Vikan


Vikan - 01.09.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 01.09.1960, Blaðsíða 12
11 , < Með aðstoð skammbyssu rændi Armand Lecoque skartgripum brúðkaupsgesta og hinni fögru brúði. Hann kom á nóttum og daðraði við hin fallegu fórnarlömb sín og fór svo með skartgripi þeirra Astlritoi innheot&þjófuvino Fyrir skemmstu birtist frétt í frönskum blöðurn um innbrotsþjóf, sem hafði á næturþeli brotizt inn í svefnherbergi í einbýlishúsi nálægt Boulogne-skógi. Frúin í húsinu, sem var ein lieima, vaknaði við það, að einhver laut yfir hana, og áður en hún gat hrópað á hjálp, lokaði maðurinn munni hennar með löngum, heitum kossi. Síðan skipaði harin henni að rísa á fætur og afhenda sér skartgripi sina. Þar eð þjófurinn bar grímu, gat frúin ekki lýst honum nánar en svo, að hann væri ungur og grannur með einkar þægilega rödd. Hvort hann var hár eða lágvaxinn, tjóshærður eða dökkhærður, gat hún ekkert um sagt (eða vildi líklega ekki). — Lögreglan grunaði hana um að vera ástfangna af næturgestinum. enda þótt hann hefði rænt öllum skartgripum hennar. Ekkert kom lögreglunni á sporið, og ekkert heyrðist frá þjófnum. Hvort sem hann starfar nú einhvers staðar annars eða hefur nú aflað sér hæfilega mikilla peninga eða hvort hann hvilir sig nú (að minnsta kosti um stundarsakir) eftir hina ve) heppnuðu ránsferð, — skai látið ósagt. Þótt konan þættist viss um, að maðurinn væri ungur, féll samt grunur á Armand I.ecoque, sem kominn væri aftur til hinna gömlu veiðisvæða sinna. Á þriðja tug aldarinnar var talað jafnmikið um hann í París og um Don Juan á Spáni á sínum tíma. En Lecoque lét sér ekki nægja að daðra við konurnar eins og Don Juan, hel.dur rændi liann jafnan skartgripum þeirra. Armand I.ecoque var af gamalli franskri ætt. Eins og vel metnum fjölskyldum sæmdi, sendu foreldrar hans hann á hinn nafntogaða her- skóla i Saint Cyr nálægt Versölum, til þess að hann yrði liðsforingi. En ekki leið á löngu, áður en hann varð víðfrægur í skólanum sem óbetranlegur flagari. Og þar eð konur yfirmanna hans voru honum jafnvel ekki lieilagar, var hann rekinn úr herskólanum. Nú varð hann að velja sér nýtt framtiðarstarf. En ekki fór hann að ráðum fjölskyldu sinnar, heldur valdi sér starf innbrotsþjófs, sem var álika spennandi og það var arðbært. Á árunum 1927—28 var hann forsiðumatur franskra dagblaða og gekk undir nafninu Innbrotsþjóf- urinn ástleitni eða Ástarþjófurinn, vegna þess að hann krafðist jafnan i næturleiðöngrum sínum meira en einungis skartgripa kvennanna. Það þarf aðeins að lýsa einu innbroti hans til þess að gera sér ljóst, hvernig hann vann. Öll voru innbrotin framin samkvæmt ströngum reglum. Dag einn birtist í Parísarblaðinu L‘ Intransigeant (nú Paris Presse) frétt um einkar skemmtilegt innbrot, sem framið hafði verið í einbýlis- húsahverfinu í Neuilly. Húsbóndinn hafði ekki verið heima, og hin unga og fagra kona lians hafði verið vakin af grímuklæddum manni í herramannsfötum, sem hafði beðið hana kurteislega að rísa úr rekkju og opna tvær kampavínsflöskur. Þar eð hann bauð af sér góðan þokka, hafði konan látið til leiðast að drekka með honum. Hann hafði leikið á als oddi og loks tekið að daðra við konuna. Þegar hún var innt nánar, varð hún að játa, að innbrotsþjófurinn hafði kysst hana. Parísar- búar gátu nú í eyðurnar, hvorl sem grunur þeirra var á rökum reistur eða ekki. Þessu