Vikan


Vikan - 08.12.1960, Blaðsíða 19

Vikan - 08.12.1960, Blaðsíða 19
HvaO getur elginmaður geílö mér, utan barna? segir hún. Ég hef lifað ein í mörg ár og mér líkar vel að vera sjálfstæð og engum háð. Og ég á fjöldann allan af vinum. Verðandi eiginmaður minn verður aö vera skynsamur, skilningsgóður, sjö árum eldri en ég og auk bess auðvitað hraustur og ístöðumikill. Og svo verö- ur hann að geta skemmt mér betur en ég get sjálf. En liklega hitti ég ekki neinn slíkan í bráð, og sízt ef ég leita að honum meðal kvikmynd- leikaranna, því að þeir eru flestir hundleiðinlegir og duttlungafullir og hugsa alltaf fyrst og fremst um sjálfa sig. Það skyldi þó aldrei vera að hún hefði einhvern vissan i huga er hún segir þetta — Marlon Brando t. d. Þessi myndarlegi en sjálfsgóði leik- ari hefur verið á þönum eftir Joan síðustu mánuðina. En vonandi „fell- ur“ hún ekki fyrir honum, því þá fær hún að komast I hann krappann — er ekki ólfklegt! Þetta er Shirley MacLaine, sem leikur eitt aöalhlutverkið i kvik- myndinni Umhverfis jöröina á átta- tíu dögum, sem Trípólibíó sýnir um þessar mundir. Shirley fæd.dist 24. apríl 1934 í Virginia. Hún byrjaði sem dansmær í óperettu nokkurri, sem sýnd var á Broadway, og fékk stóra tækifærið þegar prímadonnan veikt- ist. Hún tók að sér hlutverkið meö nokkurra tíma fyrirvara og „sló í gegn“. Litlu síðar bauðst henni samn- ingur frá Paramount-kvikmyndafé- laginu. Shirley giftist leikaranum Steve Parker árið 1954 og ári seinna fékk hún sitt fyrsta aðalhlutverk, í Hitchcock-myndinni „Hver drap Harryl". Utanáskrift bréfa til henn- ar er Paramount Studios, Marathon Eftir að hafa tekið lífinu með ró í nokkur ár, er Richard Wid- mark farinn að leika í kvik- myndum á nýjan leik. Er þar bæði um að ræða cowboy-myndir og sakamála- myndir, og eru nokkrar af þeim væntanlegar á markaðinn mjög fljótlega. Aðdáend- ur hins þekkta ,,skúrks“ hafa saknað hans undanfarin ár ... slcálc Sþreet, Hollywood. Olympíuskákmótinu 1960, sem haldið var í Leipzig i A.-Þýzkalandi lauk með sigri Rússa, siðan komu Bandaríkin fast á eftir og Júgóslavar í þriðja sæti. Islendingar voru meðal keppenda og höfnuðu i 23. sæti af 40 þjóðum. Elnn keppenda Austurrikismanna skaraði fram úr, en það var 1. borðs maður þeirra, Robatsch. Hann tefldi hverja skákina á fætur annarri á ör- uggan og s annfærandi hátt, hlaut hæstu prósentutölu 1. borðs-manna og hlant að launum útnefninguna ,.al- þjóðlegur stórmeistari". Nú skulum við líta á hvernig hann leikur sér að 1. borðs-manni Itala. Hvítt: Robatsch (Austurríki). Svart: Contedini (Italía). Spánski leikurinn. 1. elf e5 2. RfS Rc6 S. Rb5 f5!f (Lit;ð notaður og fulldlarfur leikur í harðri keppni. Hv. geldur líku likt og svarar á hressilegan 'hátt.) 4 d'f! fxeJt 5. Rxe5 RxR 6. dxe5 c6 7. RcSH (Hv. leikur meistaralega. Hann skeyt- ir engu Um B. en kemur með hættu- legan R í staðinn, sem ógnar hinni losaralegu kóngsstöðu svarts). 7. — cxb5 8. RxeJf d5 9. exd6 f h. Rf6 10. Bg5 Bf5 11. Bxf6 gxf6 12. Dh5f Bg6 13. Dxb5f Kp llf. Í)rb7f Kg8 15. 