Vikan


Vikan - 01.09.1960, Blaðsíða 21

Vikan - 01.09.1960, Blaðsíða 21
„Zf hftnn htldur aB hann geti leiklO mit svonn 6n Þess nokkur refsing komi fyrir," sagOi hún, „bá skal hann, aO mér heilli og lifandi veröa að breyta um skoöun. Áttu vindling?" Ég gaf henni vindling og kveikti í; fékk mér sjálfur vindling og nokkra hríö sátum viö þarna Þegjandi. En ég Þóttist mega ráða bað af því hvernig barmur hennar bifaðist, að henni væri orðið heitt i hamsi. „Veiztu hvernig þessi bölvaður Þorpari hefur farið með mig?“ spurði hún, Þegar henni tókst. loksins að koma upp orði. „Nei,“ svaraði ég. ,.En þú gerðir réttast að segja mér það. Hver veit nema ég gæti orðiö Þér að einhverju liði.“ Hún sogaði djúpt að sér reykinn. „Hvað veiztu mikið um starfsemi hans, hérna í Las Vegas, Al?“ spurði hún næst. „Ég veit að hann átti Höggormsaugað," svaraði ég. „Mér er sagt að spilavítahrin’gurinn hafi neytt hann til að selja sér staðinn og starfsemina, og það sé þess vegna, að hann lagði lan,d undir fót og hélt til Pine City. Meira \reit ég ekki.“ „Þeir greiddu honum kaupverðið á mánudegi, og veittu honum brottfararfrest til föstudags. Hann átti að hafa alla stjórn á hendi þangað til fyrir þeirra hönd, en þeir áttu að fá allan ágóðann þann t.íma, skilurðu." „En svo gerðist. eitthvað markvert fyrir þenn- an föstudag?” spurði ég. „Ekki laust við það,“ svaraði hún lágt. „Það var á fimmtudaginn. Þá bar það við, að náungi nokkur vann hvorki meira né minna en sjötíu Þúsund dollara við spilaborðið, sem hann fékk auðvitað greiddar út í hönd úr sjóði fyrirtækisins." „Ennþá gerast ævintýr," varð mér að orði. „Linda Scott stjórnaði spilinu þegar náunginn byrjaði,“ mælti Gabriella enn. „Þegar hann hafði unnið þrjátíu Þúsundir, kom Howard að borðinu. Nokkru síðar kom hann og lét Lindu hætta en Nínu Both taka við. Náunginn hélt samt sem áöur áfram að vinna. Þegar hann hafði söpað til sín sjötíu þúsundum, labbaði hann sig á brott.“ Hún rétti mér glasið sitt. „Fylltu það fyrir mig, AI,“ bað hún. Ég gekk að vínskenknum og varð við beiðni hennar. „Fulton heyrði frá þessu sagt,“ hélt hún áfram, þegar ég hafði borið henni glasið og tekið mér sæti hjá henni. „Honum lék forvitni á að vita hvernig í öllu lægi; vildi gjarna kynnast þessum heppna náunga svolítið nánar. Hann lét þvi hefja leit að honum. Og loks fundu þeir hann — liggjandi úti á eyðimörkinni með kúlugat á hauskúpunni og tóma vasana." „Jæja. Binhver, sem var vitni að þessari óvenju- legu heppni hans hefur þá veitt honum eftirför," mælti ég. „Jú. þess eru dæmi að menn hafa ver- ið myrtir þótt minna væri upp úr því að hafa.“ „Það gæti hafa átt sér stað,“ sagði hún. „En það er ekki það, sem Fulton setti fyrir sig. Hann hafði hugboð um að það væri ekki allt með felldu hvað þessa heppni náungans snerti." „Hvernig þá?“ , „Að þarna hefðu semsagt verið brögð i tafli.“ „Hvernig hefði það getað átt sér stað? Ekki gat náunginn hafa fitlað neitt við hverfikringl- urnar ...“ „Nei, ekki hann. Fulton hafði sinar skoðanir. Hann setti dæmið upp þaimig, að hringurinn hafði fyrst og frenast ntytt Howard Fleteher til a> selja, en þegar þetta gerðist, voru hans peningar ekki lengur í veði, heldur hringsins. Þess vegna væri ekki loku fyrir það skotið, að Howard heföi sjálfur beitt brögðum. Að hann hafi sjálfur fitlað eitthvað við hverfikringlurnar með þeim árangri, að náunginn hlaut að vinna, og að þær tvær hafi þá verið í vitorði með honum — og náunginn að sjálfsögðu líka, enda hafi honum verið heitið nokkrum ágóðahlut fyrir vikið ...