Vikan


Vikan - 01.09.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 01.09.1960, Blaðsíða 5
Ef menn kreppa vinstri hönd, geta þeir séð fyrir sér lögun Afganistans: Yfir hand- arbakið þvert liggja Hindu- kusch-fjöll; á ytra borð hand- arinnar eru landamærin við íran; við fingurgómana allt að enda þumals eru landamæri Sovétrikjanna; þar taka svo við sjötiu kílómetra löng landamæri Kína; loks liggur Pakistan frá þumalgóm allt að landamærum írans á ný. En á landamærunum við Pakistan er enn eitt riki, sem enn hel'ur ekki sézt á landa- korti og snertir þó Afganist- an hvað mest stjórnmála- lega: þetta er Pasohtunistan, Afganistan er í hraðri fram- íör og' öðrum löndum til fyr- irmyndar. Landið við rætur llindukusch, sem var Afgön- um öílug vörn í tvö þúsund ár við ágengum herskörum úr suðri og varði þá fyrir árás- um frá Arabiuhafi allt að sléttum Indlands. Enn i dag er landið vel sett, en ógnanir stórveldanna hafa nú breytzt í „ástleitni“. Jafnt austur sem vestur keppast um að fara að óskum Afgana um að gera landið sem nýtizkulegast í alla staði. Austurveldin vilja gera landið að óháðu riki í ríkjasambandinu, og veslur- veldin vilja ekki hleypa því í klærnar á kominúnismanum. Afganistan er land dalanna. Akrarnir í dalbotnunum eru lagðir i st.öllum. Vatnið, sem fellur niður stallana, knýr þófaramyllurnar, sem mala hrísgrjón, og myllusteina, sem mala kornið. Húsin í dalvörp- unum líkjast helzt virkjum. Næstum fjögurra metra háir leirmúrar, margir hverjir skarðaðir skotraufum og hornturnum, umlykja hvert býli. Grængult hrisið bærist á ökrunum. Á fjallaslóðunum A Kaupmennirnir raða varningi sínum á götur og torg. Þeir eru afar rólegir f tiðinni og eru ekki að hafa fyrir því að hrópa til vegfarenda, hvað þeir eigi fallega dúka og Ijúffengar melónur. Hinar hávaðasömu söluaðferðir, sem einkenna Austur- landakaupmenn svo mjög, hafa ekki haft nein áhrif á þessa hljóðlátu höndlara í Afganistan. rekst maður á kindur ineð digra dindla, kameldýr, asna og liesta. Við veituskurðina standa litil tehús, og gestgjafarnir koina tehitunarvélum sínuin fyrir á slórum steini og selja jafnframt þvi gömul teppi og ábreiður i skugga trjánna. Hrísgrjón, soðin í kindafeiti, blönduð kindakjöti, eru þjóðarréttur Afgana. í eftirmat fá menn sér te- sopa. Afganar eru bændaþjóð og lifa á afurðum engja og búpenings, en aðeins lítill hluti landsins er byggilegur eða ræktanlegur. Rúmlega tíu milljónir manna þrifast i landinu á landbúnaði. Hinar stóru hjarðir karakúl-kinda eru lielzta tekjulind landsins. í landinu eru um þrjár milljónir hirðingja, sem reika frá einum bitlwganum til annars með hjarðir sínar. Hin geysiþykka gæra karakúl- eða Astrakan- lindanna er mesti fjársjóður Afgana. Án afgönsku uilarinnar væru persneskar ullarafuðir ekki virtar sem þær eru nú á dögum. Afganar græða um 40 til 60 milljónir dollara á ári á ullarafurðum sinum, sem nægja að einhverju leyti til þess að greáða lán Banda- ríkjamanna, sem setja sér það mark að iðnvæða land- ið. Þó er fjárhagsaðstoð Sovétríkjanna öllu meiri, um 100 milljónir dollara, og setja Sovétríkin sér það mark að gera Afganistan að hlutlausu riki, miðstöð vöru- flutninga og flugsamgangna. Aðrar þjóðir veita einnig Afgönum talsverða fjárhagsaðstoð. Landið milli Khaiberskarðs og Amu Darja er ágætt dæmi um smáríki í kreppu milli tveggja stórvelda. Öldum saman voru farnar herferðir yfir hálendi Afganistans að sléttum Indlands. í Khaíberskarði féll fjöldi Breta í valinn fyrir landamæraþjóðflokkum. Þessir þjóðflokkar hafa aldrei viljað viðurkenna landa- mærin, og þeim hafa engin bönd lialdið ... Þeir reika eftir þörfum frá einu landi til annars, lifa undir eigin stjórn og sanikvæml eigin lögum og taka lítið sem ekkert tillit til ríkisstjórnarinnar í Kabúl. Þar eð erfitt er að komast að þeim landssvæðuin, sem þeir hafast við á, hafa þeir verið látnir óáreittir að inestu. Landa- mæravandamálið verður enn örðugra og hvílir sem baggi á Afgönum, þar sem þessir svokölluðu Paschtunar hafa nú stofnað eigið riki, — Paschtunistan. Paschlunar lögðu ekki einvörðungu undir sig afganskt landssvæði, heldur einnig stór landssvæði i Pakistan. Lengi vel voru landamærin milli liinna múhameðsku rikja Afganistans og Pakistans mikið þrætuepli. Þessar landa- mæradeilur hafa auk þess spillt mjög fyrir samkomu- lagi Afgana og vesturveldanna. En hættan við það, að Afganistan verði sovézkt leppríki, er ekki ýkjamikil, því að Afgönum er fyllilega ljóst, að bæði stórveldin reyna að ná hylli þeirra, og gera sór þess vegna far um að halda stjórnmálalegu jafnvægi í landinu og hagnast um leið á báðum stórveldunum. Ein breyting hefur saml orðið á, sem menn óraði ekki fyrir nokkrum árum: Þarna stendur nú kona á einu hinna rykföllnu öngstræta í Kabúl. Hún er að reyna sólgleraugu, sem götumangari hefur rétt henni. Ógerningur er að segja til um aldur hennar. Hfm er vafin tschaddrí, viðum hjúp Afganakvenna, sem hylur hana frá hvirfli til ilja. Þessi kona er nú skyndilega að samlagast nútímanum. Ef til vill fleygir hún slæðunni á morgun, en slæðan hefur öldum saman verið tákn þess, að Afganakonur voru beinlínis ekki til opinbea-- lega. Þær voru ekki einu sinni skráðar í opinberum bókum, þvi að meybörnum var ekki sinnt að neinu leyti. Hinn 24. ágúst i fyrra hófst friðsamleg bylting i Afganistan. Þann dag var gefin út lagaskipun um að táta slæðurnar falla. Til vonar eg vara hafa menn þó valið meðalveginn: Konur og ungar stúlkur verða að bera skikkju og höf- uðdulu á almaunafæri. Maðurinn, sem kom þessari byltingu af stað, heitir Sardar Mohammed Daud og hefur verið forsætisráðlierra hans hátignar, Zahirs konungs. frá 1953. Hann er náskyldur hans liátign. Framh. á bls. 35.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.