Vikan


Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 12
Hann þyrfti aðeins að gefa merki þeir myndu tilbúnir að drepa lögreglumanninn rétt eins og þeir höfðu drepið hreindýrin Skörp brúnin, sem snerti varir Crawfords, gaf honum til kynna, að hann drakk úr blikkkrús. Drykkurinn var heitur og lyktaði eins og blautur pappi. Höfuðverkurinn og óskiljanlegur ótti hans blönduðust kæfandi olíulykt. "Þegar hann komst aftur til meðvitundar, heyrði hann storminn. Ýlf- ur hans lét honum i eyrum eins og stöðugur niður hafsins, og honum fannst það svo nærri sér, að hann opnaði augun. Fyrir ofan hann var hvolf- þak, sótsvart af reyk, sem sveið í augum, svo að hann varð að loka þeim aftur. Dögum, jafnvel vikum saman, hafði hann verið milli svefns og vöku. Stundum kom drengur til hans. Hann var klæddur loðkápu, með skinn- vettlinga og í skinnsokkum, og andlitið, sem gægð- ist undan hettunni, var kringlótt með svörtum hárflygsum. Um leið og hann kom inn, kraup hann á kné og starði á Crawford tinnusvörtum augum, og þegar hann sá, að hann var vakandi, hrópaöi hann: „Takuvok, Anavrark, Takuvok," — og hló. Þá kom inn kona með súpu handa honum. Maður nokkur vandi einnig komur sínar til hans, er dimma tók. Hann var hár vexti borið saman við aðra Eskimóa og þrekvaxinn, kinn- beinahár og með samankipruð augu' eins og til varnar snjóbirtunni. Hann tók ljósker og hélt því fast upp að kinnfiskasognu andliti Crawfords og starði á hann. „Allt i lagi?“ spurði hann á ensku, „þú talá núna?“ Það glampaði á hvítar og sterklegar tenn- ur hans í ljósinu. Klígjukennd lyktin af hrein- dýrafeitinni, sem á ljóskerinu var, neyddi Craw- ford til að loka augunum. Er hann svaraði ekki, setti maðurinn ljósið frá sér, dró af sér þykka skinnvettlinga, tróð sér í pípu, meðan hann rann- sakaði hann gaumgæfilega með áhyggjusvip. Crawford sá allt þetta sem í draumi, heyrði næturstorminn og grát barnsins, sem hvildi innan klæða konunnar þétt við barm hennar. 1 meðvit- und hans blandaðist þetta allt vælinu í úlfunum, sem voru á vakki í kringum kofana, og gjamm- inu í hundunum. Ef ég aðeins gæti munað, hver ég er, hugsaði hann. Dag nokkurn fann Crawford til sultar. Og Þá vissi hann, að hann mundi ekki deyja. Úti fyrir hvein í storminum. Konan var að skafa snjóinn af gagnsærri íshellunni, sem kom í stað glugga- rúðu. Crawford sagði hátt og greinilega: „Mat!“ Konan sneri sér snöggt við, hljóp til dyra og kallaði ákaflega. Andartaki síðar kom drengur- inn þjótandi inn í kofann, fleygði sér við hlið Crawfords og hló. „Þú tala?“ hrópaði hann ákaf- ur. „Þú tala?“ „Já,“ svaraði Crawford þreytulega. „Ég er svangur.“ Drengurinn hætti skyndilega að hlæja. Hann sagði eitthvað við konuna. Hún leit tómlát- lega á hann, gekk að leirpottinum og tók hand- fylli sína af notuðum teblöðum. „Enginn matur,“ sagði drengurinn. „Aðeins te.“ „Það er lika gott,“ hvíslaði Crawford. Konan hellti teinu í kalt vatn og kveikti dá- lítinn eld á flötum steini. „Allir svelta, fólkið svelta," sagði drengurinn til útskýringar. „Slæmur stormur; við ekki geta séð dýrasporin. Engin caribou (hreindýr). Slæmt. Mjornarpoq." Crawford vætti varirnar og kreppti sóttheita fingurna í skinnvettlingnum. Hann spurði: „Hvar er ég?“ Drengurinn pírði augun og hló: „Hvar? 1 snjó- húsi Kikogarks, föður míns.“ „En hvar? Hvaða bær er næstur héðan? Hvaða kaupstaður er hér nálægt?" Áreynslan var hon- um um megn. Drengurinn leit skilningsvana á hann og sagði eitthvað við konuna. „Chichill," sagði konan. Chichill? Nú, auðvitað Shichill. Hann kannað- ist við nafn bæjarins, en það sagði honum ekkert. Drengurinn óð elginn: „Ég er Uk. Ég læra ensku í trúboðsskólanum. Ég veiða ref. Ég veiða mink. Bráðum hjálpa ég pabba við hreindýraveiðarnar. Faðir minn á Winehester-riffil. Hundar föður míns fundu þig í snjónum. Svona." Hann fleygði sér endilöngum á gólfið og lá grafkyrr. Crawford þreif í drenginn: „Hvar fundu þeir mig?