“ „Þetta lætur ekki ósennilega í eyrum,“ sagði ég. „Þegar þeir hittust svo á áður ákveðnum stað hafa þeir, að því er Fulton heldur, greitt honum ágóðahlutann í blýi í stað gulls. Hvort sem það herur verið Howard sjálfur eða .Tohny Torch “ „Eitt skil ég ekki enn,“ mælti ég eftir stundar- bögn. „Því í fjandanum lét Fulton þau. Howard Fletcher og stelpurnar, sleppa á brott héðan, fyrst hann taldi sennilegt að allt væri þannig í pottinn búið?“ „Það skal ég segja þér,“ svaraði hún. „Forráða- menn spilavítahringsins verða að fara að öllu með gát. Þeir láta eins og þá gruni ekki neitt, en þú mátt reiða þig á, að þeir hafa aúga með honum og þeim veitist það sízt torveldara þótt hann haldi sig i Pine City. Og þar að auki hefur Fulton einskonar tryggingu — mig — gleymdu þvi ekki. Hann sleppti honum og þeim, en hélt mér að veði. Og hann sagði Howard það svo skil- merkilega að ekki varð um villst, að ef hann beit.ti einhverjum brögðum, þá skyldi það bitna á mér tafarlaust." Ég hristi höfuðið. „Hvernig getur hann gert sér vonir um að sér megi takast að sanna þetta einhverntíma siðar meir, fyrst honum tókst það ekki strax?“ spurði ég enn. „Þú gleymir sjötiu þúsundunum, kunningi. Hafi Fulton rétt fyrir sér, koma peningarnir til skipta milli þeirra fjögurra. Og Þau geta ekki dregið þau skipti von úr viti, og ekki heldur haft hvert sinn hlut lengi handa á milli án þess þaö komi fram. Það er einmitt þetta, sem þeir í hringnum eru að bíöa eftir. Þeir vita upp á hár hve mikið af peningum hvert þeirra um sig hafði með sér héðan, en það voru ekki nein ósköp. Fari eitthvert þeirra að berast á meir en efni standa til, hafa þeir fengið sönnunina." „Og hvað þá?“ „Láttu ekki eins og þú sért einhver heimaaln- ingur, kunningi." Hún skellihió. „Þeir munu áreiðanlega sjá svo um, að það gerist ekki fleiri til að leika svipaðan leik.“ „Og þá er það síðasta spurningin — hefur grun- ur Fultons við rök að styðjast?" „Ég veit það ekki,“ svaraði hún seinlega. „Vil helzt ekki vita það. Howard fullyrti að svo væri ekki. Hann kvað Fulton brjálaðan, að láta sér koma það til hugar, að nokkur maður væri orðinn svo þreyttur á lífinu, að hann hætti á að ganga í berhögg við spilavitishringinn. En það mundi hann lika segja hvort heldur væri. Og þegar mér verður til þess hugsað, að þessi bölvaður loddi og þorpari skuli hafa tekið saman við rauðhærðu dyrgjuna, þá ...“ „Þú veizt auðvitað hverjir eru fulltrúar spila- vitahringsins, þarna heima í Pine City,“ varð mér að orði. „Nei,“ svaraði hún og hristi höfuðið. „Og þat minnir mig á ... hvað um Max? Hvað heldurðu að þeir geri, þegar þeir komast að þvi hvernig þú hefur leikið hann?" „Við erum enn að bíða eftir flugvélinni, sem fer ekki fyrr en klukkan hálf sex, svo það er allt í stakasta lagi,“ svaraði ég. „Það vona ég líka að sé — þín vegna," sagði hún. Svo leit hún spyrjandi á mig. „Segðu mér eitt; að hvaða leyti ert þú eiginlega við þessi mál riðinn, Al?“ „Spurðu mig ekki að þvi,“ svaraði ég. „Það mundi eyðileggja kynni okkar." „Segðu mér það," hvæsti hún. „Ég er leynilögreglumaður," svaraði ég og lít sem ekkert væri. Hún starði á mig orðlaus drjúga stund. Svo hló hún vandræðalega. „Hvað sem öðru líður," sagði hún, „þá verður það ekki af þér skafið, að þú kannt að gera að gamni þínu.“ „Og ég ætla að vona að Þú kunnir að taka gamni,“ varð mér að orði um leið og ég sýndi henni einkennisskjöldinn. Nokkra hríð glápti hún á skjöldinn. Svo brá hún fram hægri hendinni leiftursnöggt og ætlaði að klóra mig f andlitlð með sínum löngu, hvÖssu nöglum. En ég varð fyrri til og greip þéttings- fast um úlnlið henni. „Þú hefur verið það lengi hérna í Las Vegas,“ sagði ég, „að þú ættir að kunna að taka ósigri. Brostu, vina min ...