Vikan


Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 26

Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 26
Lög ayðimerkurinnar Framhald af bls. lJh Lögreglumaðurinn greip í íöt hans, dró hann burt frá vökinni og velti honum upp úr snjónum. Hann stakk hendinni inn undir úlpu Crawfords til þess að ná skammbyssunni. Honum tókst það með erfiðismunum. „Mér er alveg óskiljanlegt, að þér skylduð ímynda yður, að þér gætuð náð til hennar!" drundi í honum, um leið og hann tók hana. Crawford horfði sljóum augum á andlit hans, sem var alsett örum. Hann hafði ekki kraft í sér til að útskýra, að hann væri örvhentur og hefði ætlaö að ná í pipuna sína. Hon- um þótti miður, að lögreglumaðurinn hafði ekki skotið hann. Hönd hans var tilfinningalaus, en hann leit ekki einu sinni á hana. Lögreglumaðurinn hafði ekki skotið hann. Hönd hans var tilfinningalaus, en hann leit ekki einu sinni á hana. Lögreglumaðurinn bretti upþ ermina á handleggnum á honum og rumdi. Crawford leit fram hjá honum og heim að kofunum. Bski- móarnir höfðu heyrt skothvellinn og voru á leiðinni til þeirra. „Látið þetta eiga sig,“ sagði Craw- ford þreytulega. „Eruð þér vitlaus, maður? Slagæðin er opin. Viljið þér ef til vill láta yður biæða út?“ Lögreglumaðurinn leit á hann rann- sakandi augum. Hver dráttur í and- iiti Crawfords var spenntur. Þar sá- ust engin veikleikamerki. Það var undarlegt að heyra þessi orð og sjá engum ótta bregða fyrir. Honum goðjaðist að þessum manni. Þetta var í rauninni hörmuleg meðferð á hon- um. „Fjárans vandræði," hugsaði hann. „Af hverju gat. þetta mál ekki legið Ijóst fyrir?" Blóðið streymdi stöðugt úr hendi Crawfords. Hann varð að ákveða sig strax. Lögreglumaðurinn leit á hann . og fór nærri um innri baráttu hans Innfallin augu hans sárbáðu hann um að hafa sig á brott. Lögreglumaður- ir.n sleppti hönd hans og rétti hægt úr sér. Hann gekk frá honum og tók riff- 'lmn Sinn upp. „En setjum nú svo, að Crawford yrði sýknaður. Málstaður hans var góður, ef hann aðeins gæti ^mrt sönnur á hann. Og ef hann yrði nú sýknaður og hann, Mike Fisher, hefði látið hann liggja og bíða dauða s.ns hér úti í auðninni. Það jaðraði vjö morð." Hann sneri sér snöggt við og gekk aftur til Crawfords. Hann beygði sig niður og reif ermina á úlpu hans upp að öxl. „Hvað eruð þér að gera?“ spurði Crawford. Lögreglumaðurinn reyrði belti sitt og vasaklút fast utan um handlegg Crawfords og herti að, þangað til blóðstraumurinn úr hendi hans stöðv- aðist. „Standið á fætur, asninn yðar,“ svaraði lögreglumaðurinn og lyfti honum. „Leggið handlegginn'yfir öxl jr.ér.“ „Hvað eruð þér eiginlega að gera?“ „Þér komið heim, félagi. Þér skuluð snúa yður til réttvísinnar og hlita yðar dómi. Hver haldið þér eiginlega, að þér séuð? Hvers vegna haldið þér, að þér standið utan við lög og rétt?“ Crawford fleygði sér niður í snjó- inn. „Farið," stundi hann, „og látið mig í friði.“ Lögreglumaðurinn stóð kyrr og v rti hann fyrir sér með fyrirlitningar- svip án þess að gera sér það ómak að s öðva hann. „Eins og þér viljið," sagði hann hægt. „En þá hef ég haft rangt fyrir mér. Ég hélt, að einhver manndómur væri í yður. En það er vi»t ekki. Þér eruð heigull." Hann þagnaði og Crawford leit fast á hann. „Ég ætla að gefa yður eitt tækifæri enn, Crawford, til þess að standa á fætur og taka því, sem að höndum ber. Það eru miklir möguleikar á því, að þér endið ekki í rafmagnsstólnum. En ef svo skyldi fara, deyið þér rétt eins og hver annar karlmaður. Þér eigið valið.“ Crawford sat grafkyrr. Nú fyrst leit hann á málið eins og það horfði við lögreglumanninum. En hann vissi einnig, að Eskimóarnir, vinir hans, mundu hjálpa honum. Hann þyrfti aðeins að gefa merki. Þeir mundu tilbúnir að drepa lögreglumanninn, rétt eins og þeir höfðu drepið hrein- dýrin, vegna þess að þeir voru vinir hans. „Bölvaður," hreytti hann út úr sér. „Djöfullinn hafi það, — þér eruð meiri bölvaður ...