0—0 Bg7 16. Dd5f B/7 17. Dd2 h6 18 RgS Bg6 19. Hf—el! (Hv. teflir örugg- lega. Hann er með einum manni minna, en er samt með yfirburðatafl, þvi svartur getur svo litið aðhafst. Lærdómsrik skák). 19. — Kh7 20. He7 He8 21. Ha—el HxH 22. Hxe7 Kh8 23. Dfj Hb8 21f. Dgj Kh7. Œf 24. — Dxd6, þá 25. Hxg7 KxH 26. Rf5 og vinnur D) 25. hJ, Df8 26. Rf5 Bxf5 27. Dxf5f Kh8 28. bS! Hd8 29. Dg6 f5 30. Hf7 DgS 31. Hxa7 Bf8 32. Df6f Gefiö. Ef 32. — Bg7, þá 33. HxBg7 DxH 34. DxHd8. hljámlist Jafnvel þótt danska jazzsöngkon- an Else Oxböl, sem söng um tíma með hljómsveit Jörn Grauengaards, sé ekki orðin stórt „nafn" i heimi jazzins, hafa margir þekktir hljóm- listarmenn farið um hana viður- kenningarorðum, m. a. Stan Getz og Oscar Pettiford. Else er gift trommu- leikaranum Preben Oxböl, sem vann í hljómsveit Grauengaards um sama leyti og hún. Og bróðir hennar er einnig þekktur jazzleikari, saxófón- leikarinn Frank Jensen. Það var eig- inlega fyrir tilviljun að Else lagði út á þessa braut. Preben hafði samið nokkur dægurlög og texta við þau, og bað Else að syngja þau inn á segul- band, sem hann fór síðan með til Metronome-plötufyrirtækisins. Það voru lögin, sem hann ætlaði að reyna að selja, en ekki söngur Else, en for- stjóranum gazt svo vel að söng Eise, að honum fannst. sjálfsagt að hún syngi lögin inn á plöturnar. Þessar plötur vöktu svo sem ekki mikla at- hygli, en nú hafði Else fengið sönginn á heilann og ákvað að snúa sér að jazzinum. Og slíkum árangri hefur hún náð á þessum stutta tíma að undravert má téljast. Else og Preben Oxböl byrjuðu að Elae Oxeböl koma fram fyrlr hálfu öðru ári á Marienlyst. Síðan lá leiðin til Kaup- mannahafnar og er þau skemmtu á Pariser-klubben, kom Oscar Petti- ford eitt kvöld arkandi upp á sv;ð'ð, tók bassann sér í hönd og byrjaði að spila með. Hann kom oft seinna til að hlusta á þau og lét oft í ljósi að- dáun sína á söng Else Og hann gekkst fyrir útvarpsprógrammi, þar sem fram áttu að koma auk hans, Eise, Preben og píanóleikarinn Poul Godske. Því miður varð ekkert af þessu, því Pettiford lézt um miðjan september. Textaframburður Else er sagður vera mjög góður. Allt of oft eiga danskar söngkonur í erfiðleikum með ensku textana. Oftar en einu sinni hefur það komið fyrir að ameríkanar, sem heyrt hafa í Eise, en ekki vitað á herini deili, hafa látið í ljósi undr- un sína yfir því að amerísk söngkona geti sungið svona vel á dönsku! Sammy Davis — jafnt og þétt eykst. aðdáendaskari þessa blökkumanns, ekki sízt eftir leik hans og söng í negraóoerunni „Porgy og Bess", en meðferð hans á hlutverki sínu þar, skipaði honum sess meðal fremstu listamanna Vesturálfu. Á vissan hátt hefur Sammy Davis — eða Sammy Davis jr., eins og hann kallar sig venjulega — verið lengi á le'ðinni upp á „stjörnuhimininn". Fyrir tíu árum síðan mátti sjá nafnið hans hvarvetna nefnt í amerískum músíkblöðum. Hann var álitinn mjög efnilegur söngvari og vakti einkum at.hygli fyrir eftirhermusöng