Vikan


Vikan - 08.12.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 08.12.1960, Blaðsíða 20
staðar þar, sem ekki væri nein hætta á að ibú- arnir sjálfir rækjust á hann fyrir hendingu. Til dæmis á einhverjum þeim stað, þar sem ekki er tekið til eða þrifið á hverjum degi.“ „Hárrétt ályktað," svaraði Schafer. „Haltu áfram. Hver veit nema það geti veitt okkur ein- hverja vísbendingu." „Hverjir eru þeir staðir?" mælti ég enn. „Efstu hiílurnar í veggskápnum. Eða ef hægt væri að líma viðkomandi hlut undir lokið á vatnskass- anum í snyrtiherberginu. Bak við eldavélina. Og svo væri vitanlega hægt að smeygja hlutnum niður á milli setunnar og bríkanna i einhverjum hægindastólnum ...“ „Ég fer strax að leita,“ sagði Schafer ákafur. Hann hófst þegar handa, leitaði fyrst á milli bríka og setu í öllum hægindastólunum inni I setustofunni, hélt siðan fram fyrir, og ég heyrði hann hlaupa upp stigann og taka að minnsta kosti þrjú þrep i hverju skrefi. Það var ekki nema gott að hann gat haft hugann við eitthvað, hugsaði ég með mér. Nokkur stund leið, og ég heyrði hann koma aftur niður stigann, en nú fór hann sér mun hægara. Ég reis úr sæti minu, gekk að dyrunum á setustofunni, tók mér stöðu á bak við hurðina og dró skammbyssuna úr fetahylkinu. Schafer kom inn, hann gekk hægt og varlega og svipur hans var ákveðinn og hörkulegur. 1 annarri hendi bar hann dálítinn böggul, vafinn I brúnan umbúðapappír. I hinni hendinni hélt hann á spenntri skammbyssu. Ég beið unz hann nam staðar og svipaðist undrandi um eftir mér I stofunni. Því næst tók ég snöggt viðbragð, beitti skammbyssUskeptinu og lamaði hendi hans með vel úti látnu höggi svo að skammbyssan féll á gólfábreiðuna um leið og hann öskraði af sársauka. Hann hvessti á mig augun, logandi af heipt og reiði, en ég glotti við. „Þú hefur vist gert ráð fyrir að ég hefði ekki hugmynd um að það varst þú og enginn annar?" spurði ég. FIMMTÁNDI KAFLI. Ég lagði talnemann á, enda þótt Lavers lög- reglustjóri krefðist nánari skýringa. Schafer sat álútur I einum hægindastólnum og virtist hafa það sér helzt til dundurs að athuga rósirnar, sem ofnar voru í ábreiðuna. Ég hringdi aftur, að þessu sinni heim til Salters, sem hélt skammbyssunni þó stöðugt i miði á Schafer. Þess eru nefnilega dæmi, að lögregluþjónar hafa látist voveiflega, þegar þeir töldu sig ekki eiga neitt lengur á hættu. Salter varð sjálfur fyrir svörum; ég sagði hon- um hvar ég væri staddur og bað hann koma tafarlaust. Hann var mun betri við að fást en Savers lögreglustjóri, að því leyti, að hann fór ekki einu sinni fram á neinar skýringar; svaraði því einu til, að hann kæmi á stundinni. Enn lagði ég talnemann á, og nú gaf ég mér tíma til að segja nokkur orð við Schafer. „Ég þóttist vita að þú hefðir gleymt að hringja til lögreglustjór- ans,“ mælti ég. „Þú beiðst eingöngu eftir þvi að komast yfir pe'ningana, og hugðist svo taka til fótanna." Hann svaraði engu. Dundaði við að skoða rós- irnar á gólfábreiðunni. „Linda hefur vitanlega sagt þér af peningun- um," mælti ég ögn mýkri á manninn. Schafer leit seinlega upp. „Jú, hún sagði mér af þeim. Ég held að hún hafi þá verið að því komin að fá taugaáfall; þoldi ekki biðina og óvissuna, á meðan þau voru að leitast við að leiða af sér allan grun þeirra i spilavítahringnum. Ég geri ráð fyrir, að hún hefði sagt annaðhvort lögreglu- stjórannm eða Salter upp alla söguna, ef hún hefði ekki getað haft mig að trúnaðarmanni." „Það varð henni örlagarík reikningsskekkja," varð mér að orði. „Hefði hún þesS 4- stað gert annanhvorn þeirra að trúnaðarmanni sínum, væri hún vafalaust enn á lifi." Hann gerði enga tilraun til að anðmæla því. „Hún sagði mér upp alla söguna — nema hvað hún sagði mér ekki hvar peningarnir væru faldir," mælti hann enn. „Hún sagði mér aðeins, að þeim væri komið fyrir þar, sem þeir mundu reynast torfundnir. Hún kvaðst ekki einu sinni hafa látið r--------------------*■------- SÖGULOK uppskátt við þau hin, hvar fylgsnið væri. Hún var viti sínu fjær af ást á mér; við ráðgerðum að flýja svo hún losnaði úr félagsskapnum og um leið við hefnd þeirra I spilavítahringnum, en hún vildi ekki heyra annað en að við tækjum pening- ana með okkur." „Og þú lézt sem þú værir til 5 það, og að þú treystir henni," sagði ég og glotti ,við. „Og svo fórstu með henni að vitja peninganna, svo að það væri öruggt að hún væri ekki að gabba þig.