Vikan - 01.09.1960, Blaðsíða 15
Síðasta myndin sem tekin var af Hitler.
Hitler ávarpar drengi úr Hitlersæskunni.
»+
Þegar heimsstyrjöldinni lauk vorið 1945,
voru menn engan veginn á eitt sáttir um dauða
Hitlers eða hvarf hans. Sumir héldu því fram,
að hann hefði fallið i bardögunitm í Berlín,
aðrir, að hann hefði verið myrtur af herfor-
ingjum sínum í Tiergarten. Orðrómur komst á
kreik um, að hann hefði fiúið með flugvél eða
kafbát og hefðist við á lítilli ey í Eystrasalti.
Enn aðrir þóttust vissir um, að hann hefði kom-
izt til kastala við Rín, í spánskt klaustur, á
búgarð i Argentínu eða hefðist við meðal vin-
veittra stigamanna í fjöllum Albaníu ...
Rússar, sem þá höfðu bezta aðstöðu til þess
að komast að hinu sanna, kusu að þegja og
héldu öllu leyndu. Fyrst lýstu þeir yfir því, að
Hitler væri dauður og að þeir hefðu kannazt
við líkið af tönnunum, en síðar vendu þeir sínu
kvæði í kross og sökuðu Englendinga um að
fela iHitler og Evu Braun á hernámssvæði
sinu ...
. Þegar svo var málum komið, var hinni leyni-
legu upplýsingaþjónustu Englendinga nóg boð-
ið og taldi fulla ástæðu til þess að koma í veg
fyrir frekari óróa vegna alls kyns orðróms um
Hitler. Einum manni, hr. Trevor-Roper, var
falið að kynna sér málið til hlítar, og var hon-
um veitt öll hugsanleg liðveizla í þvi máli. Eina
opinbera tilkynningin um dauða Hitlers var þá
útvarpsræða Dönitz flotaforingja, sem hann
hélt 1. maí 1945. Dönitz tilkynnti þá, að þennan
sama dag hefði Hitler „fallið i broddi fylkinga
sinna“ í Berlín. Fleiri vitni gáfu sig fram og
kváðust hafa séð hann deyja, en eftir nánari
eftirgrennslan komust menn að því, að þessi
vitni þjáðust einungis af lygafýsn (mytomani).
Á hvaða rökum reisti þá Dönitz þessa yfir-
lýsingu sina? Jú, Dönitz, sem hafðist við í
Flensborg við dönsku landamærin, hafði með
skeytasamböndum nær óslitið samband við
höfuðstöðvarnar í Berlín. Síðasta skeytið til
Dönitz kom frá Göbbels fyrsta maí. í skeytinu
stóð, að Hitlera hefði dáið „i gær“ (þ. e. a. s.
30. apríl) „klukkan 15.30“. Dönitz bárust ekki
aðrar sannanir, því að enginn þeirra, sem séð
höfðu Hitler deyja, var enn kominn til Flens-
borgar. Sagan um það, að Hitler hefði fallið á
vigvellinum, var hreinn uppspuni eins og dán-
ardagurinn. Eina sönnunin fyrir dauða Hitlers
í upphafi rannsóknanna var skeytið frá Göbbels,
— og Göbbels var dauður, svo að ekki var hægt
að yfirheyra hann. Rússar höfðu komið að hon-
um dauðum.
Hinn niunda júní 1945 hafði Sjúkov marskálk-
ur lýst yfir þvi við blaðamenn, að Hitler hefði
gifzt Evu Braun, skömmu áður en hann dó eða
hvarf. Þessa ályktun dró marskálkurinn af her-
dagbókum, sem Rússar höfðu fundið i Berlin.
Trevor-Roper ákvað að fá að sjá þessar dag-
bækur, en auk þess reyndi hann að safna eins
mörgum vitnum og honum var unnt.
Sumar staðreyndir liggja ljósar fyrir. í fanga-
búðum Bandamanna voru enn margir þeirra,
sem fylgt höfðu Hitler allt fram til 22. apríl, —
meðal þeirra Dönitz, Keitel, Jodl, Speer og hóp-
ur síður þekktra forystumanna. Fram að 22.
ápril lá allt ljóst fyrir. En þennan dag hafði
Hitler kallað saman herforingjaráðið, hafði að
lokum misst stjórn á sér og skipað að yfirgefa
Berlín, — sjálfur ætlaði hann að vera eftir.
Þetta óljósa tímabil frá 22. apríl til 2. maí, þegar
Rússar tóku ráðhúsið ásamt neðanjarðarstöðv-
unurn, þar sem Hitler hafði hafzt við síðustu
dagana, þurfti að kanna nánar.