sinn. Sammy er núna 34 ára. Hann hef- ur verað að ..troða upp“ frá því hann var smástrákur, oftast með frænda sínum eða föður (Davis, sen.) 1949 byrjaði hann svo að skemmta em- samall. Og með góðum árangri. Bíl- slys sem kostaði hann sjónina á öðru auganu. stöðvaði framgang hans um tima. En nú er Davis á góðri leið með að verða hoimsfrægur listamað- ur. S.l. vor kom hann fram á hinum þekkta veitingastað i London, Pigale. Hann var þar i þrjár vikur, gerði ofboðslega „lukku" og græddi offjár. Og Englendingarnir vildu ekki sleppa af honum hendinni og nú liefur hon- um boðizt samningur til langs tíma frá hinu nýja leikhúsi Lundúnaborg- ar, Royalty theatre. Nú i haust hefur Davis verið í Paris að vinna að nýrri kvikmynd, þar serg hann leikur m. a. með Marlene Dietrich og Gene Kelly. Eins og margir aðrir hörundsdökk- ír listamenn er Sammy Davis ekki smeykur við að láta í ljósi sínar ákveðnu skoðanir. 1 sjónvarpsþætti einum sagði hann: Ef gerð yrði í Hollywood cowboymynd, þar .sem í léku blökkumenn í stað hvítra, yrði það áreiðanlega fyrsta kvikmyndin, þar sem Indíánarnir yrðu látnir vinna sigur ... textinn Hér b;rtum við splunkunvj- an íslenzkan texta við lagið „Wait for me“, höfundurinn er óþekktur, en textann kynntu söngkonan Esther Garð- arsdóttir og KK-sextettinn. Við skólahl'ð’ð ég stundxim stóð er stelna lítil hlióp til mín móð og andlit mitt var þá ailt sem blóð er hún kallaði, er hún kaliaði á eftir mér: B’ddu við. biddu við, biddu vinur eftir mér. Æ, lofðu mér að labba heim með þér ég skal vera svo væn ef Þú vilt í þetta sinn, ég er svo hrifin af þér Nonni minn. Og árin liðu við urðum stór ég út. í heiminn á skipi fór og hugur minn var þá hress og rór er hún kallaði, er hún kalleði á eftir mér: Vist óg bfð. vist ég bíð ég skai b'ða eftir þér, og góði bezti gleymdu ekki mér. Eg verð þér trygg og trú, hað fór tár um hennar kinn. Ég elska mun þig alltaf Nonni minn. En hún beið ekki eftir mér í einverunni hún gleymdi sér, en rvnning um það í barmi ég ber, er hún kallaðh er hún kallaði á eftir mér: B'ddu við, biddu við, b'ddu vinur eftir mér. Æ. lofðu mér að labba heim með þér ég skal vera svo væn ef þú vilt í þetta sinn, ég er svo hrifin af þér Nonni minn. brtffaviðskipti Jón Hraundal, Kristján Þórisson, Eirikur Sigurjónsson og Guðjón Bjarnason, allir i raflínuflokk Hann- esar Andréssonar, Laugalandi. Holt- um, Rang., óska eftir bréfav'ðskiptum við stúlkur 16 til 20 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Þrír piltar úr sænska hernum í Kongó óska eftir bréfavið- skiptum við islenzkar stúlkur: CPL 2293 Johansson, 2cog Swed. 6n, CpL 2400 Sundström, 2cog Swd. 6n og CPL 2218 Grosshed lcog Swed 6n. allir KONGO, MALMÖ 1, SWEDEN. skrítlur „Meinaröu ]>aö í alvöru, þegar þú sagðir aö sonur þinn- spilaöi á f iölu alveg eins og Heifetzf“ „Já, hann heldur henni undir hölc- unni.“ — Það var dáiítið sem ég fann í gær — leynihólf í veskinu manns ins míns. vikan 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.