Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 20
CARTER BROWN:
4. hlufi.
Ég gat ekki að því gert, að það fór hrollur um
mig, þegar ég sá það.
„Hvað gengur á, lögga?“ spurði hann og virti
mig fyrir sér, ekki óglaður í bragði. „E’rtu lasinn,
eða hvað er um að vera?"
„Ég fann ekki til lasleika fyrr en ég sá þennan
skrúða þinn," svaraði ég. „Ég hélt að það væru
eingöngu smákrakkar, sem þannig klæddust."
„Hvað viltu eiginlega?"
„Ég vil fá að tala við Fletcher," svaraði ég og
hratt honum inn á ganginn. „Vertu nú góður
strákur, Johny, annars ...“ Ég virti enn fvrir
mér myndirnar á sloppnum hans. „Annars kæri
ég þig fyrir vændi."
Ég tók mér sæti i næsta stól, þegar inn i setu-
stofuna kom, Johny dró sig i hlé en Howard
Fletcher kom innan úr svefnherbergi sínu stund-
arkorni síðar. Ég veitti því þegar athygli, að ,augu
hans voru rauð og þrungin.
„Mig langar til að segja nokkur orð við yður,
Fletcher," sagði ég.
Hann tók sér sæti gegnt mér og kveikti sér I
vindlingi. Johny Torch kom inn aftur og tók sér
stöðu út við vegginn að baki Fletcher og hafði
ekki augun af mér.
„Hver einasti lögregluþjónn í þessari bölvaðri
borg virðist þurfa að tala við mig. Hafið þið ekk-
ert þarfara að gera, eða hvað?"
„Sennilega ekki," svaraði ég. „Það er ekki svo
oft að maður kemst í tæri við þessa miklu af-
reksmenn eins og yður. Mann, sem hefur beitt
spilavítahringinn brögðum og stendur jafnréttur
eftir. Nei, við verðum að tala við yður, Fletcher,
;á meðan þess er enn kostur . .
„Hvern fjandann sjálfan eigið þér við?" spurði
Fletcher, en þó ekki reiðilega
Hún hló uppgerðarhlátri. „Hvaða kvenmaður
skyldi geta treyst þér, A1 Wheeler? Að minnsta
kosti engin, sem halda vill hreinleik sínum óflekk-
uðum."
Dyrnar opnuðust og Polnik kom inn, svo að ég
losnaði við þá fyrirhöfn að svara Annabellu eins
og við ætti. „Ég hef spurt þjónustulið veitinga-
hússins spjörunum úr,“ mælti hann, „en enginn
minnist þess að hafa séð Þar þessa náunga, sem
ég lýsti eftir — þá Fletcher og Johny Torch."
„Þú ert viss um það?“
„Hvort ég er viss ...“ Það mátti heyra það á
röddinni, að þetta vantraust særði hann. „Ég
spurði bæði ungþjónana, yfirþjóninn og alla hina.
Og enginn vildi við þá kannast, ekki einu sinni
konan, sem tekur á móti greiðslunni."
Hvernig er hún í hátt?“
Polnik yppti öxlum. „Minnir mig á kerlinguna
mína," svaraði hann. En síðan glaðnaði yfir hon-
um eins og honum dytti eitthvað óvenju skemmti-
legt í hug. „Hvernig væri að þú sendir mig á
fund þeirrar rauðhærðu, ef Það skyldi eitthvað
vera, sem Þú hefur gleymt að grenslast eftir, ha?“
„Þú ættir að vera farinn að ,vita það, að ég
gleymi að grennslast eftir neinu sem máli skiptir,
þegar ég kemst í kynni við ungar og þokkalegar
stúlkur," svaraði ég. „En þú getur hitt þá, Fletcher
og Johny Torch að máli, og sagt þeim að enginn
af starfsliði veitingahússins minnist þess að hafa
séð þá þar. Taktu eftir hvernig þeim verður við.“
Vonbrigðin leyndu sér ekki í svip hans. „Allt
í lagi," sagði hann. „En hvernig er það með þennan
Johny Torch — má ég taka dálítið á honum, ef
hann fer að steyta görn?“
„Nei, láttu sem þú gerir hvorki að heyra hann
né sjá. Beittu virðuleik þinum, skilurðu — enis
og þú sért hátt yfir þessháttar náunga hafinn."