Það lilutu að finnast vitni, jafnvel frá þessu
tímabili,’ Hitler hefði ekki getað verið einn i
neðahjarðarstöðvunum. Nú þurfti að finna
þessi vitni og leysa um málbeinið á þeim. Fjöl-
Lík Hitlers og Evu Braun brennd með
því að hella yfir þau benzjni og kveikja
svo í þeim.
margra þeirra, sem verið höfðu með Hitler, var
að sjálfsögðu saknað. En jafnvel þótt svo væri,
hlaut einhver að finnast, sem leyst gæti frá
skjóðunni. Þeirra var annaðhvort að leita i
fangabúðunum eða — einhvers staðar annars.
Trevor-Roper tók nú að snuðra um fangabúð-
irnar og um landið allt. Mönnum er tamt að
halda til æskustöðvanna, jafnvel þegar þeir eru
i felum, og þessi sálfræðilega staðreynd varð
til þess, að margir fundust, sem tekið höfðu
«ér annað nafn. Nú fundust bæði menn 'og konur,
sem höfðu umgengizt Hitler á óljósa tímabil-
inu. Og öll voru þau yfirheyrð einslega, til þess
að þeirn væri ekki unnt að „bera saman“ vitn-
isburð sinn. Aulc þess fundust nokkrar dagbæk-
ur, skrif og annað þvílíkt, sem urðu annaðhvort
til þess að styrkja grun manna eða afsanna
fyrri trú þeirra, — m. a. símskeytin milli
Dönitz og höfuðstöðvanna. Um þetta leyti
bað Trevor-Roper Rússa um að fá að lita á
dagbækurnar, — en fékk ekkert svar.
Trevor-Roper hélt yfirheyrslum slnum og
rannsóknum áfram, þar til hann gat lolts birt
nákvæma skýrslu um atburðina í neðanjarðar-
stöðvunum þessa óljósu daga. Trevor-Roper
hrósaði einnig happi yfir því að liafa fundið
þrjú afrit af erfðaskrá Hitlers, en þau voru
einn sterkasti liðurinn í sönnunarkeðjunni.
Við skulum nú líta á skýrsluna!
Rússneskur liðsforingi í einu af herbergjum
neðanjarðarstöðvanna þar sem Hitler lét fyrir-
þerast síðustu dagana sem hann lifði.
HIRÐIN UMHVERFIS HITLER ...
Árið 1941 náðu nazistar algerum yfirráðum
yfir hernum, og samtímis því var ríkisstjórninni
breytt í hirð, ef svo mætti að orði kveða. Þetta
gerðist dag þann, er Hitler lýsti yfir því, að
„Rússar væru ekki lengur til“. Þessi örlagaríki
dagur var upphaf þeirrar hnignunar, sem varð
flokknum, hernum og ráðgjöfunum að falli, auk
þess sem heilbrigð skynsemi varð sífellt að lúta
I lægra haldi, er á leið. Hitler tók að sér stjórn-
ina, og gömlu þýzku hershöfðingjarnir, þeirra
á meðal Halder, voru settir af. Áður hafði Hitler
verið allsendis óreyndur í öllu, sem varðaði
stórpólitik og hernað, en nú var hann skyndi-
lega orðinn alráður, og orð hans voru lög. Sér-
hvert mótlæti vekur nú gremju hans í stað eftir-
þanka. Það verður sifellt erfiðara og áhættu-
samara að færa honum skýrslur um undan-
haldið ...
Sá hirðmanna Hitlers, sem hafði gerspillzt
hvað mest, var Göring. Áður hafði hann aðeins
verið tillitslaus embættismaður, en nú var hann
nautnasjúkur vesalingur, sem ekki var lengur
tekið mark á. Hess var úr sögunni eftir flóttann
til Skotlands, en í stað hans var kominn Bor-
rnann. Göbbels var eini „vitsmunamaður“
flokksins og hreinasti snillingur í að breyta
svörtu í hvítt. Andleg andstæða hans var
Himmler, hugsunarlaus skepna, — ekki af völd-
um einhverrar sérvizku eða einskærrar grimmd-
ar. Himmler var hinn eini af „hirðmönnum“
Hitlers, sem trúði statt og stöðugt á kjaftæðið
um Aria, —og i heimsku sinni lét hann teymast
í blindni af stefnu flokksins, hvað sem allri
skynsemi leið.
Það er hrapallegur misskilningur að halda,
að Hitler hafi verið leppur i höndum einhvers
og einhvers. Allt þar til yfir lauk, var hann
alráður í orðsins fyllstu merkingu. Allir dýrk-
uðu Hitler, — ekki sizt Hitler sjálfur.
BLÓÐÞYRSTUR OG UPPSTÖKKUR ...
Eftir innrásina í Frakkland árið 1941 og þó
einkum eftir banatilræði Stauffenbergs liðs-
foringja í júlí 1944 losnar Hitler úr öll-
um tengslum við veruleikann. Sérhver ósigur
er sök einhvers hershöfðingjanna, — og af ótta
við reiðiköst hans þorir enginn að segja hon-
um, hvernig málum er í rauninni háttað á vig-
Framh. á bls. 27.
yiKAN
15