“ Drengurinn bandaði eitthvað með höfðinu, en það gaf manninum ekkert til kynna, og hann stundi. Sárin á höndum og fótum Crawfords greru seint. Það var aldrei nógan mat að hafa, og stormurinn hvein fyrir utan, stundum samfara stórhríð. Þeg- ar hann loks gat farið að taka til höndum, gerði hann mikilsverða uppgötvun: Koddinn undir höfði hans var fatadyngja. Anavrark var úti við að afla eldiviðar. Skjálfandi af æsingi dreifði hann fötunum á gólfið. Þetta voru aðeins venjuleg föt: stakkur, buxur, ullarskyrta og þung stígvél af þeirri gerð, er skóg- arhöggsmenn nota. Þetta virtist allt tiltölulega nýtt og sagði honum svo sem ekkert. Á vörumerki skyrtunnar stóð Winnipeg. Hann tæmdi vasana. Þar var pípa, og var hausinn á henni mjög brunninn. Honum fannst hann kannast við hana og stakk henni upp í sig. Tannförin á henni féllu við tennur hans. Eins og ósjálfrátt leitaði hann að tóbaki og fann eitthvað Þungt, — skammbyssu, hlaupvídd 38. Hann tók hana upp. Hún fór vel í hendi, og aftur fannst honum hann kannast við hana. Ósjálf- rátt opnaði hann byssuna, og öll sex skotin voru á sínum stað. i I ákafa sínum að finna eitthvað, sem gæti veitt honum vitneskju um. hver hann væri, tæmdi hann einnig hina vasana, hálfhræddur við það, sem þar væri að finna. Hann fann aðeins þrjá hótelreikn- inga og saman vafða dollaraseðla. Það voru fimmtán dollarar. Hann hafði þá næstum verið peningalaus! Hótelin voru í Chicago, Minneapolis og Winnipeg. Slóðin lá sem sagt til norðurs og endaði hér í ísauðninni. Ef til vill var þetta flótti. Tóbakið hans var búið. Það olli honum óróa að handfjatla þessi for- tíðarbrot án þess að mun nokkurn skapaðan hlut. Hann varð vonsvikinn, einmana og reiður sjálfum sér vegna minnisleysis síns. Það voru skot í beltinu, og hann spennti það utan um sig undir. óhreinni loðkápu Kikogarks, stakk skammbyssunni í beltið og reis á fætur með erfiðismunum. Hann studdist við isvegginn og staulaðist fram að dyrunum, sem voru göng. Þau lágu upp á við, og þrep höfðu verið höggvin í snjóinn. Crawford skreið upp Þrepin og út undir bert loft. Nístandi stormurinn þaut yfir auðnina og þyrlaði snjónum upp í andlit honum, svo að hann sveið undan. Hann verkjaði í augun undan snjóbirt- unni, og skyggndi hendi fyrir þau, setti höfuðið í vindinn og litaðist um. Gegnum skafrenninginn glytti í nokkrar ávalar hæðir. Á einni þeirra sá hann benzíntunnu, sem . notuð var sem reykháfur. Þetta voru önnur snjó- hús. ' Hvernig í ósköpunum hafði hann komizt hingað ? hugsaði hann. Hvernig? Hann hlaut að hafa reik- að hundruð kílómetra gegnum snjóauðnina. En hvers vegna? „Guð minn góður, hvers vegna?" hrópaði hann og reikaði aftur niður þrepin. Hann fleygði sér á grúfu milli óhreinna skinnanna og reif sem óður í hár sér. Hann þreifaði á augum sínum, innföllnum kinnunum, eyrnasneplunum, þunnum samanbitnum vörunum, skegginu ... Stormurinn hélzt, en með hverjum deginum, sem leið, varð Crawford styrkari. Dag nokkurn, er Anavrark gekk út að afla eldiviðar, fór hann með henni. Hann gladdist af að komast út í hreint loftið, burt frá reyknum og svælunni í snjóhúsinu. Það marraði i snjónum undir fótum þeirra, og storm- urinn þreif þau með sér. Hann fylgdist með Anavrark yfir snjóauðnina. Hún stanzaði annað slagið og boraði stafnum niður. Þegar þau höfðu gengið spölkorn, stanzaði hún skyndilega. E’r þau höfðu mokað snjónum frá, kom í ljós dálítill biti ■af hreindýrakjöti. Þau sneru baki í vindinn, og Crawford leit ósjálfrátt um öxl annað slagið. Hvers vegna lít ég við? spurði hann sjálfan sig. ■Hann fann óttann læsast um sig eins og kalt vatn rynni honum milli skinns og hörunds. Hann tók pípu sína, beit í hana og reyndi að hafa hug- ;ann við verkið. Dagarnir, sem i hönd fóru, voru harðir og erf- 'iðir. Birgðir ættbálksins af frosnu hreindýrakjöti gengu fljótt til þurrðar vegna lítillar veiði. Þá sjaldan eitthvað veiddist, var því bróðurlega skipt milli allra, en veiðimennirnir sjálíir íengu minnst af þvi. Loks rann upp sá dagur, er storminn lægði. Crawford og Uk sátu inni í snjóhúsinu og neru refaskinnin með viðartösku, þegar Uk lyfti hend- inni skyndilega. Ekkert hljóð heyrðist. 'Þeir stukku á fætur og hlupu út. Himinninn var heið- skir, og bjart var i lofti. Þá heyrðu þeir hundgá í fjarska og sáu sleða koma þjótandi úr suðvestri. „Caribou!" hrópaði Uk til Crawfords. „Þetta er Amanook. Hann gefur merki um hreindýr!" anna, sem hlupu af stað til þess að ná í óþreytta upunq nJ ddn jiujunqi Jiqu n;nq ^jpun nuios j og fóta. Kikogark hrópaði fyrirskipanir til kvenn-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.