Vikan


Vikan - 08.12.1960, Blaðsíða 21

Vikan - 08.12.1960, Blaðsíða 21
reglumanninum alla kurteisi þótt ég fari fram,“ bætti hún við um leið og hún gekk fram 1 eld- húsið. Lavers lögreglustjóri varp öndinni Þungt og mæðulega. „Já, jafnvel eiginkona mín . ..“ tuldr- aði hann í barm sér. Ég kveikti mér í vindlingi og beið átekta. „Það er ekki þar fyrir, að mér sé það að skapi," tók lögreglustjórinn til máls eftir stundarþögn. „E'n ég býst ekki við að ég eigi annarra kosta vöi. Allt í lagi, Wheeler; þér getið tekið ofan þennan stórlætissvip, og sagt mér hvað þetta á eiginlega að þýða. En þér verðið að segja mér upp alla söguna og undanbragðalaust í þetta skiptið." Ég hafði þegar sagt honum að þeir Fletcher og Johny Torch væru báðir fallnir, og að morð- inginn væri staddur inni i stofunni, en hlaupið yfir öll atriði varðandi nánari útskýringu. Og nú var sú þrautin eftir að fylla eyðuna. Það tók mig þó ekki langan tima að segja lög- reglustjóra hvað gerzt hafði allt frá því ér Johny Torch kom út úr sambyggingunni og ég hóf eftir- förina að húsi lögreglustjórans. Og hann greip ekki fram i frásögn mina, fyrr en ég kom að.því, er Schafer gekk inn i setustofuna með skamm- byssuna í hendinni. „Hvern fjandann var Johny Torch eiginlega að vilja hingað ... Heim til mín?“ spurði hann, og virtist enn ekki skilja neitt í neinu. „Hann kom til þess að leita að sjötiu þúsund dollurunum," svaraði ég. „Peningunum, sem þau höfðu rænt í sameiningu frá spilavitahringnum í Las Vegas." „Og hvers vegna í ósköpunum gat honum komið til hugar að leita þeirra hérna? í minu eigin húsi,“ þusaði Lavers lögreglustjóri. „Nei, þér verðið að fintta einhverja sennilegri skýringu, Wheeler." „Peningarnir voru hérna, vegna Þess að frænka yðar, Linda Scott, hafði falið þá hérna," svaraði ég. „Gat eiginlega hugsast sá staður, þar sem þeirra yrði síðar leitað, en á heimili sjálfs lög- reglustjórans? Það liggur i augum uppi, að þau hafa verið í hræðilegum vanda stödd. Þeim hafði heppnast að taka peningana með sér frá Las Vegas, en máttu Þó ekki éyði einum eyri af þeim, vegna þess að þeir í spilavítahringnum höfðu strangar gætur á öllu þeirra framferði. Af sömu ástæðum gátu þau ekki heldur lagt þá inn I bankanum. Ekki var heldur þorandi fyrir þau að finna þeim felustað þar sem þau bjuggu, þar eð búast mátti við að spæjarar hringsins laumuð- ust þar inn og leituðu. En þar sem lögreglustjór- inn var frændi Lindu, gat hún að sjálfsögðu heimsótt hann, án Þess það vekti nokkurn grun, og þar með fékk hún tækifæri til að fela pen- ingana." Mér varð litið á böggulinn í brúna pappírnum, sem lá á borðinu. „Hvar fanstu svo peningana?" spurði ég Schafer. „Böggullinn var límdur með renningum neðan á lokið yfir vatnskassanum i snyrtjherberginu," svaraði hann dapurlega. „Ein af tilgátum þínum reyndist rétt." „Linda var viðvaningur i listinni," mælti ég af hógværð. „En hvað um Schafer?" spurði Lavers lögreglu- stjóri. „Hvað kemur hann eiginlega þessu við?“ „Við skulum ræða dálítið um frænku yðar fyrst," svaraði ég. „Hún var í rauninni næsta ólík þeim hinum þrem. Þeir Fletcher og Johny Torch voru báðir þaulvanir fantar. Nina Booth var harðskeytt í verunni og ekki öll þar sem hún var séð, og auk þess hafði hún gerzt ástmey Howards Fletchers. Þau þrjú Þoldu því betur biðina, á meðan þau voru að leiða af sér grun- inn, en hún. Auk þess var hún allt öðruvísi skapi farin. Brátt fór svo að óvissan varð henni of- raun.