Vikan


Vikan - 01.09.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 01.09.1960, Blaðsíða 20
CARTER BROWN: 3. hluti „Og hún verður manni fljótt hversdagsleg," svaraði Max. „Eru Sandarnir mikiu þetta þarna?“ spuröi ég og benti meö vinstri hendi. Hann leit í áttina sem ég benti. „Nei, þeir eru lengra í burtu,“ svaraði hann. Ég greip tækifærið þegar hann leit af mér; dró skammbyssuna úr hylkinu meö hægri hendi og danglaði skeptinu þéttingsfast í hausinn á hon- um. Hraustur náungi, Max, en hann k^knaöi nú í hnjáliðunum samt. Ég dangiaði í hausinn á hon- um ööru sinni. Það dugði. Hann hneig niður og bærði ekki á sér. ÞaÖ heyrðist hvorki stuna né hósti, ekkert fóta- tak eða neitt þessháttar og þegar ég svipaðist um, sá ég ekki nokkurn mann á ferli. Ég brá mér í skyndi þangað, sem kádiljákurinn stóð, ók hon- um afturábak þangað sem Max lá. Hann reyndist þungur í vöfum, það var með naumindum að mér tókst að koma honum inn i aftursætið. Hann valt niður á gólfið, rak hausinn harkalega 5, og ef ég hefði ekki verið viss um að hann væri meðvit- undarlaus með öllu mundi ég áreiðanlega hafa vorkennt honum. Svo skellti ég afturhurðinni í lás, settist undir stýri og ók út af flugvellinum. Mér var það happ, að enginn mundi undrast um Max fyrr en flugvélin væri farin, að minnsta kosti var öllu óhætt til klukkan hálfsex. Ég ók út á þjóðveginn og hugleiddi hvað ég ætti að gera við Max. Ég hafði ákveðið stefnumót við Gabri- ellu klukkan þrjú og kærði mig ekkert um að taka hana með mér þangað; þegar þannig stendur á er þriðja manni alltaf ofaukið — og þegar önnur eins stúlka og Gabriella var annarsvegar, hefðu það verið beinlínis helgispjöll. Ég ók eftir þjóðveginum út úr borginni; jók hraðann upp í hundrað kílómetra og hægði ekki ferðina fyrr en mig bar að afbraut. Ég beygði út á hana í þeirri von, aö hún lægi að einhverjum bóndabæ í eyði eða öðrum afskekktum stað. Eftir að ég hafði haldið þessa leið nokkra hríð, sá ég að auglýsingaspjald hafði verið sett á stoðir við brautarbrúnina: „Jarðeign þessi er til sölu. Lyst- hafendur snúi sér ...“ Meira las ég ekki; þetta dugði mér. Það korraði lágt i Max þegar ég opnaði aftur- dyrnar og dró hann út úr bifreiðinni, en ekki bærði hann á sér þótt ég ræki stígvélatána í síðu hans. Mér varð því næst fyrir að klæða hann úr hverri spjör, nema nærbrókunum, og leggja fötin inn í aftursætið. „Það verður skrambi langt fyrir þig að labba heim, Max,“ varð mér að orði. „E’n það er heitt neitt mein af því, fílhraustum manninum. Það í veðri, svo að þér ætti svo sem ekki að verða er bara þetta, að þú verðir ekki tekinn fastur þegar þú kemur út á þjóðveginn í þessu nær- haldi, sem engu skýlir. En mér er ómögulegt að taka tillit til þess, eins og allt er I pottinn búið, kunningi." Hann var löglega afsakaður þótt hann svaraði mér engu. Ég steig inn í kádiljákinn, ók til baka og heldur greitt, lagði bilnum úti fyrir húsi því, sem Gabriella haðfi bent mér á og það stóð allt heima, sem hún hafði sagt — útidyrnar voru ó- læstar svo ég gat gengið rakleitt inn. Það var ljós í íbúðinni. „A1 Wheeler," var mælt lágum rómi einhvers- staðar inni þar. „Ég er hérna í setustofunni. Komdu inn .. Ég gerði aem boðið var. Gabriella stóð við vín- skenkinn og blandaði sér svaladrykk. Hún sneri baki við mér. „Þú kemur seint,“ sagði hún ósköp hversdags- lega. „Talsvert af viskýi en ekki nema örlítið af södavatni," varð mér að orði, enda þurfandi fyrir hressingu eftir allt erfiðið. ,.