ævintýri hafði að minnsta kosti lokið með því, að hann hafði sig á brott með skartgripi hennar. Þetta var npphaf margra svipaðra innbrota. Þegar þetta gerðist, biðu margar dömur á næturþeli ei'tir þessum yndislega innbrotsþjófi, og hjartað sló ört i brjósti þeirra af eftirvæntingu. Sumar voru svo skyn- samar að koma skartgripum sínum til geymslu í næsta banka. En það var enginn hægðarleikur að sjá við Lecoque. Að vísu var hann veikur fyrir konum, en hann vildi hagnast meinu á innbaotum sínum og vissi þess vegna, hvert hann átti að leita. Hann heimsótti aðeins staði, þar sem bæði frúin og skartgripirnir voru heinta. Hið eina, sem hann hafði ekki áhuga á, voru eiginmennirnir. Hann kom aðöins í hús, þar sem þeir voru ekki heima. Skemmtilegasta og djarfasta innbrotið var taisvert frábrugðið hinum fyrri, þvi að þá hafði hann fengið liðsauka, sem ekki var vandi hans að jafnaði. Innbrotið var framið í húsi læknis eins við Boulevard Clichy, sem er í einum glæsilegasta borgarhluta Parísar, en þar var mikil veizla haldin vegna giftingar dótlurinnar á staðnum. Um mið- nætti slokknuðu ljósin í danssalnum, tóntistin þagnaði, og menn liættu að dansa, og allir hörfuðu ósjálfrátt upp að veggjunum. Þá kviknaði ljósið samstundis aftur, og i miðjuin salnum stóð grimu- klæddur maður, hinn glæsiiegasti á að líta, með skammbyssu í hendi. Hann hélt stutta, en hnitmiðaða ræðu og sagði gcstunum, að húsið væri umkringt af mönnum sínum og engurn mundi gicrt mein, ef þeir legðu aðeins skartgripi sina i hatt hans, sem lá við hlið hans. Gest- irnir gátu ekkert við þessu gert, og neyddust konurnur til að afhenda skartgripi sína og mennirnir veski sín. Þegar liann hafði fengið það, sem hann bað um, hélt hann stutta þakkarræðu fyrir þessar góðu gjafir. Enn hafði hami samt ekki fengið hið fallegasta, og það ætlaði hann að gerast svo djarfur að taka á brott með sér, en lofaði þó að skila því aftur. Að svo mæltu gekk hann að: búðinni, stakk skammbyssunni I síðuna á henni og sagði, að það: mundi bitna á henni, ef einhver reyndi að ráðajit á hann. Allir stóðu sem þrumu lostnir, þegar Armand tók utan um liina fögru frú og leiddi hana út. Fyrir utan var að vanda bíll hans í gangiý og andartaki síðar var Armand kominn á fleygiferð með brúðina fögru — að ógleymdum skartgripunum. Þegar lögreglunni var gert viðvart, voru lieilar her- sveitir lögreglumanna sendar á eftir honum, en ekki fannst kauði. Daginn eftir kom rænda brúðurin heim. Armand hafði ekið henni að litlu býli um 30 kílómetra frá París. (Sjálf sagði hún, að hann liefði komið afar vel fram við hana. Þau höfðu snœtt saman, og hann hafði beitt öllum yndisþokka sínum og mælsku til þess að gera henni rórra. Daginn eftir hafði henni verið ekið til eins úthverfis Parfsar og henni afhentir peningar til þess að borga leigubilims heim. Annað hafði hún ekki að segja. En enginn er óskeikull ... Að lokum gerði Armand Lecoque slæmt glappaskot. Hann brauzt inn I hús og kom þar að eiginmanninum við hlið konu sinnar í stóru, tvöföldu rúmi. í stað þess að snauta burt í snarhasti gerðist hann svo djarfur að ögra hjónumim með skannn- byssu, og í þokkbót batt hann manninn við rúmið og keflaði hann. Síðan lét hann konuna rísa úr rekkju og gefa sér vinglas. Hann skemmti sér nú drykklanga stund með konunni, eins og lians var vandi. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.