“ „Schafer?" rumdi í lögreglustjóranum. „Ég vil fá að vita hvað Schafer er bendlaður við málið.“ „Ég kem að því von bráðar, ef þér viljið gera mér þann greiða að reka ekki alltof mikið á eftir mér, lögreglustjóri," sagði ég. Schafer hefur sagt mér það sjálfur, að hann hafi talið komu þeirra fjögurra hingað frá Las Vegas fréttaefni, og þess vegna hafi hann farið á stúfana. Hann hefur lika sagt mér að sér veittist auðveldast að komast að fréttunum, ef hann gæti snúið sér til kvenna um alla fyrirgreiðslu, hann hefði sér- stakt lag á þeim. Þess vegna tók hann að gera sér dátt við Lindu Scott. Hún varð ástfangin af honum, trúði honum fyrir öllu saman til að létta á sinni eigin samvizku, og þar með fékk hann að sjálfsögðu vitneskju um sjötiu þúsundin." Mér varð' litið til Schafers. „Þetta er náungi, sem hefur orð á sér fyrir samvizkuleysi I starfi sínu, kvennafar og stöðug peningavandræði. Að minnsta kosti sagði ritstjóri hans mér það. Og nú stóðu honum allt í einu til boða sjötíu þúsund dollarar. Hann kom því inn hjá Lindu, að hún skyldi vitja peninganna, og að því búnu skyldu þau flýja saman." „Hvers vegna myrti hann hana þá?" „Hún féllst á uppástungu hans, og fór í fylgd með honum að ná i penmgana ...“ Síðan endur- sagði ég frásögn Schafers sjálfs af þeim atburðum. „Það liggur við að þetta sé kátbroslegt," varð Salter að orði. „Vegna þess hve hún var honum einlæg, tortryggði hann hana og myrti hána loks, þegar hann þóttist viss um að hún væri að gabba sig.“ „Þú hefur dálítið einkennilegan smekk hvað gamansemi snertir, Hugo Salter," sagði ég. „En ég geri ráð fyrir að þú hafir engu að siður rétt fyrir þér.“ Lavers urraði: „Jú, þetta er ekki beinlínis ósennilegra en hvað annað,“ tautaði hann. „E?n hvað um morðið á Nínu Booth?“ „Það má eiginlega kallast furðulegt, að Schafer skyldi ekki ganga af göflunum þegar svona fór,“ hélt ég áfram. „Hann hafði framið morð til að komast yfir peningana, en var þó engu nær fyrir vikið. Hann vissi það eitt, að þessir peningar fyrir- fundust — einhvers staðar. Ég geri ráð fyrir að hann hafi gripið til sinnar vanalegu aðferðar, í samræmi við þá kenningu sína að auðveldast væri að komast að hlutunum með þvi að leita aðstoðar kvenþjóðarinnar." „En hann áttaði sig ekki á því, að Nína Booth var bæði slægvitrari og harðskeyttari en Linda Scott. Ég .geri ráð fyrir að hann hafi farið heim til hennar í Því skyni að veiða upp úr henni hvar peningarnir væru fólgnir. Sennilega hefur hann reynt að telja henni trú um að Fletcher væri sekur um morðið á Lindu Scott, og að hann hefði líka í hyggju að koma henni sjálfri og Johny Torch fyrir kattarnef, svo að hann þyrfti ekki að skipta við Þau fengnum." „En hvað bar þá til að hann myrti hana líka?“ spurði Lavers. „Nína var ekki neinn heimskingi," svaraði ég. „Hún vissi ósköp vel hve náið vinfengi hafði verið með þeim, Schafer og Lindu Scott. Hún gat séð það í hendi sér, að Linda hlyti að hafa sagt hon- um af peningunum, og hvað gerzt hafði í Las Vegas. Nína gat Þvi ekki treyst Schafer. Hún hlaut að reikna dæmið þannig, að hann væri ein- göngu að leitast við að ná fréttinni, og ef hún tæki hið minnsta undir við hann, væri hún þar með i raúnní að viðurkenna að peningasagan væri sönn.