Ég er að reyna að l'enja mig af sódavatninu, áður en það verður t'onlaust með öllu fyrir mig. Jæja — ég varð ryrir töfum." ,,Töfum?“ „Það voru náungar, sem endiiega vildu ná tali af mér," svaraði ég. „En það fór allt friðsamlega." Hún sneri sér að mér, leit athugandi á mig. Ég virti hana fyrir mér, og það var áreiðanlegt, að ég hafði betra upp úr skiptunum. Hún sá ekki annað fyrir sér en þreyttan lögregluþjón, sem reyndi að láta sem hann væri hvorki þreyttur né lög- regluþjónn, en það sem ég sá fyrir mér verður ekki lýst með orðum svo nokkur verði nokkru nær. Gabriella hafði haft fataskipti. Hún ver i ljós- gulri, nærskorinni blússu og enn ríærskornari síð- brókum úr gervihlébarðaskinni, sem féllu enn betur að mjöðmum hennar, lærum og fótleggjum en feldurinn að skrokki hlébarðans. „Fáðu þér sæti,“ sagði hún. „Segðu mér hvað gerðist." Við settumst á lágan legubekk og hún rétti mér viskýglasið. Ég bar það að vörum mér og bragð- aðist veigin dásamlega. „Jæja, hvað gerðist?" spurði hún. „Það voru tveir þreklegir náungar, sem gengu í veginn fyrir mig, þegar ég kom út úr búnings- herberginu þínu,“ sagði ég. „Þeir báru mér þau skilaboð, að framkvæmdastjórinn vildi hafa tal af mér.“ /„Fulton?" „Já, einmitt. Hann hét Fulton,” sagði ég. „Hann hefur sagnaranda, maðurinn. Tók hann ekki nema fimm mínútur að segja fyrir forlög mín —■ og þín að auki." „Hvað sagði hann?" „Hann sagði að þér væri haldið hér sem eiris- konar tryggingu. Þú gætir ekki komið Fletcher til aðstoðar vegna þess, að þú yrðir að halda þig hérna. Og svo stakk hann upp á því, að ég héldi heimleiðis með næstu flugvél og segði Fletcher þetta. Já, hann lét sér ekki nægja að stinga upp á því, heldur sá hann mér og fyrir farartæki og fylgd út á flugvöllinn." Gabriella fékk sér vænan t.eig úr glasinu sínu. „Og hvar er fylgdarmaðurinn núna?“ spurði hún. „Ætli hann lúlli ekki á sitt græna?" varð mér að orði. „Ég hef að minnsta kost grun um það.“ „Geturðu aldrei talað orð í alvöru?” spurði hún. Það gætti óþolinmæði í röddinni. „Þú hefur þó ekki skotið hann?“ „Nei, mér fannst ég ekki vera kominn nægilega langt vestur á bóginn til Þess,“ svaraði ég. „Lét mér nægja að rota hann.“ Hún varp þungt öndinni. Það eitt, að sjá barm hennar bifast, var ævintýri út af fyrir sig. „Geng- urðu aldrei með snjóskó?" spurði ég. „Snjóskó?" endurtók hún undrandi. „Ertu genginn af göflunum. Ég hef víst heldur litið við snjóskó að gera, hérna í Las Vegas." „Og það er af sömu ástæðum, að þú gengur ekki með brjósthöld, eða hvað?