Vikan


Vikan - 08.12.1960, Blaðsíða 8

Vikan - 08.12.1960, Blaðsíða 8
Þettci blaO er í Konunglegu bókhlööunni í Kaupmannahöfn. Teikningin á aö sýna aftöku uppreisnarmanna af Marbendli. Séra Lassenius stendur á aftökupallinum ásamt böölunum. en kom fyrst til Vestur-Indía, þegar hann var sextán ára. Þótti hann strangur, en athafnasamur lands- stjóri. EftirmaSur hans, Nikolaj Esmit, var svo lélegur í embætti, að við sjálft þótti liggja, að hann eyði- legði allan rekstur nýlendunnar. Varð það úr, að Iversen féllst á að fara aftur til Vestur-India árið 1682 sem „yfirhöfuð“ eða landstjóri öðru sinni. Varð úr, að gerður var út heill leiðangur i því skyni. Konungur lánaði félaginu frei- gátuna Marbendil, og átti hún í þetta sinn aðeins að hafa fjórtán fallbyssur. Var fararstjórn fengin í hendur Jan Jansen Bloem, en auk lians voru ekki aðrir sjófor- ingjar en Jan Dons lautinant. Voru þeir báðir af hollenzkum ættum. í fylgd með landstjóranum voru kona hans, sonur og margir fleiri. í káetunni snæddu margir nafn- greindir embættismenn félagsins með Jacob Bronchorst í broddi fylkingar, og sumir þeirra sváfu þar líka. Dánartala hafði verið mjög há i hópi hinna fyrri landnema i Vestur-Indíum, og ,var þvi nær ó- gerlegt að fá sjálfboðaliða til að l'lytjast þangað. Eftir mikinn áróð- ur heppnaðist að gera samninga við tvær konur og fjórtán karla um „þjónustu“ þar vestur frá. Eru samningar þessir enn til. Varð samningsaðili að lýsa yfir því, að hann gengi í þjónustu félagsins „með frjálsum Vilja“. Venjan var sú, að þeir ynnu í þrjú ár, og voru launin 400 til 500 pund af tóbaki UPPR Bloem kapteinn reyndi aö foröa sér bak viö stýriö, en Michel Thom- assen skaut hann þar. í þessari frásögn er um aO ræða uppreisn, morð, ofbeldi, grimmdar- verk, guðsótta og „réttlæti“ I þeim hrærigraut, að ótrúlegt má heita. Enginn kostur er að lýsa því ýtar- lega í einni grein, en það, sem hér verður gert að umtalsefni, rer svo til óþekkt uppreisn á skipi hans hátignar Marbendli, er sigldi á veg- um Vestur-India-félagsins. Hið fyrsta, sem ég rakst á því við- komandi, var bréf, dags. 3. april 1683, frá flotastjórninni til „Stór- voldugasta konungs, allranáðugasta Herra“ (Kristjáns 5.) Er þar skrif- að á þessa leið: „Svo sem Yðar Konunglegu Hátignar úti , Sundinu liggjandi Sió-Offíserar hafa oss vitanlegt gjört, að uppreisn hefur verið gjörð á þeirri í fyrra til Vestur-Indía og Guineu afsigldu freigátu Marbendli, hvar í komm- andantinn, kaptuginn og skipherr- ann eru af dögum ráðnir...........“ Biður flotastjórnin leyfis að mega senda freigátuna Haffrúna, er ann- ars sé ferðbúin til Noregs, — ásamt barkskipinu Markrilnum út til Kletzholmen (sem er 4 sjómílur norður af Marströnd) til þess að bjarga Marbendli og reyna að draga hann til Kaupmannahafnar. Sagan hefst eiginlega með stofn- un hins nýja konunglega „Octroyer- ede West-Indische Compagnie“, er síðar nefndist Vestur-India-Gineu- félagið. Það var árið 1671. Land- stjóri á St. Thomas á árunum 1672 —80 var maður að nafni Jörgen Iversen, auknefndur Dyppel, sem mun vera dregið af Dybböl. Var hann fæddur í Helsingör árið 1638, ' S ViKANÍ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.