðar, og Eskimóarnir slógu kumpánlega á axlir hvér annars. „Ágætt!“ hrópaði Kikogark til Crawfords. „Þú góður veiðimaður." , Crawford þerraði svitann af andlitinu. Hvað í ósköpunum var það, sem hann hafði næstum Því munað? Hjörð, — eitthvað í sambandi við hjörð. Nei, hann gat ekki munað það. Þeir lögðu aftur af stað á eftir hjörðinni, náðu henni, réðust á hana og drápu dýrin, þar til hund- arnir lögðust niður af þreytu. Þá fyrst bjuggu þeir sér náttstað og kveiktu eld. Það tók fimm daga að flytja skrokkana af hreindýrunum heim. Er þeir nálguðust kofana, Framhald á næstu síðu. ,Hvar er ég? Crawford kreppti sóttheita fingur sína innan í skinnvettlingunum og spurði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.