“ „Hugsa þú um þig, Wheeler,” svaraði hún stutt í spuna. „Fyrst þú endilega vilt,“ varð mér að oröi. „Jæja; Fulton kemur þessu máli ekki við. En hvað um Fletcher — kannski við snúum okkur þá að honum." „Ég hefði gaman af að þú segðir mér eitthvað af sjálfum þér fyrst," sagði hún. „Hvernig ert þú við hans mál riðin?“ Ég tæmdi glasið. Drykkurinn var góður, og mér fannst líka að ég hefði unnið fyrir honum. Ég reis á fætur, gekk að vínskenknum og fyllti glasið aftur, settist siðan við hlið henni á legubekkinn. '„Hann þarna með sagnarandann las mig niður í kjölinn," mælti ég. „Hann sagði að ég væri ótindur smáglæpamaður, sem brysti kjark til allra afreka, og ætti því að halda mér á braut dyggðar- innar. Ég væri ekki maður til að striða í ströngu." „Hver var þessi náungi, sem hann léði þér til fylgdar?" „Hann gengur víst undir nafninu Max,“ svar- aði ég. „Hafirðu lent í átökum við liann, slegið hann í rot, en sloppið sjálfur óskaddaður, þá er þér áreiðanlega ekki fysjað saman,“ sagði hún og það brá fyrir brosi um varir henni. „Segðu mér nánar af Þessu með Howard Fletcher." „Þú ert sú fallegasta og girnilegasta kona, sem ég hef nokkru sinni augum litið," mælti ég af einlægni. „Og ég mundi segja það, þótt þú værir með brjóstahöld." „Segðu mér um Howard," svaraði hún þreytu- lega. „Það er einmitt það, sem ég er að reyna að gera,“ sagði ég og lézt móðgaður. ,,Ég var einmitt að taka þýðingarmikla ákvörðun í því sambandi, — það var þess vegna, að é.g minntist á brjósta- höldin. Ég get nefnilega ekki skrökvað að stúlku, sem hefur svona yndislegan vöxt.“ „Hvernig væri að þú reyndir einu sinni að tala i alvöru — svona til tilbreytingar." „Allt i lagi,“ svaraði ég. „Þá er bezt að ég segi þér það umbúðalaust. Þú skiptir hann ekki neinu máli lengur. Hann man ekki einu sinni eftir þér — sem kvenmanni á ég við. Það er Nína Booth, sem hefur á honum öll tök, síðan þau fluttust til borgarinnar.“ Hún skvetti því, sem eftir var í glasi hennar, framan í mig. „Þú lýgur,“ mælti hún kuldalega. Ég dró upp vasaklútinn og þurrkaði framan úr mér. „Allt í lagi — þá lýg ég víst,“ varð mér að orði. „Við skuium þá ekki tala meira um það og þú færð þér í glasið aftur.“ „Hann mundi aldrei þora að hætta á það,“ hvæsti hún. „Hann veit á hverju hann ætti þá von, næst þegar leiðir okkar lægju saman." „Og hvar mundi það verða?" spurði ég. „1 lík- húsinu kannski?” Hún klóraði gafl legubekksins með nöglum sín- um. „Nina Booth,“ hvæsti hún milli samanbitinna tannanna. „Ekki nema það þó. Sú rauðhærða dyrgja — nei, þú hlýtur að ljúga þessu ...“ „Hvað skyldi mér ganga til þess að vera að ljúga að þér?“ spurði ég. „Ekki hef ég neitt upp úr því. Þar að auki ertu alltof fögur til þess, að ég gæti staðið frammi fyrir þér og logið að þér með köldu blóði. Mér er riddaramennskan um of i blóð borin til þess.“ , „Nú líkar mér,“ svaraði hún. „Smáglæpamaður, sem stærir sig af riddaramennsku. Ja-«ei-sei ...“ „E'kki var það ég, sem hljópst á brott með rauð- hærðri dyrgju og lét þig hérna eftir — sem eins- konar tryggingu," varð mér að orði. „Eða kannski það hafi annars verið ég?" 20 YIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.