Vikan


Vikan - 08.12.1960, Blaðsíða 42

Vikan - 08.12.1960, Blaðsíða 42
Framhald af bls. 3. samt gaman af og vonumst til, að úrslitin verði birt í Vikunni í nóvemberlok. Þakka svo Vikunni allar ánœgjustundirnar. Ein úti á landi. Ég tók mér það bessaleyfi að birta bréf þitt og vona, að þú fyrtist ekki við það. Urslitin í keppninni: Hvað gerðist á þessum stað? — munu hafa birzt í 45. tbl., en ekki á eins fróðlegan hátt og þú vildir. Ég skal nú reyna að bæta úr því fyrir þig: í fyrsta blaðinu var mynd af Biskupsbrekku á Uxa- bryggjaleið, og þar í brekkunni, sem blasir við á myndinni, lézt Jón biskup Vídalín. í öðru blaðinu er mynd úr Þjórsárdal af safni á leið til rétta, og í baksýn eru Bringur. Myndin er tekin af Gaukshöfða, en þar var Gaukur Trandilsson veginn, að því er sagan hermir. í þriðja blaðinu er mynd frá Hvít árnesi, en þar voru gamlar rústir eftir fjöl- skyldu, sum flúði byggð, er svarti dauði geis- aði 1402. Þessi Iiður getraunarinnar reyndist flestum fótakefli. Fjórða myndin er frá Laugarvatni, en í þeirri laug var lík Jóns Arasonar þvegið eftir aftökuna. Fimmta myndin er frá Borg á Mýrum, en þar átti Snorri Sturluson bú. — Nú vona ég, að þú sért sátt við okkur vegna þessarar getraun- ar, en úrslit í listaverkagetrauninni eru ekki kunn, en verða birt í næstu blöðum. Öll opnuð, — en ekki öll birt Kæra Vika- Opnið þið öll bréf, sem pósturinn fær? Tortrygginn. Já, og það er af því, að tortryggni er líka til hérna megin. Það hefur sem sé komið í ljós, að sum bréfin eru alls ekki prenthæf. — Þau kunna að vísu að vera allra skemmti- legasta lestrarefni, en við megum ekki mis- bjóða lesendunum. Góða Vika. Er hundsbit hættulegra á hundadögunum en öðrum dögum? Af hverju heita þeir hunda- dagar? Er það eftir Jörundi hundadagakon- un3i? Snati. Ég trúi, að hundsbit séu álíka hættuleg ár- iýl um kring. Hundadagarnir eru nefndir eftir Hundastjörnunni (Síríus) og eru frá því 23/24 júlí til 23/24 ágúst. Það var einmitt tíminn, sem Jörundur hundadagakonungur „ríkti“ hér á landi. Draumar Framhald af bls. 16. Kæri draumráðandi. Mig dreymdi eina nóttina að mér fannst ég vera á balli og ég ráfa um allan salinn, því mér fannst ég vera búin að týna veskinu mínu og það er svart að lit og ég var alltaf að leita að því ,svo kom ég auga á stelpu, sem ég þekki lítið og hún var reykjandi og ég var svo undr- andi yfir því, svo fannst mér vera kominn þarna prestur og rétt á eftir þá fannst mér að ég ætti að giftast þessum presti, en hvaða prestur það er veit ég ekki en ég man það svo vel, að þetta var prestur. Kvenmaðurinn, sem var reykjandi heitir Berglind og ég rétt kannast við hana. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Lilla Jóns. Svar til Lillu Jóns. Höfuð einkenni darumsins eru fyrst og fremst missir veskisins, sem mundi merkja mjög mikla erfiðleika en síðar mun rætast úr því þar eð giftingin með prestinum er tákn um velgengni. Það er ávallt ills viti að vera kærulaus og það kemur fram þótt síðar verði. :iiiiiit::r:iiniiriiiÍiiiifiiiiilJ:ntlii:ilír-ini:^i.1 j : j . . heimilistækin ‘hafa staðist dóm reynslunnar eru nýtízkuleg létta hússtörfin H.F. RAFTÆKJAVERKSMiÐJAN, HAFNARFIRÐI 111 I I T >11 i1 tu nii t ti rtiiti i i mitf 9|Pr líifc:- 42 YIJÍAM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.