Vikan


Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 31
Draumar Kæri draumráðninganjaður. Ég ætla að biðja yður að ráða þennan draum. Það var l'yrir nokkru, að mig dreymdi blóð, lækni og kirkju. Mér fannst blóðið vera eitthvað i sanibandi við mig. Svo dreimir mig, að faðir minn kæmi til mín í heimsókn til væntanlegra tengdaforeldra minna (en ég var þar þá, er mig dreymdi þetta). Ég vildi alls ekki tala við hann. (Hann býr í öðrum kaupstað.) Svo næstú »»tt dreymir mig aftur blóð. (Stuttu á eftir Ifomst ég að því, að ég var vanfær.) Hveð merk- 1» fc*tta? Með fyrir fram þakklæti, Mónika. Svar til Móniku. Eins og draumurinn er fram settur, merkir hann, að þér eigið nokkrar líkamlegar þján- ingar í vændum, en sigur yðar er vís að þeim afstöðnum. ( Kæri draumráðningamaður. Mig dreymdi þennan draum fyrir tveimur ár- um. Við bróðir minn og fleiri krakkar vorurn að labba niður götu eina. Þá sjáum við mann, sem við vorum hrædd við, og ætluðum að hlaupa burtu. Þá komum við að brekku. Fannst mér strákur, sem lieitir Kristinn, komast fyrstur upp. Bað ég hann að taka í bróðir minn og toga hann upp, og gerði hann það. Mér fannst ég vera seinust og karlinn ná i mig, og fór ég þá að öskra. Lét maðurinn mig inn i skúr og geymdi mig þar. Svo vaknaði ég við það, að klukkan hringdi og ég átti að fara í skólann. Fýrir hverju er þessi draumur? Eitt barn. Svar til eins barns. Draumar sem þessir merkja venjulega, að dreymandinn verður fundinn sekur um að skrökva upp á náungann. Kæri draumráðandi. Mig dreymdi mjög einkennilegan draum. Hann var svona: Ég var úti á túni. Þar var allt fullt af köttum og rottum, sem töluðu manna- mál. Kettirnir báðu mig að hjálpa þeim að veiða rotturnar, en mér var svo vel við rotturnar. Ég tók þær og liéll þeim, þar til að kettirnir voru að því komnir að nú þeim. Þá sleppti ég rottunum og sagði köttunum, að ég hefði misst af þeim. Og við það vaknaði ég. Ninna. Svar til Ninnu. Þú munt eiga vini, sem eru það aðeins á yfirborðinu. Farðu því varlega í öllum sam- skiptum við fólk, því að loftið er lævi blandið. Kæra Vika. Fyrir ári eða svo dreymdi systur mína draum, sem mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig. Henni fannst við vera einhvers staðar úti saman. Sér hún þá, livar fugl kemur fljúgandi með tvo unga, og teygir hún upp hendurnar til að fá þá, en fuglinn lætur þá í kjöltu mér. Fyrir hverju er draumurinn? Sóley. Svar til Sóleyjar. Þessi draumur merkir, að þú hreppir þann karlmann, sem systir þín ætlaði sér, og getur með honum tvö börn. Til draumráðandans. Mig dreymdi nýlega, að ég fór í göngutúr með dóttur mína, sem mér fannst vera 12 ára. (Hún er nú 18 ára.) Við fórum niður að höfn og ætl- uðum að skoða bátaflotann. Þegar þangað kom, fannst mér við sfanda þar uppi á liáu bergi (sem er þar alls ekki), og leit .ég yfir höfnina og varð mjög svo undrandi. Þar sást enginn bátur og all- ar bryggjur á kafi í sjó. Sá ég aðeins þrjá stólpa standa upp úr, þar sem bryggjuendar höfðu náð út. Þá segir dóttir mín: „Mamma, þarna sé ég eitt skip,“ — og lít ég þá við og sé þá togara sigla undri berginu. Var hann ljósrauður á lit og sjórinn svo fagurblár og smábylgjóltur. Þetta var mjög fögur sjón. Hver er ráðningin? Svala. Svar til Svölu. Merking draumsins er sú, að nú sé þess ekki langt að bíða, að hentugt mannsefni bjóðist dótturinni, þar sem tíminn er nú fullnaður. Henni mun vegna mjög vel í hjóna- bandi. Sv,ar til SBV. Augljóst er af draumnum, að amma þín mun eiga í vændum erfiðleika, þar eð afi þinn sækir svona að henni og amma þín vill láta skíra í höfuðið á sér. Svar til Sjómanns. Þótt horfur séu ef til vill góðar nú fyrst um sinn, verð ég að segja, að þær eru hreint ekki svo góðar, ef marka má drauminn, þeg- ar fram í sækir. Kæri draumráðandi. Ég hef verið mjög hrifinn af stúlku í vetur, en ég veit samt ekki hug hennar til mín. En nú dreyindi