“ „Vitanlega," svaraði Schafer. „En þegar leiðin lá svo að húsi Lavers lögreglustjóra, fór ég að fá illan bifur á öllu saman. Ég minntist þess, að hún hafði jú sagt mér að Lavers lögreglustjóri væri frændi sinn. Og nú hélt ég að hún hefði af- ráðið að segja honum líka upp alla söguna, og hefði hún fengið tækifæri til þess, mundi um leið hafa verið loku fyrir það skotið, að ég kæmist nokkurntima yfir þessa peninga. Ég varð þvi að koma í veg fyrir það, og til þess var ekki önnur leið en að beita skammbyssunni." Allt í einu tóku varir hans að titra. „Því I ó- sköpunum trúði hún mér ekki fyrir þvi, að hún hefði falið peningana hérna í húsinu," snökti hann. „Þá hefði þetta aldrei orðið. Það var allt henni sjálfri eingöngu að kenna. Ef hún hefði aðeins treyst mér, og sagt mér hvar peningana var að finna, mundi ég ekki hafa misreiknað mig svo herfilega. Þá hefði ekki verið nein þörf á að myrða hana." Ég heyrði bíl nálgast og síðan staðnæmast úti fyrir húsinu. Minntist þess um leið, að útidyrnar stóðu enn opnar upp á gátt. Andartaki siðar gekk Salter inn, hægum skrefum, og Gabriella á hæla honum. Hann virti mig fyrir sér, þar sem ég stóð með skammbyssuna í hendinni, og stakk um leið á sig sinni skammbyssu, sem hann hafði haidið í miði, þegar hann kom inn. „Ég þykist sjá að einhver hafi orðið til að jafna um Johny Torch," varð honum að orði. „Já,“ svaraði ég. „Það hefur verið mesta fjör hérna siðustu klukkustundirnar, svona að vissu leyti ...“ Ég heyrði að fleiri bilar nálguðust, og var ekið greitt heim að húsinu. „Það væri hyggilegra fyrir ykkur að draga ykkur I hlé sem snöggvast," sagði ég við þau, Salter og Gabriellu. „Þið getið látið sem þið séuð að taka hér til. Lögreglustjórinn, herra Lavers, er nefnilega að koma í kastalann, ríðandi á sín- um hvíta, rennivakra gæðingi." Þau höfðu tekið sér stöðu út við vegginn þegar Lavers lögreglustjón ruddist inn, og þeir Murphy læknir- og Polnik á hæla honum, ásamt nokkrum náungum i einkennisbúningi lögregluliðsins. Ég flýtti mér að ávarpa Lavers áður en honum veitt- ist tími til að opna munninn. Murphy lækni tékzt samstundis að vekja lög- reglustjórafrúna úr rotinu; hún settist upp við dogg og fylgdist af áhuga með samtalinu. Ég þótt- ist sjá það á andliti lögreglustjórans, að hann sæi fram á að hann yrði að endursenda hlutina og ætti I stríði við sjálfan sig. Og þegar Murphy lækni hafði heppnast að vekja frúna, beið hann þess með nokkurri eftirvænt- ingu að einhver tæki sér fram um að bjóða sér eitthvað til að væta kverkarnar, en Polnik glápti á mig, bersýnilega öldungis dolfallinn yfir þeirri heimsku minni, að ég skyldi ekki hafa hypjað mig eitthvað suður á bóginn á meðan mér vannst tími til. Schafer sat með andlitið falið í höndum sér, og hafði allt of miklar áhyggjur af því sem hann vissi sig eiga í vændum, til þess að hann , hefði nokkrar áhyggjur af því sem fram fór I / kringum hann. Loks tókzt Lavers lögreglustjóra að koma upp orði. ,;Hvað eru þessi skötuhjú þarna að gera hérna," öskraði hann og benti á þau, Salter og Gabriellu. „Ég hringdi til þeirra, þegar ég hafði talað við yður, og bað þau að koma hingað tafarlaust," svaraði ég. „Ég geri ráð fyrir að það komi á daginn, að þau eigi hér lögmætt erindi." „Þú ættir ekki að öskra svona á Wheeler leyni- lögreglumann," greip frúin fram I, ákveðin mjög. „Hann hefur bæði bjargað iífi mínu og klófest morðingjann, og þér kemur ekki einu sinni til hugar að þakka honum fyrir," mælti hann hálf- kæfðri röddu. „Þú ert þreytt, góða mín, og gerðir réttast að fara upp og hvíla þig. Ég er viss um að læknirinn er á sama rnáli." Og hann leit til læknisins í von um liðveizlu. „Henni er ekki fysjað saman, konunni yðar," sagði Murphy læknir ' giettnislega. „Hraust eins og naut — þér fyrirgefið samlikinguna. Og ef henni finnst það sjálfri, að hún sé nægilega hress til að sitja hérna og fylgjast með því, sem l'ramt fer, sé ég ekki neitt því til fyrirstöðu." „Þó það nú væri,“ sagði frúin. „Hann laumaðist. aftan að mér og barði mig I höfuðið, það er allt. og sumt. Ef ég hefði ekki verið allsendis óvið- búin, skyldi hann, að mér heilli og lifandi, hafa. fengið fyrir ferðina, bölvaður þorparinn ... Og eins og ég var að enda við að segja ...“ „Jæja, allt i lagi,“ urraði Lavers lögreglustjóri. „Við tölum nánar um það seinna. En hvernig væri að þú hitaðir okkur kaffisopa, fyrst þú ert svona hress, góða min?“ „Kaffi?" Það brá fyrir skelfingarhreim í rödd Murphys læknis. „Kaffi,“ endurtók lögreglustjóri kuldalega. „Ég get það svo sem,“ svaraði frúin og reis £ fætur, „En þú gerir svo vel að sýna leynilög- 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.