Vikan


Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 34

Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 34
ahnarra, ekkert annað en óvenjnlega for* vitni og ráðríki, sem fólk ætti að reyna að berjast á móti, en ekki láta ná tökum á sér, þvf að mörgum hefur orðið hált á því. Beztu kveðjur. Aldís. Kæra Aldís. Ég veit að þú hefur áður fengið bréf viðvikj- andi þvi sama og ég ætla að tala um við þig. Það er þetta stóra vandamál okkar húsmæðr- anna, sem sé hirðuleysi, kæruleysi, jafnvel leti lieimilisfólksins yfirleitt. Hlutum er stráð tvist og bast, allt rifið og tætt, en enginn hlutur sett- ur á sinn stað. Ég er ósköp venjuleg kona sem langar til að hafa þokkalegt í kringum mig, en það er ekki unnt á mínu heimili nema þvi að- eins að ég sé alltaf reiðubúin að taka til eftir fólkið. Aðallega eru það dætur mínar tvær upp- komnar sem gera mér gramt í geði. Ef ég bregð Framhald á bls. 35. Mannæturisinn Framhald ai bls. 5. Það var ómögulegt að komast lengra á hest- baki, og ég lét því fylgdarmann minn frá þorpinu, gamlan eyjarskeggja, sem var kunn- ugur á þessum slóðum, gæta hests míns og hélt sjálfur áfram fótgangandi. Ég tróð mér í gegnum skógargróðurinn, sem varð þéttari með hverju skrefi, og langar, sívalar greinar vöfðust um handleggi mina og fætur. Blöð, eins hvöss og óþjál og stálbroddar, rifu upp skinn- ið en létu kjötið eftir flugunum, sem sveimuðu í kringum mig eða á mér. Skyrtan rifnaði í ræmur, og allskonar ksorkvikindi og blóðsugur lentu á bakinu á mér, og brátt blæddi úr öllum likama minum. Vinur minn hafði haft rétt fyrir sér, — þetta var enginn hægðarleikur. Þegar ég hafði komjzt dálítið áleiðis, þannig að ég hafði útsýni yfir dalinn, snarstanzaði ég allt í einu. Ég hafði komið auga á hreyf- ingu í kjarrinu fyrir handan, svo létta, að það hafði einnig getað verið vindstroka. En þegar ég horfði gengum kíkinn, sá ég tvær verur skríða áfram í frumskóginum. í þessari fjar- lægð gat ég ekki séð, hvort þetta voru menn eða konur eða bara eyjarskeggjar á villisvina- veiðum eða að safna brenni, Veittu þeir mér kannski eftirför? Voru þetta ef til vill morð- ingjar Timaus? Síðasta hugsunin fékk mig til að hlaupa áfram. En allt í einu datt ég. Fæturnir svifu í lausu lofti, og ég hékk á trjágrein yfir djúpri gjá. Ég hafði misstigið mig á klettasyllu og undir- staða hennar látið undan. Nakið bjargið gnæfði við himin rétt fyrir aftan mig. Meðan ég hékk þarna milli heims og helju, fannst mér ég heyra djöfullegan hlátur, eða var það ég, sem hafði kallað á hjálp? Blóðið storknaði í æðum mín- um, ég reyndi að ná andanum, og hver einasti vöðvi i likama minum var uppgefinn. En smátt og smátt reyndi ég að klífa trjágreinina að fjallshliðinni, og grcinin hélt til allra hamingju, svo að ég hafði aftur fast land undir fótum. Óhugnanleg nótt innan um beinagrindur. ■ Ég fleygði mér niður á raka jörðina og reyndi að hvila mig. Léttur vindblær barst frá mannætudalnum og bar með sér lykt af úldnu vatni og rotnuðum trjám. Það var þá, sem ég heyrði kvist bresta. Mér var veitt eftirför. Skelfingin greip mig. Ég þaut eins og blindur maður niður i gegnum frumskóginn með aðeins eina hugsun í huga: að komast burt frá óvini, sem ég hafði ekki einu sinni séð, aðeins skynjað. Ég hljóp i gegn- um þyrnirunna, rispaði mig á blöðum og stein- um, datt, stóð á fætur aftur og þaut áfram án þess að stanza. Öðru hverju varð ég að nema staðar, og skelfingu lostinn reyndi ég að