“ Það var eins og hana þryti skyndilega allan mátt. Hún lét fallast aftur á bak á legubekkinn og hló. „Lögregluþjónn," stundi hún og hlð. „Lögga — ekki nema þaö þó. Þú hefur svei mér leikið laglega á mig. Og á Fulton lika. Þú hefur haft þá alla að fiflum . . . það verður fróðlegt að heyra hvað Max segir þegar hann kemst að raun um, að það var lögga, sem lék hann gvona grátt." „Má ég fá mér enn í glasið?" spurði ég og leit á armbandsúrið. „Það er, hvort eð er, drjúg stund þangaS til flugvélin fer.“ „Við höfum svo sannarlega ástæðu til að fá okkur í glösin einu sinni enn,“ svaraði hún og var hin altillegasta. „Gerðu svo vel, Al.“ Ég gekk með bæði glösin yfir að vínskenknum og fyllti þau. Þegar ég lagði af stað með þau yfir að legubekknum, brá mér heldur en ekki I brún. Hann var auður, Gabriella horfin, rétt eins og hún hefði gufað upp. Og áður en mér hafði tekizt að átta mig, heyrði ég rödd hennar berast einhversstaðar að: „Komdu með glösin hing- að, A1 ...“ Ég gekk á hljóðið. Komst að raun um að það barst innan úr svefnherberginu. Kveikt hafði ver- ið á leslampa á náttborðinu við rekkjuna. Gabri- ella lá í rekkjunni, en blússan ljósgula og hlé- barðabrækurnar á stól við stokkinn. Hún settist upp við dogg og ábreiðan rann til svo líkami hennar varð nakinn að mitti. „Þú sagðir, að það væru tveir klukkutímar þangað til flugvélin fer,“ hvíslaði hún. Ég setti glösin frá mér á náttborðið. „Rétt er það,“ svaraði ég loðmæltur. „Þetta er eiginlega fyrsti gestrisnisvotturinn, sem mér er sýndur hérna í Las Vegas." „Og þó fylgir því nokkur kvöð, Al,“ mælti hún lágt sem fyrr. „Að þú segir Howard frá þeirri gestrisni, þegar þú kemur heim til Pine City.“ Skyndilega vöfðust armar hennar um háls mér. Hún dró mig að sér, kyssti mig af reiðiþrunginni ástríðu. Ég strauk hendinni niður bak henni, fram og undir brjóstin og þrýsti þau mjúklega. Það fór titringur um hana eitt andartak. Svo beit hún mig fast í neðrivörina. Og við létum glösin á náttborðinu eiga sig, SJÖTTI KAFLI. Timburmennirnir lágu ekki á liði sínu í kollinunj á mér þegar ég kom heim. Klukkan var tíu að morgni, sólin skein en ég veitti því litla athygli. Mér varð það fyrst fyrir að fara fram i eldhús og hita mér lútsterkt kaffi. Vegas heyrði minningunum til. Ég hafði haldið þaðan með flugvélinni hálfsex, án þess nokkur reyndi að hefta för mina, sofið því sem næst klukkustund á leiðinni til Los Angeles og um stundarfjórðung á leiðinni þaðan til Pine City. Enn hafði ég að vísu sára þörf fyrir svefn, en þóttist sjá að þann munað gæti ég ekki leyft mér að svo stöddu, eins og allt var í pottinn búið. Skellti þvi í mig þrem bollum af svörtu kaffi og hresstist sæmilega. Klukkan var' rúmlega ellefu þegar ég knúði dyra hjá Howard Fletcher. Það var Johny Torch, sem opnaði, klæddur svörtum silkislopp og nátt- fötum i sama lit, og hvort tveggja skreytt nöktum dansmeyjum, sem dregnar voru gullnum línum. Framhald í næsta blaöi. Á dyraþrepinu heima hjá Iögreglustjóranum í Pine City finnst lík ungrar frænku hans. Hún hefur verið myrt, og lögreglustjórinn felur leynilögreglu- manninum Wheeler, rannsókn málsins. Vitað er að sú myrta hefur verið á snærum spilavítiseiganda, er dvelzt nú sem flóttamaður í Pine City og fellur þegar grunur á hann um morðið. Wheeler þykist fljótt sjá, að lykilinn að lausn gátunnr muni helzt að finna í Las Vegas, bregður sér þangað, en eigandi „Höggormsaugans“ sendir vopnaðan „starfsmann“ með hann út á fugvöll, að hann hafi sig á brott VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.