„Ja, hver skrambinn,” mælti hann lágt og hélt
á brott.
Ég sneri mér aftur að Önnubellu. „Má ég bjóða
Þér út í morgunverð?"
„Önnum kafin." svaraði hún stutt i spuna og
tók að hamra á ritvélina, þeirri fullyrðingu sinnl
til sönnunar.
„Mér er full alvara," sagði ég. „Ég meina það.“
„Kannski að maður hætti á það, svona um há-
bjartan daginn," svaraði hún ög hugleiddi málið
nokkurt andartak. „Ojú, ætli ég láti ekki skeika
að sköpuðu."
Ég bauð henni 5 veitingahús, þar sem beininn
var mun fínni og dýrari en svo, að ég hefði ráð
á slikri rausn. Þegar hún var hálfnuð með skak-
drykkinn, leit hún spyrjandi á mig.
,,Þú sagðir, að þér væri alvara. Hvað áttirðu
við með því?“
„Einungis Það, að mér væri alvara — aldrei
þessu vant.“
„Haltu áfram ...“
„Það er þetta," mælti ég og fór mér ekki óðs-
lega að neinu, „að mig langaði til að vita hvort
þú hefðir verið st'dd í skrifstofunni, daginn sem
Howard Fletcher heimsótti lögreglustjórann?"
„Vitanlega," svaraði Annabella. „Er ég vönust
„Og þá langaði mig að vita hvort lögreglu-
stjórinn kynni að hafa látið einhver orð falla við
þig eftir að gesturinn var farinn?"
Hún hristi höfuðið. „Nei, ekki minnist ég þess,"
sagði hún. „Gerirðu ráð fyrir að það hefði verið
eitthvað svo merkilegt, að ég hefði farið að leggja
það á minnið?"
„Þetta var ekki annað en ágizkun min.“
„Hann var að visu allur i uppnámi, þegar
Fletcher var farinn," sagði hún. „Bn það er ekki
nema venjulegt. Að minnsta kosti þegar hann
veit af þér á næstu gr'sum. Og ég er ekkert hissa
á þvi ...“
„Þá er það maturinn," sagði ég og minntist ekki
frekar á þetta. Ég ók önnubellu til baka um tvö-
leytið, hélt síðan eins og leið lá þangað sem
„Tribune" — blaðið sem Schafer starfaði við —
var til húsa. ,
Það kostaði mig tíu mínútna bið að fá að tala
við ritstjórann. Hann hét Clinton H. Denny, ef trúa
mátti þvi sem stóð á spjaldinu á skrifstofuhurð
hans. Hann var maður hár vexti, nauðasköllóttur
og virtist harður í horn að taka.
„Gerið svo vel að fá yður sæti," sagði hann
Þyrkingslega. „Hvað get ég gert fyrir yður?"
„Mig langar til að forvitnast um einn af blaða-
mönnunum," sagði ég. „Schafer heitir hann."
„Hvað um hann?"
„Hann var kunningi Lindu Scott," sagði ég.
„Hann kvaðst hafa verið að afla frétta í einu af
úthverfum borgarinnar, kvöldið sem morðið var
framið, og hafa komið hingað aftur undir mið-
nættið.“
„Ég ætti að geta komist að raun um það fyrir
yður,“ svaraði hann stuttur í spuna. Talaði síðan
nokkurt andartak í símann. „Jú, það var viðvíkj-
andi vörubílstjóra, sem fórst í umferðarslysi í
fyrradag. Sorgarsaga, skiljið þér — Schafer kann
prýðilega tökin á öllu þess háttar. Hann fór héðan
því að vera annarsstaðar í vinnutímanum?"
um sexleytið að sögn fréttaritstjórans og kom til
baka um miðnætti. Hafði þá fréttina meðferðis
— það hefur tekið hann venju fremur langan tíma
ið verða sér úti um hana, það verð ég að segja."
Denny ritstjóri spennti greipar á skalla sér og
hallaði sér aftur á bak i stóinúm. j,NökkuÖ Siift-
að?“ spurði hann.