rifa burt hinn langa og seiga frumskógagróður, sem vafði sig um allan likama minn. Og þá heyrði ég þennan döfullega hlátur aftur. Að þessu sianí var það ekki ímyatdun. Ég 54 þeyttist áfram, en rak tána í trjástubb, svo ég datt fram yfir mig og fann, að höfuðið lenti á steini. Það var eins og eldingu hefði lostið niður í höfuðið á mér, hver einasta taug sagði til sin, en mér tókst að standa á fætur aftur. Eins og ■ drukkinn maður slagaði ég áfram, og blóðið rann úr enninu og niður um hökuna. Ég var kominn á botn mannætudalsins. Til beggja hliða voru stórar steinhellur, sem aug- sýnilega höfðu verið fórnarstallar mannæt- anna. Alls staðar i kring voru gryfjur, þar sem mannæturnar höfðu liklega grafið hina dauðu — eða það, sem eftir var af þeim. Upp úr einni gryfjunni gægðist glottandi hauskúpa. Smám saman sá ég, að ég hafði ekkert tæki- færi til að sleppa. Kraftar mínir voru á þrot- um, og ég var svo þreyttur, að ég stóð ekki lengur á fótunum. Ég litaðist örvæntingarfull- ur um eftir felustað um nóttina, svo að ég hefði eitthvert tækifæri til þess að sleppa undan þessum hræðilega og ósýnilega óvini. Og ég fann stað! Ég skreið inn í einn af þessum gömlu steinofnum, ruddi burt beinaúrgangi, ryki og óhreinindum og skreið inn. Innst inni datt ég svo kylliflatur niður, og allt varð svart. Þegar ég vaknaði aftur, var nótt. Hitabeltis- stormur hvein fyrir utan felustað minn. Jörð- in hristist í þrumugnýnum, og glampinn frá eldingunum lýsti upp hið skuggalega nætur- skjól mitt með hræðilegu, skerandi ljósi. Það var eins og hauskúpurnar ljómuðu af gleði i hvert skipti, sem elding þaut gegnum nætur- myrkrið. Ég skreið að opinu og leit út. Litil á hafði myndazt eftir dalbotninum, og um leið og ný elding glampaði á næturhimninum, sá ég hann! Hann hafði tekið sér stöðu við hautré, sneri baki að mér og stóð þarna eins og tákn hinna miklu veðurhamfara. Vatnið seytlaði úr þykku hári hans, og þéttur likaminn, sem aðeins var hulinn af einu lendaklæði, gljáði í regninu. Hann sneri sér hægt við, eins og hann héldi, að sér væri veitt eftirtekt. Ég hrökk til baka og greip eftir steini, sem ég gæti varið mig með. Ég lieyrði skvampið undan stórum fótum lians í vatninu, og hljóðið nálgaðist. Ég hélt niðri i mér andanum. Þá kom ein þruman enn, ég lieyrði lijarta mitt slá og gægðist var- lega út. Næsta elding lýsti upp allan dalinn, risinn var horfinn. Eg dró andann léttara og var regninu innilega þakklátur fyrir að hafa máð út fótspor mín. Hundarnir drápu manriæturisann. Strax eftir sólaruppkomu skreið ég út úr þessum óhugnanlega felustað. Storminn hafði lægt. Ég gekk að trénu, sem ég hafði séð risann standa við, en regn og leðja höfðu máð út fótspor hans. Þegar ég var hálfnaður niður i dalinn, hitti ég tvo menn frá Pamuka-þorpi, sem voru að safna eldivið. Þeir æptu upp yfir sig, þegar þeir sáu mig koma i ljós á milli runnanna, blóðugan og illa til reika. Hvernig stendur á því, að þú ert hér? spurðu þeir. Þegar ég sagði þeim það, kinkuðu þeir kolli. Þeir höfðu heyrt um hið hræðilega morð. Það er illur andi, sem étur fólk í þessum dal, sögðu þeir. Það var þessi illi andi ,sem drap Timau og fór með hann i burtu. Og fyrir ekki löngu höfðu tvær innlendar konur komið til þorpsins, héldu þeir áfram, og Iokkað burt með sér tvo menn. Siðan hafði enginn séð þá. Og enginn vissi, hverjar konurnar voru. Timau hafði þá ekki verið eina fórnarlambið. Ég hvíldi mig meðal vina i Pamuka-þorpi í þrjá