Vikan


Vikan - 08.12.1960, Blaðsíða 13

Vikan - 08.12.1960, Blaðsíða 13
 krakkarnir orguðu, heimtuSu og klöguðu í sifellu. Stærri börnin höfSu sterka tilhneigingu til að gúkna yfir hlut þeirra smærri, taka beztu skiðin traustataki og nappa ólum og bindingum frá þeim. Húsbóndinn sótti sitt úthald til Hannesar kennara eftir ábendingu og undanrás konu sinnar. Skiðin, sem hann fékk þar, voru bæði tábrotin og bindingalaus með öllu. Einnig i þessu tilfelli varð Petrína að koma til skjal- anna, ella hefði bóndi hennar lagt árar í bát. Hún sagðist ekki anza þeirri firru, að ekki mætti notast við skíðin þau arna, þótt eitt- hvað væri brotið af blátánum á þeim, og nóg væri af ansk ... snæradraslinu i skúrnum. Hún hélt, að það mætti vel tylla á sig einum skiðum með þvi, ef vilji væri til, og bað hann bless- aðan að láta ekki nokkurn mann heyra þetta ráðleysi á örlagastund. Sjálf stormaði hún i kaupfélagið upp úr hádeginu og keypti þar allt, sem hún þurfti á fæturna til ferðarinnar, skíði, bindingar og skó, fyrir tæplega þúsund krónur. Þegar hún kom aftur, var allt heimilið i hershöndum. Krakkarnir börðust eins og óð með skíðum, stöfum, skóm og ólum um allt húsið, og flestir hlutir sneru þeim endanum upp, sem vanalegast vísaði niður. Margir lágu óvígir í valnum, ýmist af sárum eða hræðslu, og vopnagnýrinn var æðisgenginn. En Jóel formaður hafði flúið niður i hjall sinn og dyttaði þar að skiðanefnunum í ró og næði. Þegar frú Petrínu hafði tekizt að bera klæði á vopn barna sinna og gera að sárum hinna föllnu, svo að kyrrt var að kalla aftur, fór hún að klæðast skíðaskrúða sínum, grænu trollbuxunum og duggarabandspeysu af mann- inum. Og þegar Jóel dróst heim úr hjallinum með skíðanefnur sinar og stóreflis ár sem gönguprik, stóð hún í fullum skrúða á eldhús- þröskuldinum með spánnýja skíðaskó á fótun- um, númer 44. — Jæja, þarna kemur þú þá, góði minn, en nú er okkur ekki til setunnar boðið, sagði hún og vingsaði fótunum til skiptis eins og sportmaður. Nú ætla ég að biðja þig að skipu- leggja krakkana með mér. Ég hef ákveðið að ganga fremst, svo koma krakkarnir eftir aldurs- röð, sá elzti næst mér og svo koll af kolli, og þú rekur lestina og sérð um, að enginn verði eftir. Það er bezt, að við berum skíðin upp eftir, þangað sem gangan á að hefjast, en höldum þó réttri röð. Að svo mæltu ruddist hún í gegnum iðandi og æpandi krakkaþvög- una, út á hlað, tók skiðin á öxl sér og stefndi beint til fjalls. Faðirinn kallaði upp nafn elzta barnsins og svo framvegis. Krakkarnir ruddust út eins og rottur úr holu og runnu öll í slóð móður sinnar tii fjalls, en Jóel lokaði bænum, axlaði lánsskiðin og árina og hélt á eftir halarófunni. Það hafði auðvitað fengið fjaðrirnar, að frú Petrina Jóels ætlaði að „ganga“ og hafa alla krakkana og karlinn i eftirdragi. Þar af leiddi, að múgur og margmenni var á staðnum, þar sem Landsgangan skyldi hafin. Þar var mættur hornaflokkur auk allra fyrirmanna staðarins, svo og ljósmyndarar og liklega blaða- menn. Petrina lét þó ekkert af þessu hafa truflandi áhrif á sig. Hún byrjaði tafarlaust að binda á sig skiðin, en kallaði jafnframt skipanir til liðsins: Þú verður aftan við hann Jónsa, Júlla mín. Potaðu þér á skiðin, Patti minn. Hjálpaðu henni Tótu litlu, Tanni minn. Reyndu að skipuleggja krakkana, Jóel, og láta þau fara af stað í réttri röð. Og munið þið mig um það, að enginn má fara fram fyrir annan. Framhald á bls. 30, VIJÍAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.