Vikan - 08.12.1960, Blaðsíða 41
ÞJóðhöfðingrjar
austnrlanda
Framhald af bls. 14.
aðeins helmingur af eignum furst-
ans.
Fyrir 9 árum var gerð tilraun til
að meta eignirnar. Heimsþekktur
demantasérfræðingur var þá m. a.
kvaddur frá Bombay, en hann lét
aftur á móti senda eftir hollenzkum
sérfræðingi. Það tók þá hálft ár að
rannsaka 68 stórar járnslegnar kist-
ur í hallarhvelfingunum, þar sem
hundruð þúsunda af demöntum,
smarögðum, rúbínum og perlum voru
geymd i innsigluðum skinnpokum.
Þá gengu þeir á fund furstans og til-
kynntu honum, að þeir treystu sér
ekki til að verðleggja gimsteinasafnið.
Þótt þeir þekktu flesta frægustu
gimsteina veraldar, þá sögðust þeir
aldrei hafa séð neina, sem jöfnuðust
á við hans.
Margt skritið kom fyrir sérfræð-
ingana þessa sex mánuði. Dag nokk-
urn, þegar þeir voru á gangi i hall-
argarðinum, lyftu Þeir upp fúinni
ábreiðu, sem hafði greinilega legið
þar í mörg ár. Undir henni fundu
þeir gullstengur, sem þeir mátu á
milljónir kr. Dag nokkurn, þegar þeir
komu inn til furstans, tók hann
demant upp úr skrifborðsskúffunni
og spurði: „Hvað finnst ykkur um
þennan? Faðir minn keypti hann
einhvern tima fyrir löngu og notaði
hann sem bréfafarg. Ég var alveg
búinn að gleyma honum, þangað til
ég rakst á hann í dag.“
Það lá við, að sérfræðingana sundl-
aði. Bréfafargið var 182 karata dem-
antur, mun verðmeiri en hinn frægi
Koh-i-noor-demantur.
Ef furstinn tæki upp á þvi að seija
gimsteinasaín sitt, mundi verða geysi-
legt verðfall á gimsteinamarkaði
heimsins. En ef hann seldi þá, mundi
hann samt sem áður fá svo gott verð
fyrir þá, að hægt væri að kalla liann
rikasta mann veraldar.
Eitt atriði er þó ótalið, sem eykur
verulega á ríkidæmi furstans. Hnnn
er nefnilega skattfrjáls. Þegar samn-
ingarnir voru gerðir við indversku
rikisstjórnina, fékk hann það skýrt
tekið fram, að hann skyldi vera und-
anþeginn öllum sköttum og skyldum
bæði á eignir og tekjur.
Lifir fyrir 18 krónur á dag.
Fustinn er kannski ríkasti maður
í heimi, en hitt er víst, að hann er
mesta nízkunös vorra daga. Hann
kom til valda árið 1911, og þrátt fyrir
mótmæli ensku yfirvaldanna skatt-
lagði hann þegna sína um 875 mill jón-
ir kr. á ári hverju. Síðan 1956 hafa
árstekjur hans fyrir utan nokkur
hundruð milljónir, sem hann fær í
vexti af eignum sínum, ekki verið
nema þessar 38 milljónir, sem hann
fær í eftirlaun.
Þessi tekjurýrnun varð furstanum
slikt áfall, að sparsemi hans er orð-
in sjúkleg. Ilann hefur ákveðið að
eyða ekki nema 540 kr. á mán. til
eigin þarfa. Hann býr alltaf i minnsta
herbergi aoalhailarinnar, þar sem
aðeins er rúm, stóll og borð. Þótt
hann hafi 36 matsveina, mega þeir
elcki matbúa annaö en hrísgrjón og
baunir, og það, sem hann leifir, er
sent til ætt.ingja hans. I bílskúrum
furstans eru milli 20 og 30 Rolls
Royce-bílar og um tiu kádiljákar,
þeir elztu frá 1920 Hann notaði lengi
Rolls Royce írá 1926, en þegar sparn-
aðarherferð lians byrjaði, fékk liann
sér Ford frá 1934,. sem kostar hann
árlega um 18.000.00 kr. vegna við-
gerða.