„Þér gætuð éf til VÍÍl ságt mér éitthváð méirá
um þennan -Scháfér?'''
Hann iyþþti öxlum. „Hann hefur starfað hérna
í ár. Kom hingað frá Chicago."
„Hvað gerði?"
„Við auglýstum eftir fréttamanni og hann sótti
um starfið. Og hann var vafalaust reyndastur og
hæfastur af þeim, sem um það sóttu."
„Ég var ekki að spyrja hvers vegna þér hefðuð
tekið hann i þjónustu yðar," mælti ég stillilega,
„heldur hvers Vegna hann hvarf frá starfi sínu
í Chicagö."
„Hvers vegna spyrjið þér hann ekki sjálfan?"
„Ég vildi gjarna ræða það við yður fyrst."
„Það kviknaði í stóru vörugeymsluhúsi, og
Schafer var sendur út af örkinni ásamt ljósmynd-
ara. Þeir komust upp á efstu hæð i næsta húsi;
raunar í leyfisleysi, en það var hægara um vik
að ná góðum myndum þaðan. Varðmaðurinn i
vörugeymsluhúsinu var í sjálfheldu á efstu hæð
þess, eða beint andspænis þeim, án þess nokkur
hefði hugmynd um það."
„Schafer og ljósmyndarinn komu auga á hann.
Ljósmyndarinn fór að taka myndir, en Schafer
brá sér niður til að gera brunaliðsmönnunum við-
vart. En hann mat þó meira að hringja i þá á
ritstjórninni og segja þeim fréttina."
„Þessi varðmaður — hann mun ekki hafa heitið
Little Nell?" spurði ég varfærnislega.
Denny sinnti ekki spurningu minni. „Þegar
brunaliðsmönnunum var loks gert aðvart, var
það um seinan. Sennilega hefur það ekki tekið
Schafer nema rúma minútu að segja þeim á rit-
stjórninni fréttina, og að ölium líkindum hefði
það verið um seinan að freista að bjarga varð-
manninum, þó hann hefði ekki tafið það á þennan
hátt. En ljómyndarinn sagði starfsmanni við eitt
af dagblöðum andstæðinganna upp alla söguna,
sem ekki gerði minna úr henni en efni stóðu tli.
Fyrir bragðið var Schafer ekki sem bezt liðinn
í Chicago um þær mundir. Honum var sagt upp
starfinu, og ég geri ráð fyrir að það hafi verið
vegna þess, að hann sótti um starfið hérna."
„Þið hafið ekki neinn varðmann?" spurði ég.
Denny ritstjóri yppti enn öxlum. „Ég er ekki
gefinn fyrir smámunasemi," sagði hann. „Ég
vissi að Schafer var mjög fær fréttamaður. Hon-
um hafði orðið á í messunni, það var allt og sumt.
Hann er góður starfsmaður eins fyrir það. Hann
hefur sérstaka hæfileika til að leysa vel af hendi
einmitt það starf, sem ég fel honum. Hann er
ekki sérlega tilfinninganæmur að eðlisfari, lætur
hverjum degi nægja sína þjáningu, mikill kvenna-
maður og eyðir mánaðarkaupinu alltaf fyrirfram."
Denny ritstjóri brosti rétt sem snöggvast. • „Jæja,
meira get ég víst ekki sagt yður. Ég vissi að hann
hafði komist í kynni við Lindu Scott, og ég veit
líka í hvaða tilgangi."
„Og hver var tilgangurinn?"
„Hann var að slægjast eftir frétt. Stórfrétt,
meira að segja, og ekki dregur það úr gildi henn-
ar, að stúlkan skyldi vera myrt. Hvers vegna
Fleteher, fyrrverandi spilavítiseigandi í I.as Vegas
er hingað kominn, ásamt varðhundi sínum,
stráknum með skammbyssuna, og tveim tálbeit-
um. Það verður stórmerkileg frétt, þegar okkur
tekzt að draga allar orsakir fram í dagsljósið, það
er ég ekki í neinum vafa um.“
,,Ekki ég heldur," varð mér að orði.
;,Mér er sagt að Fletcher hafi gengið á fund
20
yiKAN