“ Lögreglumaðurinn vissi nú, að Crawford hafði ákveðið sig, og hann glotti til hans eins og karlmenn glotta hver til annars eftir baráttu, sem ekki er háð vegna persónulegra hags- muna. Hann gerði sér nú grein fyrir, að Crawford var karlmenni og mundi taka afleiðingum gerða sinna. Kikogark og Uk urðu fyrstir Eskimóanna á staðinn. „Krákufótur!“ hrópaði Uk áhyggjufullur á svip, er hann sá handlegg Crawfords. „Hjálpið honum,“ sagði lögreglu- maðurinn vingjarnlega við Uk. „Líðan hans verður ekki sem bezt næstu daga, en hann jafnar sig brátt.“ „Bölvað fíflið,“ sagði Crawford við hann, en það var engin reiði í rödd hans eða illska. Þetta voru aðeins karlmannleg viðbrögð, rétt eins og þegar konan verður reið og örvænt- ingarfull, fer hún að gráta. „Haldið þér áfram,“ sagði lögreglu- maðurinn vingjarnlega. „Bölvið og ragnið seni yður lystir, gefið hatrinu og reiðinni útrás." Þeir Uk hjálpuðu særða manninum upp á sleðann. Góð gluggaskreyting .. . Framhald af bls. 18. — og um leið að gera viðskiptavin- unum sem bezt til hæfis. —■ Ferðu út til Danmerkur aftur? — Já, ég fer líklega aftur utan i september. — Kanntu vel við dönsku stúlk- urnar? — Já, ágætlega. Mér finnst þær klæða sig smekklegar en stúlkur hér heima, og einkum finnst mér þær mála og „meika", sig betur — eða réttara sagt kunna betur með snyrti- vörur að fara. Islenzkar stúlkur nota þær oft í óhófi, en ég tel að lagleg stúlka þurfi ekki að klína framan i sig neinu af þessum svokölluðu fegrunarsmyrslum. ★ Aukið blæfegurð hársins . .. með hinu undraverða WHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . þetta undraverða shampoo, sem gefur hárinu silkimjúka og blæfagra áferð. Petta ilmríka WHITE RAIN shampoo . . gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár- greiðslu yðar. petta frábæra WHITE RAIN shampoo . . . lætur æskublæ hársins njóta sín og slær töfraljdma á pað. Hvítt fyrir venjulegt hár — Blátt fyrir þurrt hár — Bieikt fyrir feitt hár. WHITE RAIN shampoo-hæfir yðar hári. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. ________Hveriisgötu 103 — Sími 11275. Harmsaga hæzta manns veraldar Framhald af bls. 9. Drengurinn hefði átt að vera löngu dauður, en í ])ess stað óx hann og þroskaðist eins og aflrauna- maður. Á sjötta ári var liann að mestu jafnstór og sterkur fullorðn- um manni. Sjö ára gamall var liaun 50 kg að þyngd og 160 sentimetra hár. Vissi ekki afl sitt. Þegar hann var nýorðinn atta ára að aldri, kom það fyrir eitt kvöld, að þrir drengir réðust a hann, allir frá fimm til sex ára gamlir. Ætluðu þeir að fleygja hon- um í ána, sem rann rétt hjá þorp- inu, en hún var full af krókódil- um. Gátu strákarnir dregið liann alla leið niður á fljótsbakkann. Þar stakk Daníel fótum við, fékk losað annan handlegginn og sló einn drengjanna út i ána með einu ein- asta höggi. liinir tveir höfðu náð góðu taki á Daníel, en nú liafði íiann báðar hendur lausar, og áð- ur en þeir vissu af, lágu þeir báðir og byltust i vatninu. Þeir voru hálfgert utan við sig af höggunum, og ófreskjurnar í ánni áttu hægt um vik að hirða liráð sína. Enginn þeirra þriggja komst lifs af, og Daníel var tek- inn höndum og sendur til Kano, ákærður fyrir morð . . . Málið var ]>ó látið niður falla, þegar dómar- inn komst að þvi, hvernig í öllu lá. Nú liðu tvö ár. Þá var það einu sinni að kvöldi til, að ráðizt var á Daniel að nýju, og nú voru það feður tveggja af drengjunum, er hann hafði fleygt i ána, sem það gerðu. Daníel var þá tíu ára að aldri, hafði verið á rádýraveiðum og kom gangandi eftir skógargötu nokkurri án þess að eiga sér ills von. Þar sátu þeir fyrir honum, — mennirnir, sem vildu hefna sona sinna, slógu hann miskunnarlaust niður, héldu höndum lians föstum fyrir aftan bak og lögðu af stað með hann niður að fljótinu, þar sem krókódílarnir biðu úti fyrir. Daniel bað þá innilega að lofa sér að vera i friði. Þarna kom fleira fólk að, og það gat siðar borið um, að Daníel hefði hvað eftir annað grátbeðið ofbeldis- 26 V I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.