Furstinn, sem er 76 ára, er bæði
lítill og magur, ekki nema 149 cm á
hæð, og hann virðist vera að kikna
undir skítuga, gamla, gula túrban-
inum sinum. Hins vegar litur hann
höfðingiega út, þegar hann er kom-
inn í rauðan furstabúning, skikkju
úr hreysikattarskinni, hefur dem-
antsskreyttan túrban á höfði og sit-
ur í gullhásæti sínu.
Furstinn getur verið, örlátur.
Furstinn hefur aldrei gefið nein-
um neitt. Engin af eiginkonum hans
eða 94 hjákonum hefur nokkurn tíma
fengið svo mikið sem smá-skartgrip
að gjöf.
Þó eru hér tvær undantekningar,
og þá gaf hann líka höfðinglega. 1
heimsstyrjöldunum báðum, fyrri og
síðari, gaf hann E’nglandi alls 8
milljarða kr.
Furstinn á tvo syni. Hinn eldri er
kvæntur dóttur síðasta soldánsins í
Tyrklandi. Þeir feðgar eiga ekki skap
saman, og fyrir nokkrum árum kom
til deilu á milli þeirra. Faðirinn var
ofsareiður vegna þess, að sonurinn,
sem þá stóð á fimmtugu, hafði haldið
veizlu, sem kostaði í kringum 1.000
kr. Þetta líkaði gamla manninum
ekki, og ekki batnaði skapið, þegar
hann frétti, að sonurinn héldi við
dansmey og greiddi henni 200 kr. á
mánuði.
Þrátt fyrir furðulega sérvizku sina
og nízku er furstinn menntaður
maður. Hann er vel að sér í bók-
menntum, lieimspeki og sögu, bæði
Vestur- og Austurlanda. Einu áhuga-
mál hans eru fræðiiðkanir, — ef til
vill af því, að þær kosta ekki mikið.
Hann fæst einnig við kveðskap og
yrkir jöfnum höndum á hindí, úrdú,
arabísku og ensku. Annað veifið birt-
ast kvæði eftir furstann í indversku
dagblöðunum. Þau eru aðallega
heimspekilegs eðlis, torræð og ort á
fáguðu máli.
Furstanum verður nú tíðhugsað
um Það, að bráðum kveðji hann þenn-
an heim. Þess vegna er hann þegar
farinn að gera ráðstafanir til hags-
bóta erfingjum sínum. Hann er
slunginn fjáraflamaður og fylgist
daglega með öllum verðsveiflum á
heimsmarkaðnum. Honum er ljóst,
að erfingjar hans fá ekki að njóta
neinna skattfríðinda, og þess vegna
hefur hann stofnað sjóð, sem gætt
er af ýmsum þekktustu lögfræðingum
heims og geymdur er í þremur stærstu
bönkum veraldar. Sagt er, að í sjóðn-
um séu 7,5 milljarðar kr. Það er ein-
kennandi fyrir furstann, að hann
snerti ekki höfuðstólinn, þegar hann
stofnaði þennan sjóð. Um áraraðir
hafa umboðsmenn hans um heim all-
an selt ómetanleg austurlenzk lista-
verk, evrópsk meistaraverk, sem
aldrei hafa verið sýnd opinberlega,
arabísk og kínversk bókasöfn og sið-
ast, en ekki sízt, heil gimsteinasöfn,
sem sérfræðingar furstans álitu ekki
nógu góö til þess að vera varðveitt
i einkasafni hans.
Vitað er, hvernig sjóðnum verður
skipt. Báðir hjónabandssynir hans og
aðrir þrir synir fá meiri hlutann. Sex
hjónabandsdætur hans fá ríflegan
skerí, svo og eiginkonur hans þrjár.