daga, og sár mín gréru fljótlega. Daginn áður en ég ætlaði aftur til Taa 0 Hae með kano meðfram eynni, kom hvítur kaupmaður til mín, Alf Larsen að nafni. Ég sagði honum frá þvi, sem fyrir mig hafði komið. Það er eitthvað gruggugt uppi i þessum dal, sagði hann. Ég trúi ekki á allt þetta andatal. Þetta er eitthvað ótrúlega einkennilegt. Ég brosti dauflega og sagði: Það er að minnsta kosti einkennilegt, að hundar eyjar- skeggja sækjast eftir að fara þangað. Ég hef heyrt þá spangóla þar. Eftir því sem, ég hezt veit, eru huadar mjög næmir, og ef eitthvað yfirnáttúrulegt, sem ekki er hægt að útskýra, er á ferðum, halda þeir sig í burtu frá staðn- um. Þetta hefur mér að minnsta kosti verið sagt. Hundar, sagði Alf Larsen og leit einkenni- lega á mig. Það stendur nefnilega þannig á, bætti hann við og starði upp að hinum hræði- lega dal með öllum sinum ógnum, að hundarn- ir minir hafa ekki sézt í viku eða rúmlega það. Þeir eru beztu veiðihundarnir á öllum Mar- quesaseyjum, og nú hafa þeir einnig laumazt upp i dalinn. Allt í einu greip liann um hand- legg mér og sagði: Ertu með upp eftir einu sinni til? Þú sérð, að hundarnir ættu að vera komnir til baka fyrir löngu, ef allt væri með felldu. Þú kemur upp eftir aftur. Mér fannst ég vera orðinn nógu hraustur til að fylgjast með honum upp i dalinn og leita að hundunum hans. í kílómeters fjarlægð frá náttstað mínum fundum við annan liund- inn. Aumingja dýrið hafði skriðið á maganum að stígnum, sem lá niður i dalinn, og var steindautt. Þegar við snerum honum við, sá- um við stórt, opið sár á likama hans. Þetta er eftir villisvínshorn, sagði ég. Nei, sagði Larsen, þetta er ekki eftir villi- svín, lieldur rýting. Um leið kölluðu fylgdar- mennirnir á okkur. Þeir höfðu fundið risa- stórt mannslik. Maðurinn hafði verið dauður i nokkra daga, og pestin var ólýsanleg. Rétt hjá lionum lá liinn hundurinn með klofinn haus. Og lengra burtu í grasinu fundum við breiðöxi. Þetta lá allt í augum uppi, þarna lá morðingi Timaus. Hann hafði hætt á það að ráðast á hálfvillta hunda til að ná í veiði þeirra, en það er hið versta, sem hægt er að gera, því að slikir hundar verða alger villidýr, þegar einhver ætlar að taka malinn frá þeim. Þetta hafði kostað liann lífið. Hann var hvorki hvítur né kynblendingur, og á honum voru engin einkenni. Og enn i dag vitum við ekki, liver hann var. Viku seinna, þegar lögreglan hélt áfram rannsókninni, fann hún gröf lengra uppi í dalnum, sem í var fjöldi beinaafganga. Á einni nýrri liauskúpu var sérkennilegt merki, og bróðir Timaus gat sannað, að Timau liafði í æsku fengið höfuðhögg, svo að þessi hauskúpa hlaut að vera af honum. Seinna fundum við konurnar tvær, sem höfðu lagt lag sitt við þennan villta risa. Þæi voru teknar til fanga, og á þeim báðum voru sömu hörundsflúrsmerki og tíðkuðust með mannæt- um fyrir mörgum árum. Iíonurnar játuðu, að risinn hefði haft þær á valdi sínu og þær hefðu lokkað ungu mennina tvo til hans. En þær hvorki vildu né gátu sagt frá því, hver villi- maðurinn hefði verið, hvaðan hann hefði kom- ið eða hvað hann hét. Eina nóttina hurfu báðar konurnar úr fang- elsinu. Böndin, sem þær voru bundnar með, höfðu verið skorin sundur. Það lék enginn efi á því, að íbúarnir frá Pamuka-þorpi höfðu tekið lögin í sínar hendur, flutt konurnar til þorpsins og hlýtt sínum eigin lögum út í yztu æsar. — En konan mín má alls ekki vita um þetta. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.