“ „Hún afréð því að láta sem hún skildi alls ekkl við hvað hann ætti. Og til þess að undirstrika það, gekk hún að símanum og hugðist ná sam- bandi við mig — sem hún og gerði. Hún ætlaði að segja mér hvað Schafer hefði sagt en henni sást yfir það, að hún var um leið að benda mér á hver morðinginn væri. Schafer skildi það hins vegar strax, að ég mundi ekki verða i neinum vafa um það á eftir, að það væri hann, sem hafði myrt Lindu Scott. Hann varð því að koma i veg fyrir það að Nína talaði við mig, og það gerði hann með Því að ráðast aftan að henni og greiða henni banahögg.“ „Þetta er ekki ósennileg ágizkun," tuldraði lög- reglustjóri. „En sannanirnar? Hafið þér nokkr- ar sannanir?" „Schafer lagði bæði mig og yður i einelti, svo að segja upp frá þeim degi, sem hann myrti Lindu Scott," svaraði ég. „Hann gerði allt, sem i hans valdi stóð, í því skyni að fá okkur til að taka Howard Fletcher höndum. Honum tókzt jafnvel hálft í hvoru að sannfæra ritstjóra sinn um að þér væruð eitthvað bendlaður við brask Fletchers og afbrotastarfsemi, og hélduð þess vegna hlífi- skildi yfir honum." „Það er hverju orði sannara," viðurkenndi Lav- ers. „En hvernig stóð þá á því, að þessi fjarvistar- sönnun, sem þeir Fletcher og Johny Torch þóttust hafa þegar Linda var myrt, reyndist ekki held? Það kannaðist enginn við það í þessu veitinga- húsi, sem þeir nefndu, að þeir hefðu þangað komið." „Ætli ég geti ekki skýrt hvernig á því stóð,“ varð Salter að orði. „Það stendur nefnilega svo á, að ... húsbændur mínir eru eigendur þessa veitingahúss ...“ „Þér eigið við, að það hafi verið að yðar undir- lagi, að enginn af starfsliðinu lézt muna til þess, að þeir hefðu komið þar?“ spurði Lavers lðg- reglustjóri og var nú steinhissa. „Mér fannst það ekkert saka þótt böndin bær- ust dálitið að þeim félögum; vildi vita hvaða áhrif það hefði á þá,“ svaraði Salter ofboð rólega. „Okkur var ekki sérlega vel til vina, eins og þið vitið." Ég flýtti mér að skerast i leikinn áður en Lav- ers lögreglustjóri missti allt taumhald á skaps- munum sínum. „Schafer heimsótti mig stundu eftir að seinni fjarvistarsönnun Howards Fletchers reyndist grunsamleg — sú sem ég stóð að,“ sagði ég. „Hann var miður sín af reiði og hótaði mér öllu illu. Hann kvaðst skyldu sjá svo um, að blað sitt svipti mig allri æru, hann skyldi fletta ofan af mér, eins og hann sagði, og mér skyldi hvergi verða vært það sem eftir væri ævinnar ...“ „Ætli hann reynist ekki sannspár," varð Murphy lækni að orði og Það lék blendið bros um varir hans. „Náungi, sem ekki veit hvenær hann hefur misst stöðuna, en heldur áfram að haga sér eins og leynilögreglumaður þótt hann sé það ekki lengur ... slíkt getur engum liðist til lengdar, Wheeler." „Væri ekki lækninum nær að halda sig hjá sínum likum, i stað Þess að þvælast fyrir vinnandi mönnum í von um að einhver miskunni sig yfir hann og helli í hann áfengi?" spurði ég og galt honum í sömu mynt. „Já, það var einmitt Þessi fjarvistarsönnun, sem þér stóðuð að,“ tók Lavers til máls og var nú allt í einu mun mýkri á manninn. „Það væri víst ekki úr vegi að ræða hana eilítið nánar." „Ég reiknaði dæmið þannig, að eftir að báðar stúlkurnar höfðu verið myrtar, og þér sóttuð sem fastast að Howard Fletcher, þá gæti ekki hjá þvi farið að þeir reyndu fyrr eða síðar að vitja Framhald á bls. 36. Ný spennandi framhaldssaga, FALIN FORTÍÐ byrjar í næsta blaði — Fylgist með frá byrjun vtkan 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.