Þi koma 94 hjákonur og síðan 240
stúlkur í kvennabúri hans. Afgang-
inum á að skipta jaínt milli þjóna
hans, en þeir eru 14.900. Þessi sjóður
er aöeins örlitill hluti af eignum hans.
Hvað um afganginn verður, veit
enginn enn.
Ostaréttir
Framhald af bls 27.
Heitt ostubrauð.
Heitt ostabrauð
er Ijúffengt, það
má búa til á ýmsa
vegu. BrauSið er
smurt, áleggið lagt
yfir, —i ath. að
osturinn á að vera efstur og ná
út á brúnir brauðsins. Bakað er
í heitum ofni, þar til osturinn er
farin nað bráðna og hefur dökknað
lítið eitt. Borðað heitt með te
eða kaffi.
1. Tómatar og ostur. Tómatsneið-
arnar eru lagðar á brauðsneið-
ina, ostsneið yfir, — bakað.
2. Sardinur og ostur. 1—2 sardín-
ur eru lagðar á brauðsneiðina,
ostsneið yfir, — bakað.
3. Saxaður laukur, tómatkartöflur,
ostur. Laukurinn er saxaður,
látin á sneiðina i þunnt lag,
1—2 tes. tómatkraftur, jafnað
yfir og ostsneiðin efst, -— bakað.
4. Hangikjöt eða Hamborgarlirygg-
ur, epli, ostur. Hangikjötssneið
er lögð á smurða brauðsneið
(lcjötið má einnig saxa, og er
þá ágætt að nota smáafganga),
eplasneið er lögð ofan á og þar
yfir ostsneið, — bakað.
5. Ostur og þcytt eggjahvíta. Eggja-
livítan er stífþeytt, saman við
liana er blandað rifnum osti,
látinn á brauðið með skeið;
ath., að hann má ná út á brúnir
brauðsins. Bakað við fremur
hægan hita, þannig að hvitan
nái að lyfta sér og sé ljós-gul-
brún.
C. Ostar og sperglar (aspas).
Sperlalengjur, 1—2, eru lagðar
á brauðsneiðina, ostsneið yfir,
-— bakað.
7. Ostur og steykt flesk. Reykt
flesk er steikt á venjulegan hátt,
osturinn lagður á brauðið og
fleskræmur ofan á, — bakað.
8. Osttur og ávextir. Niðursoðnir
ávextir, ananas eða ferskjur, eru
lagðar á brauðsneið, ostsneið
lögð yfir, — bakað.
Fallegt er að klippa krasa,
steinselju eða dill-grein yfir
ostabrauð.
Góð ostakaka í saumaklúbbinn.
100 gr hveiti,
100 gr smjörliki,
2 msk. rjómi,
sperkill (aspas),
saxað hangikjöt,
rifinn ostur
Hveitið er sáldað á borð, smjör-
líkið skorið í með hnif, vætið i
með rjómanum, linoðið fljótt sam-
an, kælt. Grunnt eldtraust mót er
klætt með deiginu,þar ofan á er
saxað liangikjöt eða Hamborgar-
hryggur, síðan sundurskorinn
spergill og lag af rifnum osti.
2 egg eru þeytt vel saman, jjar
í er sett 1—2 msk. af spergil-
soðinu og annað eins af rjóiina
eða bara rjómi,þessu er tielli ym
ost.nn. Bakað í um % kist. eða
þar til kakan er gegnumbökuð,
gulbrún og liefur lylt sér. .Bezi
nýbökuð með kaffi eða te.
(Ath., að spergilsoðið og rjóminn
er látið í lilutföllum við hangi-
kjöt og ost, — má ekki vera of
mikið, þá verður kakan blaut og
klesst).
o§:
skipasalan
Austurstrætl 12 II. hæð. Reykjavík.
Síml 35639.
Póstbox I 155.
VELTUSUNDI 3 — SÍ.MI 11(516
V.IJÍAK 41