mig draum: Ég þóttist vera að synda með skólafélögum mínum, og var vatnið iskalt. Þá kom stúlkan ú laugarbakkann. Ég fer upp úr og heilsa henni. Hún stingur sér af bakk- anum út í laugina. Bakkinn var þó nokkuð hár, en vatnið lætur ekki uijdan, og hún veltur ofan á því og liggur siðan kyrr. Ég hika, en sting mér siðan á eftir henni, og undir inér var vatnið eðlilegt. Éig bjarga stúlkunni á þurrt og fæ hana í hendur hjúkrunarkonu, sem er nær- stödd. Mér fannst stúlkan vera dáin. Ég geng út á eftir skólafélögum mínum og er alveg eyðilagður, og mér dettur i hug að fyrirfara mér. Þá kemur stúlkan hlaupandi i fullu fjöri út úr laúgarhúsinu, en hefur misst annan handlegginn vúð öxlina. Hún brosir til min, en skyndilega breytist hún í bezta vin minn, en aðeins augnablik. Hún hleypur síðan til vinkonu sinnar. Svo er hún lögð á spítala. Ég heimsæki hana á hverjum degi og færi henni alltaf blóm. En nú er hún búin að fá handlegg- inn aftur. Hún brosir alltaf mjög góðlega og vingjarnlega til min. Þarna endar draumurinn. Ég lief aldrei munað nokkurn draum jafnvel og þennan og vildi því gjarnan fá ráðningu á lionum. Með fyrir fram þökk. Birgir Þ. Svar til Birgis Þ. Mér virðist draumur þessi vera fyrir ein- hverjum smáveikindum þínum og félaga þinna, en umrædda ctúlku muntu komast í nánari kynn^við á næstunni, og þannig munu hugardraumar þínir rætast. Herra draumráðandi. Mig dreymdi, að ég væri að koma heim og i'æri beint inn í stofu. Þar var allt fullt af blóm- um. Gluggarnir voru fullir af blómum. Það var sama, hvert litið var, alls staðar voru blóm. Mér fannst stofan vera helmingi stærri en hún er. Sum blómin voru stór *g hin litil. Svo finnst mér ég fara inn i baðherbergið og mamma með mér. Þá var svo mikið af blóm- um þar, að ég gat ekki komizt inn nema stlga á þau, svo að mér fannst ég klippa nokkur blóm burtu, svo að ég kæmist fyrir, en vildi samt ekki láta mömmu sjá það. Mér leið svo dásam- lega vel í draumnum. 1 Sísi. Svar til Sísíar. Draumur þessi er fyrir hinni mestu ham- ingju í ástamálum á næstunni. Síðari draum- ur Sísíar er á þessa leið: Mér fannst ég vera að koma innan úr Blesu- gróf í strætisvagni. Þá finnst mér vagninn breyt- ast í tvo hesta, — ég held brúna. Ég sat á öðr- um, en strætisvagnsstjórinn á hinum. Við riðum hlið við hlið og geysilega hratt, og það var ein- tómur sandur allt i kring. Mér fannst ég vera með sjóhatt á höfði og hann vera að detta. Fyrst reyndi ég að halda í hann, en svo hugsaði ég, að það væri allt i lagi, þó að hann færi, því að það væri ekki fínt að vera með svona liatt í Reykjavík. En maðurinn, sem var við hliðina á mér, tók alltaf i hattinn, þegar hann ætlaði að detta, svo a'ð ég varð að hafa hann. Mér fannst það skritið, hvað manninum var annt um, að ég væri með þennan hest, vegna þess að ég þekki þennan mann ekki neitt. Með fyrir fram þökk. Sísf. Svar við síðari draum Sísíar. Þessi draumur táknar efnahagsörðugleika, þrátt fyrir það að ráðstafanir þínar gegn þeim séu gerðar af einlægni. Þessu til við- hótar fylgdu alls konar erfiðleikar, sem þá var afstýrt. En þetta mun allt hafa stafað af vanhugsuðum aðgerðum. Það er ágætt boðorð að hugsa fyrst og hefjast siðan handa. En sú hugsun þarf að mótast af hugarjafn- vægi eða góðvild. Ákvarðanir, sem gerðar eru, þegar fólk er í æstu skapi, eru jafnan til sárra leiðinda og eftirsjár fyrir alla hlut- aðeigendur. Þetta væri mörgum hollt að taka til nánari athugunar, þar eð allar tegundir neikvæðra geðshræringa hafa slæm áhrif á heilsufarið. Herra draumráðandi. Mig dreymdi, að ég væri stödd, þar serm hraun var. Þar kom til mín maður, sem bað mig að hjálpa sér. Hann ætlaði að stela sér 20 kindum. Ég færðist undan, en þá sagðist hann skyldu bara taka mig og kindurnar líka, svo að ég lét undan að fara með honum. Þar var fyrir kinda- r^ © II VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.